Faxi - 01.01.1989, Side 13
frekasti iðnaður í heimi fiskeldið
raðar sér niður á okkar landssvæði.
f’ar ber að vísu einn skugga á sem
eru mengunarvandræði okkar hér á
norðanverðum skaganum, en lausn
a því máli er komin í höfn og með
því fáum við aðgang að ferskvatns-
geyminum sunnar á skaganum án
þess að við verðum að kosta til þess
stórfé sem við þó hefðum þurft að
gera fyrr eða síðar þótt þetta meng-
unarslys hefði ekki átt sér stað og þá
algerlega á eigin kostnað.
En öll þau góðu skilyrði sem hér
hefur orðið svo tíðrætt um eiga sér
eðlilegar skýringar. Öll sú þjónusta
sem við getum boðið íbúum okkar
stafar af því að með sveitarfélögun-
um sjö hér á skaganum hefur tekist
tttikið og gott samstarf. Þetta sam-
starf er grundvöllur þess að svo vel
hefur tekist til, og án þess værum
Vlð miklu ver sett á flestum sviðum.
i’essu megum við aldrei gleyma og
Þeir framsýnu menn sem lögðu
drög að því samstarfi eiga miklar
þakkir skildar. Það er reyndar svo
að við erum eins og sjö skipshafnir
tttjög misstórra skipa sem hafa
ákveðið að hafa með sér víðtæka
samvinnu vegna þess að þeim er
það ljóst að hagsmunir allra skip-
verjanna á öllum sjö skipunum eru
tttiklu betur tryggðir með því, hag-
sæld þeirra allra eykst, en jafnframt
er fullljóst að vegna þess hve skipin
eru misstór eykst hagsæld þeirra
tuinnstu mest, ávextir samstarfsins
eru oft á tíðum ávextir sem þeir
hefðu ella alls ekki haft efni á að
veita sér. Og við megum heldur ekki
gleyma að árangur hverrar skips-
hafnar byggist á því að það sé valinn
tttaður í hverju rúmi og sá sem
stendur við stjómvölinn þekki sína
menn og beri umfram allt hag hvers
einasta þeirra fyrir brjósti og ekki
síður að hann þekki sjálfan sig.
Ég vitnaði áðan í ummæli Krists,
og í ummæli spakra manna því til
stuðnings, að það sé manninum
hollt að læra að þekkja sjálfan sig.
Sú vitneskja er auðvitað fyrsta
skrefið í þá átt að skapa
mikilmenni, því það getur enginn
orðið nema hann gjörþekki sjálfan
sig, og þegar hann hefur lært að
þekkja sjálfan sig þá stigi hann
fyrsta skreftð til að breyta sjálfum
sér í það sem hann hefur eftir
rækilega sjálfsskoðun komist að að
hann vill vera. Og þá komum við
aftur að áramótunum. Ég sagði að
áramótin væm kjörinn tími til að
setjast niður og hugleiða farinn veg,
gera þá leiðréttingu sem gera þarf á
stefnunni. Sögð hefur verið saga.
Hugsun okkur mann sem er á ferð á
sleða yfir ísilagða auðn að vetri til.
Hann hefur engin kennimerki til að
fara eftir sem ömgg em og reiðir sig
því á áttavitann sinn. Hann skiptir
ferð sinni niður í áfanga og eftir
hvem þeirra sest hann niður hvílir
sig og reiknar út eins nákvæmlega
og honum er unnt, hvar hann er
staddur og hvert hann stefnir. Það er
nákvæmlega þetta sem við skyldum
gera. Enginn er svo stefnufastur að
hann beri aldrei eina einustu gráðu
af leið, og við vitum að aðeins örsmá
skekkja getur leitt til þess, ef við
ekki leiðréttum hana, að við
komum á allt annan áfangastað en
við hugðum. Allt þetta tal skyldi
minna okkur á hversu nauðsynlegt
það er okkur, ef við viljum þroskast
að viti og kærleika, vaxa með
erfiðleikunum, taka framfömm, að
við setjumst niður reglulega fömm
yfir það sem gert er og metum gildi
þess, einnig hins mótdræga og
erfiða.
Við Njarðvíkingar höfum átt
miklu láni að fagna undanfarin ár.
Okkur hefur skilað vemlega áleiðis
í þeirri viðleitni okkar að búa svo í
haginn að hér þrífist gott mannlíf í
fallegum bæ. Bærinn okkar er óð-
um að stækka og hér hefur fjölgað
meira en annars staðar bæði vegna
fæðinga og aðflutts fólks. Við höf-
um öll skilyrði til að vöxtur okkar og
viðgangur verði viðvarandi ef við
kunnum að spila úr þeim verðmæt-
um sem okkur falla í skaut.
Ég vil leyfa mér að þakka ykkur
öllum og öllum Suðumesjabúum
fyrir ykkar þátt í að gera árið 1988
að enn einu uppgangsárinu á Suð-
umesjum, við göngum öll á vit nýs
árs með gott vegamesti og í sam-
ræmi við það góða sæði sem við höf-
um sáð munum við sameinuð upp-
skera ríkulega.
Ég óska ykkur og öllum Suður-
nesjamönnum gleðilegs árs.
Amen.
Tilkynning frá
Vélstjórafélagi Suðurnesja
Skrifstofa félagsins er flutt að Tjarnargötu 2
(hús Bústoðar)
Skrifstofutíminn verður sem áður milli kl. 16 og 18
mánudaga til fimmtudaga. Síminn er 11358.
Stjórnin
FAXI 13