Faxi - 01.01.1989, Qupperneq 20
GRINDAVIKURSKOLI
Eins og áður sagði, þá er það
Grindavíkurskóli sem við fjöllum
fyrst um. Reglulegt skólahald hófst
í Grindavík árið 1888 og var þá
kennt á þremur stöðum í hreppn-
um. Hér á eftir grípum við niður í
ræðu, er Halldór Ingvarsson, er þá
var settur skólastjóri, flutti á 100 ára
afmælinu.
Forgöngumaður að bamakennslu
í Grindavík var séra Oddur V.
Gíslason sem var sóknarprestur í
Grindavík 1878-1894, þjóðkunnur
fyrir brautryðjandastarf í slysavöm-
um og fleiri menningar og nytjamál-
um. Til kennslu fékk séra Oddur
Pétur Guðmundsson sem fæddur
var í Langholti í Flóa 17. maí 1858
og brautskráðist frá Möðruvalla-
skóla 1886. Til að bregða upp betri
mynd af því hvemig búið var að
bamafræðslunni á þessum tíma, og
að hverju þeir menn gengu, sem
lögðu kennslu fyrir sig, ætla ég að
lesa hér skýrslu sem séra Oddur
sendi stjómvöldum og er auðsæi-
lega umsókn um framhaldsstyrk.
,,Barnafrœdsla í Grindavík hefur
ad undanfornu, eins og menntun
og menning yfirhöfud, veriðmjögú
eftir tímanum ogekki verið hœgt að
koma á skóla fyrirbörn, þar þeir er
mest megnuðu vildu ekki styðja að
því. Loks tókst mér d vetrarvertíð
1887 að fá nokkra bœndur til að
gefa hlut afskipi í eitt skipti, ogsjó-
menn, einkum utanhreppsmenn
studdu mikið með þvi að gefa
nokkra fiska hver. I’annig söfnuð-
ust saman ca. 100 kr., sem lagt var
til grundvallar fyrir kennslustofn-
un þessari. Við þessar 100 kr. úr
IVtur Ouömundsson, fyrsti barnakenn-
urinn í Orindavfk.
Thorkillii sjóði, og var þannig ráð-
ist íað byrja kennslu i haust 1888.
En til þess að hafa von um góðan
árangur eftir kringumstœðum og
ástandi íbúa hér og fáfrœði og aga-
leysi barnanna, var fyrsta skilyrðið
að fá œfðan, duglegan og reglu-
saman kennara.
Að ráði síra Jens Pálssonar á Út-
skálum og kennara þar herra Óg-
mundar Sigurðssonar, réði ég til
kennslunnar Kealstúdent Pétur
Guðmundsson, sem ha/ðiárið áður
verið kennari við barnaskólann í
Garði, og reyndist hann, eins og
þeir œtluðu, hinn hœfasti. Var
hann ráðinn frá 10. október 1888 til
1. febrúar 1889.
Fyrir ákveðið kaup..... 120 kr.
auk húsnœðis og fœðis .. 141 kr.
og varð þannig kostnaður
við kennarann..........261 kr.
Bœkur, ritfong og borð til kennsl-
unnarþurfti að kaupa, en húsvoru
léð leigulaust.
Til tryggingar vitnisburði og áliti
um framfor fékk ég síra Brynjúlf
Gunnarsson í Kirkjuvogi til að vera
prófdómari ásamt mér.
Kennsla og próf fór fram eins og
skýrt er frá í skýrslu kennarans
Péturs Guðmundssonar og með-
fylgjandi vitnisburðarskirteini 28.
febr. þessa mánaðar. (Einkunna-
skýrslunni er sleppt hér).
Eins og kennarinn hafði sýnt sér-
Opið á laugardögum kl. 14-16.
Aörir tímar eftir samkomulagi.
Upplýsingar í símum 13155, 11555 og 11769.
20 FAXI