Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1989, Síða 14

Faxi - 01.01.1989, Síða 14
„GUÐ LATI BJARM- ANN GOTT Á VITA“ Ávarp Ólafs Odds Jónssonar á stofnfundi Bjarma, félags um sorg og sorgarferli á Suðurnesjum Góðir fundarmenn. Ég vil í upphafi bjóða ykkur öll velkomin til þessa stofnfundar, Bjarma, félags um sorg og sorgar- ferli á Suðumesjum. Við væntum þess að þetta félag verði Suðtrr- nesjamönnum til blessunar og bregði bjarma á þann sorgarferil sem fylgir því að missa ástvini. Ástæðan fyrir stofnun félagsins er margþætt. A sfðastliðnu vormisseri gengu þung áföll yftr byggðarlagið. I kjölfar þess vildum við prestamir á svæðinu kanna hver þörfin væri á stofnun félags um sorg og sorgar- ferli. Við höfðum frétt af Samtökum um sorg og sorgarviðbrögð í Reykja- vík, auk þess hafði Þröstur Stein- þórsson prestur Aðventista, verið með sorgarhópa hér syðra og haft samvinnu um það við starfsfólk á sjúkrahúsinu í Keflavík. Við boðuð- um síðan kynningarfund s.l vor, sem sýndi að þörfin var brýn. í framhaldi af honum vom þrír sorg- arhópar starfandi, tveir í Keflavík og einn í Njarðvík. Ég leyfi mér að fullyrða að starf þessara hópa gaf góða raun. En til þess að kanna enn betur þörf og áhuga fólks boðuðum við á ný kynningarfund í haust, þar sem ákvörðun var tekin um félags- stofnun nú í janúar. Það er ekki fyrr en á allra síðustu áratugum að athyglin hefur beinst að ástvinamissi sem rannsóknar- efni. Ástæðuna má eflaust rekja til gjörbreyttra þjóðfélagshátta. Að- hlynning og þjónusta við manninn hefur í aldanna rás farið fram innan veggja heimilanna. Fæðing og dauði átti sér stað á heimilinu svo fólk var frá blautu bamsbeini í náinni snert- ingu við upphaf og endi lífsins. Nú hafa sjúkrahús og stofnanir veg og vanda af þeirri þjónustu. Jafnframt er ljóst að byltingar á starfsháttum kvenna og karla, kallar á nýjar lausnir. Maðurinn hefur einnig fjar- lægst náttúm og lífríki. Bæjar- og borgarlíf á tölvu- og tækniöld gera hann í vaxandi mæli að óvirkum þátttakanda, sem er ekki eins vel í stakk búinn að takast á við áföll lífs- ins. 1942 brann næturklúbburinn Cocoanut Grove í Boston í Banda- ríkjunum. Nær 500 manns fómst í bmnanum og margir hlutu alvarleg sár. Geðlæknirinn Erich Linde- mann vann á þessum tíma við sjúkrahús í Boston. Þangað var komið með marga af þeim sem lifðu af og aðstandendur þeirra sem misstu ástvini sína. Lindemann, sem er upphafsmað- ur þess að rannsaka skipulega sorg og sorgarviðbrögð, tók eftir því að sjúklingamir fylgdu ákveðnu ferli þegar þeir bmgðust við áfallinu og ástvinamissinum. Hann tók m.a. eftir því að þeir sem grétu, hrópuðu, örvæntu eða vom reiðir eftir áfallið náðu sér fyrr, auk þess sem þeir fengu ekki síðar kvíða- eða þung- lyndisköst. Þeir sem aftur á móti vom rólegir og agaðir fyrst eftir áfallið og virtust taka því af yfirveg- un þeir fengu oft sálræna kvilla eftir á, sem stóðu lengi yfir. Mörgum ár- um eftir slysið fengu þeir „óskiljan- leg“ þunglyndisköst. Það leið lang- ur tími þar til menn skildu sam- hengið. Bmninn vakti hræðslu, reiði og örvæntingu, en sumir gátu ekki MUNIÐ ORKU- REKNINGANA Eindagi orkureikninga er 15. hvers mánaðar. Látið orkureikninginn hafa forgang Hitaveita Suðurnesja látið þessar tilfinningar í ljós, held- ur lokuðu þær inni. En síðar komu þær fram eða reyndu að brjótast fram. Erich Lindemann vann merka rannsókn á viðbrögðum fólks við áföllum (kreppum) bæði í sam- bandi við atburðinn í Boston og eins í seinni heimsstyrjöldinni. Sorgarsyndrómið, eða samansafn einkenna sem koma fram í sorg, er dæmi um sálræna kreppu. Flestir bregðast við á svipaðan hátt og flest- ir sjúklingar Lindemanns fengu eft- irfarandi einkenni: 1) Líkamleg vanlíðan 2) Tilfinningalífið breyttist. Tilfinningadofi. Syrgjandinn var upptekinn af hinum látna. 3) Önnur kreppueinkenni voru: a) Sektarkennd b) Pirringur, reiði og eiróarleysi Það er ljóst að félag eins og Bjarmi verður að sækjast eftir haldgóðri þekkingu á sorgarferlinu. Við höf- um notið leiðsagnar samtakanna í' Reykjavík og þeirra sem þar starfa, t.d. Páls Eiríkssonar, geðlæknis og sr. Sigfinns Þorleifssonar og kunn- um þeim bestu þakkir fyrir. í haust var hér á vegum samtak- anna kunnur breskur geðlæknir og fræðimaður um sorgina dr. Colin Murray Parkes. Hann hélt fýrir- lestra og námskeið. Dr. Parkes hef- ur m.a. skrifað bækur um ástvina- missi og bata eftir missi, bækur sem nefnast á ensku: Bereavement (Pelican, London 1975) og Recovery from Bereavement (Basci Books, New York 1983). Allir eru á einu máli um að það sé eðlileg og heilbrigð viðbrögð ef sorg- in fær að vinna sitt verk. Mesta hættan er fólgin í því að heft sorg skapi sálræn og líkamleg sjúkdóms- einkenni. Þetta kemur heim og saman við speki Hávamála þar sem segir: ,,Sorg etur hjarta ef þú segja né náir einhverjum allan hug.“ Það skiptir máli að gera sér grein 14 FAXI

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.