Faxi

Årgang

Faxi - 01.01.1989, Side 5

Faxi - 01.01.1989, Side 5
Ædstitcmplur Stórst tíkti Islands, Hilma r Jónsson, /lutti ham ingjuóskir til a/mœlis- barnsins. prestakalli í'rá 1886-1895. Séra Jens beitti sér fyrir menntun al- mennings og lagði bindindishreyf- ingunni í landinu drjúgan stuðning. Sönglíf og söngmennt blómgaðist mjög hér í hans tíð, var það ekki síst að þakka konu hans Guðrúnu Sig- ríði, en hún var dóttir söngmennta- mannsins Péturs Guðjónssonar. Stofnskrá stúkunnar hefur vanV veist og hangir hún uppi hér í hús- *nu. Undir hana skrifa Guðlaugur Guðmundsson stórtemplar og •ndriöi Einarsson stórritari. Séra Jens var fyrsti umboðsmaður stór- templars, en fyrstir æ.t. var Teitur •■’étursson bóndi á Meiðastöðum. Stúkan var stofnuð í þinghúsi hreppsins úti á Garðskaga, og hélt þar fundi sína fyrstu tvö árin, en þá keypti hún hús í Gerðum, sem byggt hafði veriö sem barnaskóla- hús. Nokkru eftir að kaupin voru gerð var byggð við húsiö forstofa og herbergi, sem notað var fyrir eldhús þegar þess þurfti með t.d. vegna af- mæla stúkunnar, sem alltaf hófust með borðhaldi. Leikstarfsemi hófst fljótlega á vegum stúkunnar í þessu húsi og voru þá sett upp stór íslensk verk. binghúsiö gamla á Garðskaga var kalt oglélegt hús, um það orti Bjami Jónsson kennari hér, síöar með- hjálpari í Dómkirkjunni í Reykja- vík, ljóð, sem sungið var á 25 ára afmæli stúkunnar og er fyrsta er- indiö þannig: ..Framfór sem d forðum út d Skaga, fœddist upp um kalda þrautadaga. Sigur drsins laugast nd í Ijóma, lyftir krónu jjóróungs aldarblóma." Arið 1910 seldi stúkan húsið, sem hún keypti í Gerðum, og byggði þetta hús sem við erum nú í. Unnið var af miklu kappi, byrjað um vorið og húsið vígt í september sama ár. Ikirnakór Tónlistarskólans flutti nokkur lög á hótiöinni. Kjurtun Ásgeirsson, umb(x)smaöur stúkunnur heidrar þrjá jélaga stúkunnar fyrirgód störf. Frá vinstri: Steinunn Siguröardótt- ir, borvardur Halldórsson ogSigrún Oddsdóttir. Félagar lögðu fram mikla sjálfboða- vinnu. Húsið var síðar endurbyggt árið 1947 í félagi við ungmennafé- lagið Garðar, sem starfaði hér í mörg ár og á að baki merka sögu. 1 tilefni af endurbyggingu hússins var hald- in hátíð. í ávarpi sem þáverandi æ.t. Jón Eiríksson flutti þar, segir meðal annars, að hús þetta sé með glæsi- legustu samkomuhúsum utan kaupstaða, ennfremur segir hann. , .Stúkan treysti sér ekki til fjárhags- lega að endurbyggja húsið ein, en var hinsvegar ljóst það nauðsynja- mál að hér væri svo gott samkomu- hús að þess vegna þyrfti fólk ekki að sækja skemmtanir í önnur byggðarlög." Síðar er ungmennafélagið var hætt störfum og fjármagn stúkunn- ar þraut, tók Gerðahreppur að sér rekstur og viðhald hússins, og þann 10. febrúar 1971 var undirritaður samningur milli St. Framför ann- arsvegar og hreppsnefndar Gerða- hrepps hinsvegar, þar sem stúkan afsalar sér eignarhluta sínum í hús- inu. í samningnum segir meðal annars:, .Gerðahreppur skuldbind- ur sig til, meðan fyrigreint sam- komuhús er nothæft til félagsstarf- semi, að tryggja einni undirstúku og einni bamastúku ókeypis húsnæði til allrar félagsstarfsemi. Falli starf annarrar eða beggja áðumefndra stúkna niður um tíma er fyrrgreind- ur réttur geymdur uns starf stúku eða stúkna er hafið á ný.“ Hér skal ekki gleymt að þakka hreppsnefnd Gerðahrepps fyrir hlýhug, skilning og velvild í garö stúkunnar fyrr og síðar, og þá ekki síst fyrir veitt fast fjárframlag síðast liðin 10 ár. Árið 1891 stofnar stúkan bama- stúkuna Siðsemd nr. 14 og hefur hún starfað óslitið síðan. Fyrsti gæslumaður hennar var uppeldis- FAXI 5

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.