Faxi

Årgang

Faxi - 01.02.1989, Side 5

Faxi - 01.02.1989, Side 5
Martcinn er hcr mcð fósturforeldrum sfnum, Gudrúnu Eiríksdóttur og Gudna tíuðleifssyni. Uppruni og uppvöxtur Marteinn er fæddur 9. október 1954 og verður því þrjátíu og fimm ára í haust. Þegar ég spuröi Matta um uppruna hans og ættir, þá brosti hann á sinn sérstaka hátt og sagði, að það hefði nú kannski ekki verið á venjulegan hátt sem hann kom inn í fjölskyldu Guðna, þá aðeins rúmlega mánaðargamall. Bima, dóttir Guðna, vann þá á flugvell- inum og hún átti góða vinkonu, Guðbjörgu að nafni frá Vest- mannaeyjum og vann hún einnig á flugvellinum. Guðbjörg hafði kynnst bandarískum manni og orðið bamshafandi. Bima (Bidda) fór strax eftir fæðingu dreng- hnokkans að passa hann. Síðan gerist það, að faðirinn hverfur á brott og síðan æxlast hlutimir þannig, að drengurinn lendir í umsjá Bimu og síðan foreldra hennar. Fór hann aldrei þaðan aftur og hefur ekki haft ástæðu til að kvarta yfir því, nema síður sé. Lítil virðing borin fyrir þessum atvinnuvegi Við Marteinn ræddum fram og aftur um þá skoðun sem oft heyrist þessa dagana, að fólkið í landinu sé búið að gleyma því, hverjar séu undirstöður mann- sæmandi lífs í þessu landi. Að fólk viti ekki á hverju við lifum. Ég spurði hann, hvort hann fyndi fyrir þessu, hvort jafnvel væri litið niður á fólk sem vinnur í fiski. Skoðun Matta á þessu er þannig: Stór hluti fólks veit ekki á hverju við lifum. Það veit ekki betur, en að menn sitji á skrifstofum og framleiði fyrir gjaldeyri. Það ætti að gera það að skyldu, að allir vinni einhvem tíma við fiskvinnsl- una, bara til að læra að skilja þessa hluti. íslendingar munu ávallt verða að byggja á fisk- veiðum og það er eins gott að fólk gleymi því ekki. Hvað það snertir, hvort litið sé niður á þá sem vinna í fiski, þá vildi hann orða það á þann veg að hann væri svo sem ekkert að auglýsa það meðal fólks, við hvað hann starfaði. Enda væri það svo, að fáir fæm í fisk með það fyrir augum að gera það að ævistarfi. Annars taldi Marteinn illa farið með þennan atvinnuveg á flestum sviðum. Það skorti mikið á, að íyrirtækjunum væri gert kleift að starfa eðlilega, þannig að þau bæm sig. Svo mikið væri klipið af, að það sem eftir væri dyggði engan veginn. Það væri ekki einu Öryggisbók -Trompbók „Tværí öruggui vextí 5 SPARISJÓÐURINN í KEFLAVÍK Suðurgötu 6, sími 92-15800 Njarðvík, Grundarvegi 23, sími 92-14800 FAXl 41

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.