Faxi - 01.01.1989, Síða 3
Ingólfur Aðalsteinsson
Hitaveitan og nmhverfismálin
l’að er alkunna að eitt af vanda-
ntálum mannkyns í dag eru um-
hvertismálin og umgengni manns-
ins við náttúruna.
Ljóst er að tæknivæðing síðustu
50 árin hefir verið ótrúlega hroö og
það svo að maöurinn er sjálfur óvið-
búinn að mörgu leyti.
Hann hefir gleymt að axla þá
ábyrgð sem úrgangur tækninnar
hefir krafist, ef vel á að vera. Sú
gleymska eða trassaskapur hefir
gengið svo langt að lífríki jarðar er
víða í stórhættu.
Sem dæmi má nefna, að ár og
stöðuvötn eru víða svo menguð af
efnaúrgangi, að ekki þrífst í þeim
fiskur. I^oftmengun vegna verk-
smiðjureyks og útblásturs orkuvera
og bila er víða svo mikil að regnið,
sem fellur þar til jarðar er orðtð gall-
súrt og stór landssvæði eru nú orðin
skóglaus vegna súrrar rigningar. í
nágrenni stórborganna eru heil
landflæmi fyllt af afgangsskrani
verksmiðjanna. Á íslandi ætti land-
rými að vera nóg, en þó er það svo
að okkur hefir í tímans rás tekist að
misbjóða landinu svo með skógar-
höggi og ofbeit að nú er það flakandi
í sárum.
En hvað kemur þetta okkur við?
Jú þetta er mál allra sem jörðina
byggja, en auk þess vil ég að það
komi fram að hitaveitur að minnsta
kosti á Norðurlöndum, eru að öðr-
um þræði stofnaðar til þess að draga
úr mengun.
Til þess að skýra það nánar get ég
sagt frá því að flestar stórborgir
Norðurlanda hafa hitaveitur, þótt
þær hafi ekki jarðhita til upphitun-
ar. Með því að hita vatnið upp í stór-
um kyndistöðvum er hægt að hafa
stjóm á brennslunni á þann máta að
velja brennsluefni með lítið inni-
hald þeirra efna sem einkum em
skaðleg, ef þau fara út í andrúms-
loftið — auk þess em notaðar sér-
stakar síunaraðferðir til þess að
halda eftir eiturefnunum.
Þessi viðleitni hitaveitna á Norð-
urlöndum kemur vel fram, ef tekið
er dæmi frá Stokkhólmi, en þar er
áætlað aö árið 1965 hafi sloppið frá
kyndistöðvum í borginni um 55000
tonn af brennisteinstvíildi (en það
er eiturefnið, sem einkum veldur
súm regni). Áætlað er að heildar-
magnið verið komið niður í 3000
tonn árið 1990.
En hvar kemur Hitaveita Suöur-
nesja inn í umhverfismálin?
Allt frá fyrstu dögum hitaveitunn-
ar hefir það verið metnaður okkar,
starfsmanna hennar, að valda ekki
alltof áberandi umhverfisspjöllum.
Má í því sambandi minnast á að
Náttúruvemdarráð hefir verið haft
með í ráðum, þegar velja skyldi
staðsetningu og lit mannvirkja veit-
unnar. Svo vel hefir til tekist í bygg-
ingu mannvirkja og umgengni
þeirra, aö það hefir vakið athygli fjöl-
margra, sem sótt hafa Suðumesin
heim. Ekki þarf að efa að hitaveitan
mun um ókomin ár gæta ýtmstu
varkámi í umgengni við umhverfi
sitt. En spumingin er, hvort henni
beri ekki auk þess að leggja fram
fjármagn til almennrar fegmnar og
uppgræðslu.
Eg vil í þessu sambandi benda á,
að Hitaveitan vinnur hitaorkuna úr
iðmm jarðar á Suðumesjum. Allt
bendir til þess að þar sé um námu-
vinnslu að ræða, sem þýðir á hinn
bóginn að Suðurnesjamenn gætu
verið búnir með tiltækan jarðhita,
segjum að 50-100 ámm liðnum.
Það er að minnsta kosti alveg víst að
nýting þessarar orku fyrir tilstilli
okkar kynslóðar, þýðir að einn góð-
an veðurdag situr síðari tíma kyn-
slóð á Suðumesjum uppi með tóm-
an jarðhitageymi. Við þessu getum
við ekkert gert annað en reyna að
treina vatnið og nýta orkuna á skyn-
samlegan hátt.
En getum við þá ekki sent þessum
afkomendum okkar einhverja aðra
kveðju? Það er álit allra þeirra, sem
sinna landgræðslumálum á íslandi,
að landið sé að fjúka á haf út. Þann-
ig er talið að við landnám Islands
hafi 65% landsins verið gróið, en sé
aðeins 25% í dag. Þar er Reykjanes-
skaginn ekki undanskilinn.
Það er alveg augljóst að þessa þró-
un venðurað stöðva. Af þessu tilefni
get ég ekki varist þeirri hugsun að
það sé nánast siðferðileg skylda
hitaveitunnar að leggja fram sinn
skerf, til þess að afkomendur okkar
minnist okkar ekki eingöngu fyrir
að eyða jarðhitanum, heldur og ekki
síður fyrir að við stöðvuðum gróð-
ureyðinguna og græddum upp
landið.
Ég vil í þessu sambandi benda á,
að við Suðumesjamenn búum við
þær einstæðu aðstæður að vestasti
hluti Reykjanesskagans er varinn
fyrir ágangi búQár með girðingu,
sem liggur úr Vogum og suður í
Grindavík.
Og nú em uppi áætlanir um að friða
allan skagann. Þvílíkt tækifæri til
uppgræðslu. Á stómm svæðum
landsins virðast allar tilraunir til
uppgræðslu vera vel þeginn fóður-
bætir fyrir hesta og sauðfé.
í samræmi við þessar hugleiðing-
ar hefi ég leyft mér að vona að hita-
veitan geti haft það sem fastan lið á
fjárhagsáætlun að verja álitlegri
upphæð til landgræðslu á Reykja-
nesi.
Ég tel rétt að upplýsa að Hitaveita
Reykjavíkur hefir varið stómm
upphæðum til skógræktar á mörg-
um undanfömum ámm. Hitaveita
Akureyrar hefir enn fremur tekið
fyrir að planta trjágróðri með að-
veituæðinni hjá sér.
í beinu framhaldi af framansögðu
vil ég heita á alla góða menn og ekki
síst ykkur sveitarstjómarmenn að
taka upp öflugan áróður fyrir upp-
græðslu á Reykjanesi.
Ég vona að við getum allir tekið
höndum saman til þess að afkom-
endur okkar megi sjá, að við emm
framsýnir athafnamenn, sem vinn-
um eftir megni að því að skila land-
inu okkar betra en við tókum við
því.
Samvinnubanki
íslands hf. r::
Hafnargötu 59, Keflavík
Við höfum nýlega flutt okkur um set og
erum nú í nýju og góöu húsnœði ásamt
hinu glæsilega Flughóteli.
Lítid viö hjá okkur og reynið viöskiptin
FAXI 3