Faxi - 01.01.1989, Side 34
MINNING
SKÚLI ODDLEIFSSON
Fæddur 10. júní 1900
Dáinn 3. janúar 1989
Hann stóð í dyrum Bamaskólans
í Keflavík, sem nú heitir Myllu-
bakkaskóli, þegar fundum okkar
bar saman. Þetta var síðsumars árið
1952. Ég var nýfluttur til Keflavík-
ur, lítt kunnugur þar og var að
skoða mig um í bænum í fylgd
tveggja vina minna, sem ég þá hafði
eignast þar syðra.
Þennan dag skein sólin í heiði.
Hann tók okkur tveim höndum,
bauð okkur velkomna með hlýju
brosi. Það var bjart yfir svip hans,
sólin ljómaði í augum hans. Hann
var hávaxinn og léttur í hreyfingum.
Virðuleiki og hlýja blönduðust
saman í viðmóti hans á sérstæðan
hátt.
Þetta var Skúli Oddleifsson. Hann
var þá nýlega orðinn umsjónarmað-
ur hins glæsilega skólahúss Kefl-
víkinga, sem vígt hafði verið fyrr á
þessu ári. Hann leiddi okkur um
ganga og stofur þessa veglega
musteris menningar og mennta,
hrifinn og glaður yfir þeim miklu og
margþættu möguleikum, sem
þama opnuðust keflvískum æsku-
lýð á komandi ámm. Það fór ekki á
milli mála, að þama var maður, sem
kunni góð skil á hlutverki sínu og
bar virðingu fyrir því.
Nú hefir Skúli Oddleifsson endað
sitt æviskeið hér á jörð. Hún var
löng ferðin hans, með nærfellt
níutíu ár að baki.
Skúli var Ámesingur að uppruna.
Fæddur var hann að Langholtskoti í
Hmnamannahreppi hinn 10. júní
árið 1900. Foreldrar hans vom hjón-
in Oddleifur Jónsson, bóndi frá
Hellisholtum og Helga Skúladóttir,
alþingismanns frá Berghyl. Þau
eignuðust 6 böm, 3 syni og 3 dætur
sem öll komust til fullorðinsára. Af
þeim er nú aðeins ein systir enn á
lífi, er Elín heitir. Hún er vistkona á
Hrafnistu í Reykjavík og er 94 ára
gömul.
Skúli ólst upp í Langholtskoti hjá
foreldrum sínum. Snemma fór
hann að leggja heimilinu lið og
munaði fljótt um handtök hans.
Hann var víkingur til vinnu þegar á
ungum aldri, harðduglegur, sam-
viskusamur og traustur við hvert
það starf, sem hann tók sér fyrir
hendur. Þá var hagleik hans og
snyrtimennsku einnig við bmgðið.
Arið 1915, á jóladag, missti Skúli
móður sína, sem þá var á besta
aldri. Það var þungt högg, reiðar-
slag fyrir eiginmann, böm og heim-
ili. Þeim döpm sorgarjólum
gleymdi Skúli aldrei á meðan hann
lifði. En e.t.v. skynjaði hann þó
aldrei skýrar en þá bjarmann frá
„ljósinu, sem skín í myrkrinu",
birtuna að ofan, sem jólin boða öll-
um jarðarbömum, og ekki síst
þeim, sem sitja í sorgarskugga.
Reynslu sína í sambandi við móður-
missinn um þessi minnisstæðu jól
hefði hann vafalaust getað túlkað að
nokkm leyti a.m.k. með þessum
orðum skáldsins:
„Fridarstjömur Drottins dýrstar
dimmust lýsa jardarból.
Sorgarklœddir ástarenglar
opna ljúfust jödurskjól."
Á þessum þungu örlagatímum
varð það gæfa heimilisins, að systir
Skúla, Elín sú eina sem enn er á lífi,
gekk fram fyrir skjöldu tók að sér
forsjá þess og ól önn fyrir yngri
systkinum sínum eins og besta
móðir. Segja má að hún hafi þannig
að vemlegu leyti fómað sér fyrir ást-
vini sína. Hún giftist aldrei en ann-
aðist búið með föður sínum á meðan
hann bjó í Langholtskoti. Hann
andaðist í Reykjavík árið 1938, en
þar dvaldist hann síðustu árin.
Hinn 25. júní árið 1927 var bjartur
hamingju- og heilladagur í lífi Skúla
Oddleifssonar. Þá gekk hann að
eiga unnustu sína Sigríði Agústs-
dóttur frá Birtingarholti, glæsilega
konu bæði í sjón og raun. Hún var
kona stórvel gefin eins og hún átti
kyn til, göfug, góð og hjartahlý,
gædd ytri tign og innri fegurð.
Fyrstu 2 eða 3 hjúskaparárin
dvöldu þau ungu hjónin hjá tengda-
foreldmm Skúla, hinum þjóð-
kunnu merkishjónum, Agústi
Helgasyni og Móeiói Skúladóttur
Thorarensen frá Móeiðarhvoli í
Birtingarholti og unnu að búinu þar.
Árið 1930 bmgðu þau á það ráð að
flytja til Keflavíkur; Þar settust þau
að og áttu þar heima alla tíð upp frá
því á meðan bæði lifðu. Lengst
bjuggu þau að Vallargötu 19. Þar
sköpuðu þau hjónin sér fagurt
heimili sem var helgidómur í vitund
allra fjölskyldunnar. Þar áttu gagn-
kvæmur kærleikur og óbrotgjörn
hamingja æðstu sætin.
Hjónabandið var einstaklega fag-
urt og farsælt. Þau vom samhent
hjónin og samtaka í því að leggja
þann gmnn undir framtíðina, sem
þau vissu af eigin reynslu að verða
mundi traustur, farsæll og bless-
unarríkur. Þar var lögð sérstök
áhersla á ræktun hins góða og fagra
í mannlegum samskiptum, trú-
mennsku og trú á lífi og störfum.
Sérstaklega var mér kunnugt um
hina þungu áherslu á mikilvæga
þýðingu trúarinnar í lífi fjölskyld-
unnar.
Þau Skúli og Sigríður eignuðust 4
böm, sem öll em á lífi. Elstur þeirra
er Ólafur, sóknarprestur í Bústaöa-
prestakalli í Reykjavík, dómpró-
fastur og vígslubiskup Skálholts-
biskupsdæmis. Kona hans er
Ebba Sigurðardóttir. Þau eiga 3
böm og 4 bamaböm. Næstur er
Helgi leikari í Reykjavík, kvæntur
Helgu Bachmann leikkonu. Þau
eiga 4 böm og 3 barnabörn. Þá er
MóeiðurGuðrún, húsmóðir og öku-
kennari í Keflavík, gift Birni Bjöms-
syni lögreglumanni. Þau eiga 3 börn
og eitt bamabam og yngst er Ragn-
heiður, húsmóðir og tónlistarkenn-
ari í Keflavík, gift Sævari Helgasyni
málara. Þau eiga 3 böm og eitt
bamabam. Eina dóttur átti Skúli
áður en hann giftist. Hún heitir
Kristrún og er húsmóðir í Reykja-
vík, gift Þóri Geirmundssyni. Þau
eiga 2 börn og 6 bamaböm.
1 Keflavík fór Skúli fyrst að gegna
ýmsum þeim störfum er að sjósókn
lutu. Á vertíðum var hann land-
formaður á fiskibátum. Þótti hann
sérstaklega vel til þess starfs fallinn,
svo vel sameinaði hann þá lipurð og .
festu sem nauðsynleg er hverjum >
þeim er stjómartauma hefir í hönd-
um sér.
í allmörg ár starfaði Skúli einnig í
Dráttarbraut Keflavíkur. Þar sem
endranær ávann hann sér virðingu,
traust og vinsældir bæði vinnuveit-
enda og samstarfsmanna. Og sama
hamhleypan reyndist hann þar sem
annars staðar við störf sín. Hann
lagði sig allan fram og gaf aldrei eftir
hvar sem hann var að verki.
Árið 1951-1952, þegar kennsla
hófst í hinum nýja bamaskóla sem
áður var nefndur, var Skúli ráðinn
umsjónarmaður þar. Því starfi
gegndi hann fram á áttræðisaldur af
frábæmm dugnaöi, óbrigðulli um-
hyggju og árvekni. Öllum þótti vænt
um hann bæöi kennurum og böm-
um. Hann var alltaf til taks, alltaf
reiðubúinn til þess að veita aðstoð,
leggja lið og greiða úr vandamálum
sem upp kunnu að koma í daglegu
starfi skólans. Öll umgengni var til
mestu fyrirmyndar. Snyrtimennska ,
húsvarðarins átti sinn stóra þátt í
því. Og góða aðstoð veitti hann
kennumnum við stjómun barna-
hópsins utan kennslustunda. Hon-
um var nefnilega ekkert síður lagið
að stjóma bömum en fullorðnu
fólki þegar því var að skipta.
Aldrei vissi ég til að Skúli eignað-
ist bíl. Reiðhjólið var farartæki
hans. Það notaði hann mikið og sat
það af öryggi og reisn fram á elliár.
34 FAXI
J