Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.02.1989, Qupperneq 4

Faxi - 01.02.1989, Qupperneq 4
Marteinn Guðnason FISKVINNSLUMAÐUR MEÐ MEIRU Á undanfÖrnum tveimur til þremur áratugum hefur orðid mikil breyting á atvinnulífi hér á landi. Óvíða má sjá þettajafn vel og í bœ eins og Keflavík. Horfin eru stóru frystihúsin, þar sem hundruð manna og kvenna störfuðu áður. Einnig hinar fjölmörgu saltfiskvinnslur sem voru hér allt um kring og lífið við höfnina er aðeins svipur hjá sjón. Ekki œtlum við að fara út í þá sálma, að rœða þessa breytingu nú, heldur vill Faxi líta á þá hlið þessa máls sem að fiskvinnslufólkinu snýr. Eðli málsins samkvœmt hefur þeim smátt og smátt fœkkað sem hafa lífsviðurvœri sitt af fiskvinnslustörfum og enginn getur í raun séð fyrir, hvernig þau mál muni þróast í náinni framtíð. Marteinn Guðnason hefur alla tíð búið að Hafnargötu 63 hjá uppeldis- foreldrum sínum Guðna Guðleifssyni og Guðrúnu Eiríksdóttur. Guðni þótti ekki með öllu mjálla, þegar hann byggði þetta hús á árunum 1929 til 1930, þvi það var langt utan byggðar í Keflavík. í dag er það í hjarta bœjarins. Guðrún lést á síðasta ári, en þeir Guðni og Marteinn deila enn með sér húsi. Marteinn er einn úr þeim hópi sem hefur alla sína starfsœvi unnið í fiski og það fannst okkur gott tilefni til að eiga við hann viðtal. Marteinn, eða Matti, eins og hann er nú oftast kallaður, er reyndar hálfgerð goðsögn meðal samverkamanna sinna, því varla er hœgt að hugsa sé, að betra orð fari af nokkrum manni. Kemur bœði til hans frábœri dugnaðrr og ósér- hlífni og ekki síður Ijúfmannlegt (og húmorískt) viðmót. Einnig er leitað til hans, þegar flökunarvélar bila, eða þegar brýna þarf hnífa og fl. í þeim dúr. Tíðindamaður Faxa hitti Martein að máli fyrir skemmstu og við rœddum saman góða stund. Hér á eftir fara nokkrir molar úr samtali okkar.

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.