Faxi - 01.01.1989, Qupperneq 6
dóttir séra Jens Pálssonar Anna
Siguröardóttir. En þau sem lengst
hafa gegnt því starfi eru: Einar
Magnússon skólastjóri Gerðaskóla í
30 ár, Una Guðmundsdóttir milli
25-30 ár og núverandi gæslumað-
ur, Sigrún S. Oddsdóttir, hefurver-
ið það í 27 ár. Framför er að sjálf-
sögðu vemdarstúka Siðsemdar,
hún hefur líka hugsað vel um þetta
óskabam sitt, veitt Siðsemd margs-
konar aðstoð og meðal annars lagt
henni til aðstoðargæslumann, sem
er ómetanlegt, og í áratugi hefur
Steinunn Sigurðardóttir fyrrver-
andi æ.t. í Framför gegnt því starfi.
Þó Framför hefði ekki afrekað ann-
að en að halda uppi þessu merki-
lega bamastarfi, þar sem áhersla er
lögð á að veita þekkingu um afleið-
ingar áfengis og tóbaksnautnar, og
bent á leið til að lifa heilbrigðu lífi,
þar sem kennt er að starfa í félags-
skap og fleira gott, hefði hún átt rétt
á sér í 100 ár.
Kunnugt er að Góðtemplarareglan
hefur frá öndverðu verið helsti fé-
lagsmálaskóli fyrir alþýðu manna,
og víða var Reglan fyrsti félagsskap-
urinn sem menn komust í kynni
við, og svo var það hér í Garöi, og
einnig sá sem menn lærðu mest af í
hagnýtu félagsstarfi. Áður er
minnst á leikstarfsemi stúkunnar
og í mörg ár fóru allar opinberar
skemmtanir fram á vegum hennar
og stundum í félagi við ungmanna-
félagið Garðar og kvenfélagið Gefn.
Stúkan hefur haft vináttusam-
band við margar stúkur í Reykja-
vík, Hafnarfirði, Keflavík og einnig
í Sandgerði og Grindavík þegar
stúkur störfuðu þar. Um árabil voru
heimsóknir tíðar milli stúknanna,
þó dregið hafi úr því á síðustu árum
vegna ýmissa ástæðna. Þá má nefna
að mörg stórmenni hafa heimsótt
stúkuna og auðgað fundi hennar og
hátíðir. Brottfluttir félagar hafa og
sýnt hlýtt hugarþel til hennar, og
hefur það komið fram á margan
hátt. Hér er sýnishom: TVö erindi
úr ljóði, sem send voru stúkunni á
einhverri afmælishátíð:
Set á borðid blað,
hrosandi sest með það
sudur í Garö vil ég svtfa.
Fram/íir ég ennþá ann.
Guð bið ég henni að hlífa.
Gleðilegt gœfuár
gefi þér Drottinn húr
auðgi þig blessunararði.
Vertu ú verði kyrr
vonglöð og trú, sem fyrr
fegursti fifill í Gatði.
Stúkan stofnaði hér tvo kóra,
karlakór og blandaðan kór, sem
störfuðu hér lengi, fyrst undir
stjóm Matthildar Finnsdóttur eig-
inkonu Einars Magnússonar og síð-
ar Steinunnar Steinsdóttur. Stein-
unn var einnig söngstjóri á fundum,
en er hún féll frá, tók við Halldöra
Halldórsdóttir. lir hún llutti úr
byggðarlaginu, tók við því starfi
Auður Tfyggvadóttir fyrrverandi
kirkjuorganisti og annaðist það
starf í báöum stúkunum um árabil
meðan heilsan leyfði. 25. október
1963 var stofnað ungtemplarafélag
stúkunnar Framför. Það starfaði
þannig að félagar í því voru í Fram-
för, en héldu sjálfstæða l'undi og
kusu sér stjóm. Því miður starfaði
þetta félag stuttan tíma, vegna
ýmissra breyttra aðstæðna, en var
nokkuð öflugt þann tíma, sem það
starfaði.
Framför hefur tvisvar staöið fyrir
námskeiðum í Hjálp í viðlögum og
ennfremur kom hún upp námskeiði
fyrir sjómenn til 30 tonna skip-
stjómarréttinda, var það mjög vin-
sælt og góð þátttaka. Framför hefur,
þegar hún hefur haft efni á, látið fé
af hendi rakna til ýmissra góðra
mála, nefna má til sundlaugarbygg-
ingar lamaðra og fatlaðra, Styrktar-
félag aldraöra og í öndunarmæli til
Heilsugæslu Suöumesja og fleira. Á
síðast liðnu ári gekkst stúkan fyrir
góðum fræðslufundi um samskipti
foreldra og bama í félagi við Æsku-
lýðsnefnd Kiwanisklúbbsins Hof.
Þar vom og afhent verðlaun fyrir rit-
geröarsamkeppni bama í eldri
bekkjum Gerðaskóla, sem stúkan
stóð fyrir. Árið 1982 hafði Framför
ásamt björgunarsveitinni Ægi for-
göngu um að halda fjölskyldu-
skemmtun á þjóðhátíðardaginn 17.
júní. Þessi tilraun tókst mjög vel, og
á næsta ári bættust fleiri félög við,
og nú í mörg undanfarin ár hafa öll
félögin í byggðarlaginu, sem eru 11
að tölu, sameinast um þessi hátíðar-
höld á þjóðhátíðardaginn. Hafa þau
heppnast svo vel að Garðbúar
skemmta sér allir heima þann dag.
Nokkrir félagar stúkunnar hafa
tekiö æðri stig Reglunnar, og sótt
þing og fundi, hafa þeir komið meö
áhrif til uppörvunar, fréttir og mál-
efni, sem rædd hafa veriö á fundum
stúkunnar.
Það lætur að líkum að á 100 ára
ferli stúkunnar hafa skipst á skin og
skúrir. Oft hefur starfið veriö með
blóma, stórir unglingahópar gengið
inn, og fundir tíðir. Ský hefur dreg-
ið fyrir. Fækkað hefur í stúkunni
bæöi vegna brottflutnings fólks,
skólagöngu unglinga utan byggöar-
lagsins, áhugaleysis og ef til vill
ekki síst hve tíöarandinn er breytt-
ur. Þá er það aö þegar fleiri félög
koma til sögunnar hér og einkum
eftir að stúkan hætti rekstri sam-
komuhússins og hætti að standa
fyrir leiksýningum og öðrum
skemmtunum minnkuöu umsvifln
af sjálfu sér fyrir utan fundahöld.
Skylt er að taka fram aö þau félög
sem hér er hugsaö til, eru allt góð og
þörf félög og stúkan fagnar hverri
viðleitni sem miöar að því að þroska
einstaklinginn og rækta það besta
og heilbrigðasta sem í hverri
manneskju býr.
Hér hefur verið farið fljótt yfir
sögu, og margt er ósagt, en það mun
óhætt að fullyröa að stúkan Framför
hefur á vissum tímum markaö djúp
spor í sögu þessa byggöarlags. En
stefnuskrá Góðtemplarareglunnar
er þannig aö mjög fáir taka þar
fullnaðarpróf. Það er fyrst og fremst
áfengisnautnin sem hún vinnur á
móti, hinni miklu eyðileggingu Iífs
og hamingju. Markmiö Reglunnar
er líka að ella hugsjónina um
bræðralag allra manna. Góðtempl-
arareglan vill vinna aö því, aö skapa
sambúðarhæfari einstaklinga, sem
vilja tileinka sér bræðralagshug-
sjónina og lifa eftir henni. Stúkan
Framför vill el'tir megni vinna að því
í sínu byggðarlagi að svo megi
verða.
Á 80 ára afmælinu voru stúkunni
send tvö falleg erindi, þau eiga eins
vel við í dag. Ég hef breytt þeim ör-
lítið til samræmis við þessi tíma-
mót. Ég læt þau verða lokaorðin í
þessari stuttu samantekt í tilefni al'
100 ára afmælinu.
VERKALÝÐS- 06 SJÓMANNA-
FÉLA6 KEFLAVÍKUR OG
NÁGRENNIS
Skrifstofa félagsins er að
Hafnargötu 80. Opið mánudaga til
fimmtudaga kl. 9—16, föstudaga
kl. 9-15.
Síminn er
15777
/ dagú þessum merku timamótum
skal minnast þeirra, er hófu merkið glœst.
Og búru fram til sigurs hugsjón húa,
sem hefur nú i löngu starfi rœst.
Jú, vormenn íslands vöklu þar á verði
um verðmœti, er hlutum við í arf.
Og lyfta þjóð ú þroskans fógru brautir
með þókk og virðing blessum þeirra starf.
Og lútum aldrei merkið fagra falla,
en fylkjum liði um þú hugsjón ntí,
er hefur lýst í öldina eina alla,
okkar byggð, i kœrleik, von, og trú.
Og meira að starfa, meira Ijós að fœra,
í mannheim þann, er höl og skuggar þjú.
Og biðjum Guð að gefa Reglu okkar,
grósku og líf, er blessun streymi frú.
6 FAXI