Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1989, Síða 15

Faxi - 01.01.1989, Síða 15
fyrir missinum, finna fyrir sársauk- anum og byrgja ekki tilfinningamar 'nni, jafnvel þótt mönnum sé „tregt tungu að hræra“, eins og Egill Skallagrímsson orðaði það eftir son- armissinn. Mörgum reynist erfitt að aðlagast umhverfi án ástvinar. Fólk hefur á orði að það geti aldrei sætt sig viö umhverfi sem er án hins látna og það vilji ekki taka þá áhættu að láta sér þykja vænt um aðra manneskju. Hjá mörgum má finna óttann við einsemdina. Dr. Parkes sagöi að það væri bæði hægt að hjálpa fyrst og eftir missi þd. þeim sem eiga dauðvona ætt- lngja. Mikilvægt er að gagnkvæmur stuðningur myndist innan tjöl- skyldna þegar dauðinn knýr dyra. kn á því vill verða misbrestur. Lífaldur fólks lengist óðum og er mjög hár á íslandi, karlar verða nú að meðaltali tæplega 74 ára og kon- ur tæplega 80 ára. Langur lífaldur klur það í sér að fólk kemst yfirleitt seint í kynni við dauðann. Dauði barns þykir nú uggvænlegur, en áð- ur fyrr gerðu stórar fjölskyldur ráð fyrir því að missa einhver bam- anna, þar sem dauðsföll vom al- tnennari þá. Menn hugsuðu sem svo: ,,Þeirverðaaðmissasemeiga“. Þegar tekist er á við sorg og sorg- arferlið er nauðsy nlegt að nýta bæði fræðilega þekkingu og reynslu þeirra sem hafa misst. Það er án efa fétt hjá Páli Eiríkssyni, geðlækni, að félög sem Bjarmi þurfa að starfa undir vissri verkstjóm. Ég tel því brýnt að við séum í góðum tengsl- um við lækna og heilsugæslufólk og gætum þess að dreifa þeim verkefn- um sem af starfinu skapast. Það er nauðsynlegt að algjör trúnaður ríki tnilli þeirra sem em í félaginu. Félagið má heldur ekki leggja áherslu á að missir eins verði öðmm bjálp. Sú hætta er fyrir hendi í félagi syrgjenda. Við ætlum okkur ekki að fara sömu leið og farin hefur ver- tð í s’ambandi við meðferð á drykkjusýki. Einmitt í þessum efn- úm er þörf á verkstjóm og eins þeg- ar stuðningsaðilar em valdir. Þeir verða að hafa lokið sínu sjúkdóms- ferli. Af fenginni reynslu er ljóst að sumir valda því ekki að vinna í hóp. beim verður að sinna sem einstakl- 'ngum og vísa til sérfræðinga, ef svo ber undir. Fagmennska skiptir afar ntiklu máli og sé hún ekki nýtt er hætt við að margt fari úrskeiðis. Eftir að hafa lesið mér til um CRUSE samtökin í Bretlandi geri ég ntér betur ljóst að rétt viðbrögð við ntissi eru einnig fólgin í ýmsum hagnýtum atriðum sem geta verið af ntargvíslegum toga. Það er nauð- synlegt að veita hagnýta aðstoð sem auðveldar sorgarvinnuna og leita til réttra aðila í því sambandi. Félagið Bjarmi mun virða trúar- og lífsskoðanir fólks og reynt verður að mæta fólki eins og það er. Mikilvæg- ast af öllu er að vera til staðar, deila sorginni með syrgjandanum og reyna að hlusta og skilja. Með því að styðja viðkomandi, hjálpa honum að losa um þau bönd sem bundu hann við hinn látna, gera honum kleift að takast á við sorgina og mynda ný sambönd, verður maður að mestu liði. Það er nauðsynlegt að vera vel vakandi gagnvart þeim sem sýna lítil sorgarviðbrögð. Undir niðri geta þeir verið spenntir og hræddir og gripið til afdrifaríkra aðgerða. Það sem syrgjandinn hefur fyrst og fremst þörf fyrir er ekki að vera róað niður. Hann þarf hjálp til að sætta sig við sársauka sorgarinnar. Hann er knúin til að vega og meta sam- band sitt við hinn látna, vitsmuna- lega og tilfinningalega, og átta sig á eigin viðbrögðum t.d. reiði. Óttann við að missa vitið, árásargimi og reiði út í aðra, verða menn að takast á við. Menn verða að tjá sorg sína og tilfinningar yfir missinum. Menn þurfa að viðurkenna bæði jákvæðar og neikvæðar hliðar á sambandinu við hinn látna, láta í ljós sektar- kennd og læra að umgangast nýtt fólk. Flestir klára þetta erfiða verkefhi sjálfir eða með hjálp vina og vanda- manna. Aðrir þurfa á hjálp að halda. 5-10 samtöl á 4-6 vikum geta hjálpað viðkomandi mikið. Sorgarhópamir sem störfuðu hér s.l. vor komu saman einu sinni í viku, fimm vikur í röð. Vonandi leiðir Bjarminn fólk inn í birtuna, þar sem tekist er á við lífið og tilveruna í von og trúartrausti. í rauninni er eitt af markmiðum fé- lagsins að gera það óþarft, þótt það sé reyndar fjarlægt markmið í heimi þar sem menn fæðast, lifa, missa og deyja. Það er ekkert athugavert við það að fólk gangi í félagið og fari síðan úr því, ef því er að skipta. Starfsemi þess verður án efa mest þegar þörfm er brýnust. Dr. Colin Murray Parkes hefur sagt að það sé hægt að lýsa sorginni og fræðast um hana og þegar það sé gert þá sé hún heillandi eins og hvert annað mannlegt fyrirbrigði. Félagið sem slíkt, þarf því ekki að vera dapurlegt, enda er það Bjarm- anum merkt, sem til birtunnar leið- ir. En þeir sem eiga þar áningarstað geta án efa tekið undir með skáld- inu er það segir: , ,Ef þú leitar inn í sorg þína muntu finna hroka þinn gagnvart mótlætinu, verða lítill í miklum sársauka og síðan auðugur af ró og auðmýkt." (Vésteinn Lúð- víksson: Maður og haf). Guð láti Bjarmann gott á vita. FAXI 15

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.