Faxi - 01.01.1989, Side 11
Oddur Einarsson:
,,Gott mannlíf í fallegum bœ“
Rœða í guðsþjónustu á nýársdag í Ytri-Njarðvíkurkirkju
Eilífi gæskuríki faöir, vér lyitum
hug vorum í auðmýkt og þakklæti
til þín og biðjum: Gef oss öllum náð
til þess að byrja nýtt ár í Jesú nafni.
Kenn oss að treysta gæsku þinni og
helga þér hvem dag með því að lifa
eins og elskuleg böm þín. Styrk oss
í samfélagi við þig og son þinn
Jesúm Krist frelsara vom. Amen.
Á þessu nýbyrjaða ári sé náð og
friður með yður frá Guði föður og
Drottni vomm Jesú Kristi. Amen.
Áramótin em mikill atburður í lífi
hvers manns. Árin sem við lifum
hér á jörð em ekki þaö mörg, jafnvel
þótt við miðum við meðal manns-
æfi. En enginn veit sína æfina fyrr
en öll er, og þótt vissulega sé það
þeim okkar sem eldri em ofar í
huga, þá er ekki síður ástæða fyrir
okkur sem _yngri emm að líta yfir
farinn veg. Áramótin ættum við ein-
mitt að nota til að rannsaka okkur
sjálf, reyna að leggja hlutlægt mat á
gjörðir okkar, að s vo miklu leyti sem
það er okkur unnt. Vissulega mun
slík rannsókn leiða í ljós að ekki er
allt svo gott sem vera skyldi, en að
þeirri niðurstöðu fenginni skyldum
við reyna að læra af mistökunum og
gera betur á næsta ári. Sjálfsgagn-
rýni er eiginleiki sem er hverjum
manni hið nauðsynlegasta tæki til
að geta staðið undir því að kallast
kristinn maður. Enda sjáum við hve
ríka áherslu Kristur lagði á það að
menn gagnrýndu sjálfa sig. Hann
kallaði þá hræsnara sem það gerðu
ekki. Munum eftir dæmisögunni
um flísina og bjálkann. Sú dæmi-
saga er sjálf ágætt dæmi um það
auðuga líkingamál og þær sterku
andstæður sem Kristur notaði í lík-
ingum sínum áheyrendum sínum til
skilningsauka á boðskapnum. Við
getum öll séð fyrir okkur mann sem
hefur fengið flís í auga og við getum
gert okkur í hugarlund hve sársauk-
inn hlýtur að vera yfirþyrmandi
þrátt fyrir að flísin sé svo örsmá að
hún verði varla greind með berum
augum, en hugsum okkur þann
sem stendur með stærstu tegund af
bjálka, heilan trjábol út úr auganu
og fjargviðrast yfir hinni örsmáu flís
sem náungi hans hefur fengi í auga
sitt. En sjálfsgagnrýni er eins og
fleira, góð í hófi en getur orðið hið
mesta skaðræði ef henni er beitt of
harkalega. í rauninni má segja að
hún verði að haldast í hendur við
sjálfstraust og hæfilegur skammtur
af hvoru um sig sé hið rétta, hvorugt
má hins vegar án hins vera því óheft
sjálfstraust án sjálfsgagnrýni gerir
menn algerlega óþolandi svo ekki sé
meira sagt. En Jesús Kristur var
ekki fyrstur til að kenna mönnum
að skoða sjálfan sig, það gerðu allir
miklir lærimeistara. Sókrates
kenndi að þeir sem sigra vildu
heiminn, skyldu byrja á að sigra
sjálfa sig. Þekktu sjálfan þig, sagði
nann. Og t ritum hins helga manns
Gautama, sem seinna var kallaður
Búddha segir: Sé manni annt um
sjálfan sig, skal hann hafa nánar
gætur á sjálfum sér... Sérhver sá
sem kenna vill öðrum, skyldi fyrst
tileinka sér það sem rétt er. Breyti
maður sjálfur eins og hann kennir
öðrum að breyta, þá getur hann
stjórnað öðrum, þegar hann hefur
taumhald á sjálfum sér, en að temja
sjálfan sig er þrautin þyngsta.
En lítum til baka í því skyni að
reyna að meta hvort við höfum
gengið til góðs götuna fram eftir veg
eins og segir einhvers staðar og
hvort við megum læra eitthvað af því
sem við höfum aðhafst eða orðið
áskynja um á vegferð okkar. Þetta
síðasta ár, sem nú er liðið í aldanna
skaut hefur á margan hátt verið
okkur íslendingum gott og hag-
stætt, en að öðru leyti hefur það ver-
ið okkur erfitt. Sagt hefur verið að
það þurfi sterk bein til að þol góða
daga og víst er, að á erfiðleikum
okkar Islendinga er ekki orð ger-
andi, þeir mælast einfaldlega ekki á
mælikvarða þeirra þjóða sem raun-
verulegt mótlæti þurfa að þola. En
við erum góðu vön og því getur hið
minnsta mótlæti orðið okkur hin
mesta kvöl. Við erum þess alls óvið-
búin að takast á við það. Það hlýtur
að vera öllum hugsandi mönnum
skömm og svívirða að hlýða á þann
FAXI 11