Faxi - 01.01.1989, Síða 30
Skúli Magnússon:
Sjóslysaannáll
Keflavíkur
28 • hluti
1971
Leki kemur að
Útey KE116
Aðfaranótt, laugardagsins 16.
janúar 1971, erv.b. Útey KE 116, var
stödd 27 til 28 sjómílur NV af Garð-
skaga, kom mikill leki að bátnum.
Var báturinn þá á heimleið úr róðri.
Um kl. tvö um nóttina hafði Útey
samband við vitaskipið Árvakur,
sem hélt til móts við Útey. Mættust
skipin um kl. fimm um morguninn.
Höfðu þá dælur í Útey stöðvast en
skipverjar jusu sjónum með fötum.
Tveir bátar, Rán AK og Manni KE
99, fylgdust allan tímann með Útey.
Er Árvakur kom voru settar dælur
um borð í Útey og var dælt úr bátn-
um í fimm tíma. Um kl. tíu, að
morgni 16. janúar, var haldið af stað
til Keflavíkur. Þangað var komið um
kl. sex síðdegis. Landað var átta
tonnum af fiski úr Útey og báturinn
síðan tekinn upp í Dráttarbrautina í
Njarðvík. Kom þá í Ijós, að hann
hafði slegið úr sér, þéttingar losnað
á milli planka í byrðingnum.
Útey var sjötíu lesta eikarbátur, í
eigu Útvarar hf. í Keflavík. (Aðaleig-
endur voru: Jón og Guðlaugur
Tómassynir, Halldór Ibsen og Örn
Ingólfsson, allir búsettir í Keflavík).
(Mbl. 17. jan. 1971: „Leki í m.b.
Utey“.
Suðurnesjatíðindi 22. jan. 1971:
„Leki kom að Utey“).
Eldur í Bergvík KE 55
Um kl. fjögur, laugardaginn 15.
maí 1971, er Bergvík KE 55 var á
siglingu um tuttugu sjómílur norður
af Eldey, kom upp eldur í vélarrúmi
bátsins. Vélstjórinn, Sigurbjörn
Jónsson, bjargaðist naumlega upp
stigann upp í stýrishús. Brenndist
hann á höndum og fótum, en krafta-
verk þótti að ekki hlaust verra af.
Skipverjar á Bergvík réðu ekki við
eldinn og kölluðu því á hjálp. Fljót-
lega kom v.b. Guðrún Guðleifsdóttir
frá Hnífsdal til aðstoðar. Unnu skip-
verjar síðan í sameiningu að
slökkvistarfi. Réðu þeir niðurlögum
eldsins eftir um það bil klukkutíma.
Bátarnir héldu síðan til Keflavíkur
og kom þar í Ijós, að skemmdir voru í>
miklar á Bergvík, einkum í vélar-
rúmi.
Bergvík KE 55 var 71 lest að
stærð, smíðuð úr eik í Danmörku
1959. Eigandi var Hraðfrystihús
Keflavíkur hf. Bergvík var seld
nokkru síðar en frystihúsið keypti
gamlan togara, sem einnig hlaut
nafnið Bergvík.
(Þjóðviljinn 18. maí 1971: ,,Logaði í
vélstjóranum þegar hann kom upp úr
vélarrúmi“.
Árbók SVFÍ 1972, bls. 83).
Freyfaxi hætt kominn
Þegar skipverjar á Freyfaxa KE
10 komu til Grindavíkur 21. júni
1971, og ætluðu í róður, var bátur-
inn orðinn hálffullur af sjó, þar sem
hann lá við bryggju. Var sjór þá kom-
inn upp á miðja vél bátsins. Gerðist
þetta um kl. hálf tíu árdegis. Kom
Slökkvilið Grindavíkur, að beiðni
bátsverja, og dældi bill þess sjón-
um úr Freyfaxa. Tók það tvo tíma.
Gekk það ágætlega og var báturinn '
Dæmigerð vertíðarmynd tekin af Vatnsnesklettunum í Keflavík á
sjöunda áratug aldarinnar. Þá var það enn alsiða að bátafloti
Norðlendinga og Austfiröinga flykktist á vetrarvertíð til Suðurnesja.
Bátarnir á myndinni eru Heimir SU 100 og Guðfinnur KE 32.
Ljósm. Heimir Stígsson.
30 FAXI