Faxi - 01.12.1987, Blaðsíða 85
Forsprakkar
skoða. Eins eru haldnar þama sýn-
ingar á ýmsum þjóðlegum fyrirbær-
um s.s. tailenskum hnefaleikum,
tailensku brúðkaupi, bambusdansi
ásamt öðrum þjóðdönsum, hanaat,
sem þó er bannað og að því ógleymdu
að fflar leika listir sínar fyrir áhorf-
endur.
Að þessu loknu var haldið heim á
leið. Enn einn dagur ævintýra var að
kvöldi kominn. Auk þess að fara í
fyrirfram ákveðnar skoðunarferðir
var lílta spennandi að fara eitthvað
, ,pá fri fod“. Við heimsóttum nokk-
ur Kínahverfi og var það sérstök
upplifun. Það var sérkennilegt að
sjá þetta tandurhreina fólk innan
um óþverrann þar sem rottur skut-
ust á milli búðarborðanna. Hænsn-
unum slátrað á staðnum og annað
sem kom okkur ókunnulega fyrir
sjónir. Eins var haldin afmælis-
veisla upp á 48. hæð eins risahótels-
ins í borginni og annað gert sér til
gamans að ógleymdum akstri í hin-
um sérkennilegu Túg-hug farar-
tækjum um götur Bangkok.
Næsta dag var haldið til gömlu
höfuðborgarinnar Ayutthaya. Rúst-
ir hennar standa í 70 km ijarlægð
frá Bangkok upp með ánni. Borgin
hafði verið höíuðborg T'ailands um
aldir en gjörsamlega lögð í rúst af
Burma-búum í einu stríði þeirra ná-
grannanna árið 1767. Frá þessum
stórkostlegu rústum héldum við svo
til íyrrum sumarhallar konungsins.
Sérstaklega fagrar byggingar í un-
aðslegu umhverfi. Og enn voru það
hinir löngu og mjóu ,,stélbátar“
sem skiluðu okkur heim eftir ám og
síkjum.
Síðasta deginum okkar í engla-
borginni eyddi hver á sinn máta.
Sumir stunduðu sundlaugar hótels-
Slappad af í gömlum rispramma.
var það nokkurskonar kveðjuhóf
því morguninn eftir ætluðum við að
kveðja þetta yndislega land og
elskulega fólk, í bili að minnsta
Wot Ph«* Koe°'
Hjd turnutn
kosti, og stoína til enn nýrra ævin-
týra.
Stefnuna átti að taka til Drauma-
eyjunnar Bali.
'Ihilenxkur krásir í krúsum.
ins, aðrir fóru í búðarráp, enn aðrir
þurftu að heimsækja ,,skreðarann“
sinn og örfáir röltu niður á Salphong
til að sjá hvemig þar væri útlits að
degi til.
Slegið var til veislu um kvöldið og
FAXI 353