Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.01.1989, Qupperneq 17

Faxi - 01.01.1989, Qupperneq 17
KOSTIR OG GALLAR hLUTAFÉLAGSINS? I fréttaritinu Raforka, er samband íslenskra rafveitna gefur út er að finna athyglisverða grein eftir Johan Ekwall frá Södertálje um það fyrirbæri f Svíþjóð, þegar rafveitum sveitarfélaga hefur verið breytt í hlutafélög. Með hliðsjón af þeim breytingum sem átt hafa sér stað f samstarfi SSS má telja að mörgum kunni að þykja þessi grein áhugaverð. RAFORKA Á aðalfundi SÍR 1988 var eitt við- fangsefnið að gera grein fyrir kost- uni þess að breyta rekstrarfyrir- komulagi raforkuveitna. Hvergi hefur breyting orkuveitna sveitarfélaga í hlutafélög verið jafn hörð og í Svíþjóð. Johan Ekwall fjármálastjóri Tblga Energi AB í Södertalje var fenginn til að flytja erindi um málið. Hafði hann m.a. þetta að segja. Til áramóta 1987-1988 var veitan rekin sem bæjarfyrirtæki. l’á var Orkuveitu Södertalje, fimmtu stærstu orkuveitu Svíþjóða, breytt í Tblga Energei AB. Um hálft ár tók að undirbúa og breyta Orkuveitu Södertalje í hluta- félag. Gerðist það með traustum stuðningi stjómmálamanna úr mörgum flokkum. Andstaða var lít- il. Af 330 veitum í Svíþjóð em 100 reknar sem opinber fyrirtæki, 150 sem hlutafélög. Stjóm bæjarstofnunar fær umboð sitt úr höndum bæjarstjómar. í hlutafélagi fer aðalfundur með æðsta vald. Þessi skipan þýðir í framkvæmd að bæjarstjóm ákveður hver fari með umboð bæjarins á aðalfundi. Stjóm hlutafélagsins fer með stjóm fyrirtækisins, ekki hlut- hafinn. í hlutafélögum em ákvæði um umboð og ábyrgð stjómar og framkvæmdastjóra. Hverjír eru kostir hlutafélagsins? Kostur þess að félagið er sérstakt og afmarkað fyrirtæki er að ákvarð- analeiðir styttast mjög. Fram- kvæmdastjóri tekur langflestar ákvarðanir um rekstrarmálefni. Stefnumörkun er í höndum stjóm- ar. Em báðir aðilar ábyrgir fyrir gerðum sínum. Um rekstur á vegum sveitarfélags gilda ákvæði sveitarstjómarlaga. bau em ekki ströng og nákvæm eins og hlutafélagalögin. Bæjarfyrirtæki er ekki ijárhagsleg heild og á ekki eignir sjálft. Þær em hluti af heild- areign bæjarfélagsins. Eign hluta- félags er hinsvegar aðskilin frá eign- um bæjarfélagsins. Það þýðir að eignamyndun verður á því afmark- aða sviði, þar sem þær hafa orðið eða verða til. Ábyrgðin á því hvemig tryggja skuli reksturinn verður því hrein og klár. Þegar hlutafélag og sveitarfélag eru aðskildir aðilar að lögum verður hvorki um dulda skatta á viðskiptamenn né um óleyfilega niðurgreiöslu gjaldskrárliða að ræða. Hæfni fyrirtækisins að hrinda hlutum í framkvæmd er betri en áð- ur. Ákvömnarleiðir em milliliða- lausar. Nú er hægt að breyta fyrir- tækinu og samþykkja fjárhagsáætl- un án þess að fara með málið fyrir bæjarstjóm. Eftir að fyrirtækinu var breytt í hlutafélag hefur Telge Energi fengið fulla ábyrgð á allri starfseminni í sínar hendur. Fjárhagur er aðskilinn frá bænum og ekki hætta á að tekj- um, annarsvegar frá raforkukaup- endum og hinsvegar frá skattgreið- endum sé hrært saman. í Tblge Energi er að því stefht að reka fyrirtækið með góðum við- skiptablæ. Stefnan er að velja þá að- ferð við hvert verk, sem er í senn fjár- hagslega og almennt hagkvæm. Stjóm fyrirtækisins ber í hverju máli að hugsa um það sem því er fyrir bestu. í bæjarfélagi er hætt við að jafnvel sjálf veitustjómin ákveöi það sem kemur bæjarfélagi betur en því verkefni sem hún er sett til að stjóma. Ástæðan getur t.d. verið til- lit til pólitískra hagsmuna. í heild hefur það verið Tblge Energi til góðs að hafa alla stjóm fyrirtækisins sjálft með höndum. Það hefur tekist með hagræðingu, tölvutækni og góðu og samhentu starfsliði. Aðferð bæjarins við gjaldfærslu á þjónustu var ekki reist á viðskipta- legum forsendum. Stofnun Tblge Energi auðveldar fyrirtækinu að afla starfsliðs. Ástæðan er að launamál em sveigj- anlegri en áður. Það ásamt ýmsum aðgerðum í starfsmannahaldi hefur gert fyrirtækið að eftirsóttari vinnu- stað. Hverjir eru þá gallar hlutafélagsins? Vinna við starfsmannamál, fjár- málastjóm og ýmsa aðra stjómun- arþætti hafa vaxið. Kostur bæjar- reksturs með sameiginlegan sjóð og áætlun um greiðslugetu hverfur þegar hlutafélagið hefur sjóð út af fyrir sig. í Södertalje hefur samt tekist að halda í nokkra kosti fyrra rekstrar- forms. Við höfum tekið upp sameig- inlegan sjóð (bæjar og rafveitu) svo sem um fyrirtækjasamsteypu væri að ræða. Með því móti má nýta góða sjóðsstöðu svo sem frekast er unnt. Samkvæmt samningi bæjarfélags okkar og hlutafélagsins skal gjald- skrá ákveðin af bæjarstjóm að fengnum tillögum hlutafélagsins. í samningnum er tekið fram að gjald- skrá megi ekki hækka meira en svarar til verðbólgu (hitaveitugjald) og hækkunar á innkaupsverði (raf- magn). Bæjarstjóm hefur með þessu tak- markað vald stjórnar hlutafélagsins með þeim hætti að vafamál er hvort það standist gagnvart hlutafélaga- lögum. Stjóm hlutafélagsins er ábyrg en ekki hægt að sækja bæjar- stjóm til ábyrgðar ef þetta leiðir til of lágrar verðskrár. Hlutafélagið hefur haft marga kosti bæði fyrir Tblge Energi og bæj- arfélagið. Mikilvægast er kannski hlutafélagsins vegna að stjóm og framkvæmdastjórn þarf nú ein- göngu að hugsa um hvað sé best fyr- ir hlutafélagið, þ.e. fyrir viðskipta- vinina. Starfsmenn fyrirtækisins em ánægðir með þær breytingar sem á fyrirtækinu hafa orðið. Ég tel að við séum á réttri braut. Johan iikwall FAXI 17

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.