Faxi - 01.01.1989, Page 33
gengt miklu hlutverki í framtídinni. í
stuttu spjalli við Pétur Jóhannsson,
hafnarstjóra, kom fram, að mörg verk-
efni eru fyrihuguð á næstu árum, svo
framarlega að takist aö útvega nægilegt
fjármagn. Meðal þess sem áhugi er fyrir
aö gera má nefna kaup á nýjum hafn-
sögubáti, dýpkun innsiglingar í Njarö-
v*kurhöfn, grjótfylling viö aðalhafnar-
garðinn í Keflavík, lenging á hafnarganfi
1 Njarðvik um 60 metra og 1. áfangi aö
■týrri smábátahöfn í Njarðvík. Sem sagt,
tnikill áhugi um ný verkefni, þó enn ríki
að vísu óvissa um allan framgang mála.
Verður þess vonandi ekki langt að bíða,
að þessum málum verði komið í höfn.
Körfuboltinn
Oott gengi Grindvíkinga hefur glatt
Suðumesjabúa á undanfomum vikum.
Þeir stefna hraðbyri í úrslitakeppnina
tapað tveimur af síðustu tólf leikjum.
Þeir stefna hraðbyri ú úrslitakeppnina
ásamt Njarðvík, Keflavík og KR. Ef svo
fer, þá verða þrjú liö héðan í úrslitum.
Guðmundur Bragason hefur verið mjög
vaxandi körfuknattleiksmaður og er
hann nú einn sterkasti frákastari í deild-
tnni. Einnig er hann mjög drjúgur við að
skora fyrir lið sitt. Hann þótti standa sig
jttjög vel, þegar landsliöið keppti á Möltu
■ vetur. i liöi Njarðvíkinga fer fremstur
Thitur Örlygsson, ungur en bráöefnileg-
Ur leikmaður. Hann og félagar hans hafa
borið höfuð og heröar yfir önnur lið og
stefna á íslandsmeistaratitilinn að nýju.
Jón Kr. Gíslason hefur nú tekið við þjálf-
un íliði ÍBK, en hinn bandaríski þjálfari
liðsins var látinn fara um miðjan janúar.
Jón er einn leiknasti leikmaður landsins
og hef ég gmn um, að hann muni brátt
leiða félaga sína í sigursæti.
Þau tíðindi berast nú úr 1. deildinni,
að lið Reynis í Sandgerði stefni nú hrað-
byri í Urvalsdeildina. Væri það stórkost-
legur árangur hjá þeim, ef það tækist og
segja gárungamir, aö þá þurfi að breyta
nafni deildarinnar úr Elugleiðadeild í
Suðumesjadeild.
Keflavík 40 ára
l>ann 1. apríl n.k. verður Keflavíkur-
kaupstaður 40 ára. Hefur sérstök af-
mælisnefnd verið að störfum og mun
margt veröa gert til að halda veglega upp
á þetta merkisafmæli. M. a. er Ragnar
Karlsson að vinna aö útgáfu á sérstöku
afmælisriti. Faxi mun skýra nánar frá
afmælisdagskránni í næsta blaði.
•
Þrettándagleði
l>ann 6. janúar s.l. á siðasta degi jóla
var haldin vegleg þrettándagleði á knatt-
spymuvellinum í Keflavík. Þaö hefur
verið oft til siðs að halda slíka samkomu
annað hvert ár og nú fór hún fram við
ágæt skilyröi. Athöfnin hófst með blys-
för frá jólatrénu við skrúðgarðinn og riðu
hestamenn frá Mána fremstir í flokki. í
förinni vom Skugga-Sveinn og Ketill
skrækur og lögðu þeir sitt af mörkum til
aö skapa hina réttu stemmningu. Lúðra-
sveit Tónlistarskólans lék í göngunni, en
margir höfðu klæðst ýmis konar búning-
um aö hætti álfa og furðufólks.
l’egar á knattspymuvöllinn var komið,
þá skíðlogaði þar í bálkesti einum mikl-
um og mikill manníjöldi hafði safnast
þar saman. Verður var hið ákjósanleg-
asta, stillt og stjömubjart. Kjartan Már
Kjartansson stjómaði gleðinni, en þama
vom dansaðir álfadansar, lúðrasveitin
hélt leik sínum áfram og kórar sungu.
Skemmtun þessari lauk með stórkost-
legri flugeldasýningu frá hinni nýju
Sundmiðstöð sem í byggingu er. Tölum
um fjölda þátttakenda ber ekki saman
og em þær allt frá 2500- 4000. Það skipt-
ir kannski ekki mestu máli, hitt er
ömggt, að sjaldan hafa jólin verið kvödd
á jafn eftirminnilegan máta. Eiga þeir
þökk skilið sem að undirbúningi og
framkvæmd stóðu.
FAXI 33