Faxi

Volume

Faxi - 01.02.1989, Page 8

Faxi - 01.02.1989, Page 8
oft.sé reyndar unniö eitthvaö meir. Nú, mannskapurinn er náttúru- lega allur annar, því nú koma fáir aðkomumenn í fiskinn hingað, þeir fara annað í dag. Sjálfúr aðbúnaðurinn hefur kannski ekki breyst svo mikið á þessum langa tíma. Það er fyrst og fremst aflinn sem hefur breyst. Fiskurinn í dag er yfirleitt miklu smærri, sérstaklega togarafiskurinn. Það hefur brugðið fyrir nú upp á síðkastið, að fiskurinn sem trillumar eru að fá er þetta kannski 20 til 30 kfló að þyngd, en frá togurunum kemur fiskur sem er að meðaltali um 2 kfló. Það er algjör hörmung að sjá þann fisk. Menntun fiskvinnslufólks Við snúum nú talinu aftur að brauðstritinu og röbbum um menntun eða menntunarleysi í fiskvinnslunni. Kom okkur saman um, að alltof lítill gaumur væri gefinn af menntun fiskvinnslu- fólks. Þó hefði verkalýðsfélagið gert góða hluti með námskeiðum á síðasta ári. Annars hefur fólk kannski ekki áhuga á að mennta sig í fiskverkun, því fólk ætlar jú ekki áð vinna lengi við þau störf. Fiskvinnsluskólinn í Hafnarfirði hefur nú starfað um nokkuð skeið. Fólk sem hefur menntast þar hefúr mikið farið út á land sem verk- og framleiðslustjórar. Sumt af þessu fólki virðist þó ekki kunna mikið, þegar á hólminn er komið. Menntun fólks í vinnslunni ætti fyrst og fremst að beinast að því að bæta gæði vörunnar og stefna að vöruþróun. Það er ótrúlegt, hvað lítil framför hefur orðið á því sviði síðustu áratugina. Ég held að orsakanna fyrir því megi ef til vill leita í hinu staðnaða sölukerfi sem við búum við. Ég held að þessi stóru sölusamtök séu steinrunnin, algjörlega stöðnuð. Það ætti að leyfa mun fleiri aðilum að komast þar að. Launamál, ferskfiskút- flutningur o.fl Marteinn kom nú aftur inná launamálin hjá fiskvinnslufólkinu. Hann segir það skömm fyrir þjóð- ina, að fólkið sem vinnur við undirstöðuatvinnuveg landsins, skuli ekki hafa mannsæmandi laun. Aðeins með alltof löngum vinnutíma og mannskemmandi bónusfyrirkomulagi takist fólki að hafa þokkalegt kaup. Sú viðmiðun ætti að gilda, að fyrst ætti að reikna þessu fólki gott kaup og síðan ætti að sjá, hvað væri til skiptanna hjá öðrum. í dag er þessu öfugt farið. l>orsteinn Ámason og Marteinn. arinnar og stjómar rekstrinum. I’orsteinn er einn af eigendum Útvegsmiðstödv- UnnarMár Magnússon íkunnuglegri stödu. Hann hefur verið vinnufélagi Marteins um langt skeid. En þá verður einnig að létta undir með fyrirtækjunum í þess- ari atvinnugrein. Hún mun ekki rétta úr kútnum, fyrr en miklum hluta skuldanna er létt af fyrir- tækjunum og þeim gert kleift að starfa á eðlilegan hátt. Þá væri kannski von til þess, að einhver framþróun verði í greininni. Við ræddum líka sölu á nýjum, óunnum fiski til útlanda. Það er spuming, hvort það er ekki óhag- kvæmt fyrir okkur, þegar til lengri tíma er litið að flytja út þetta mikið af óunnum fisk. Það mun eflaust koma að því, hér sem og annars staðar, að langskólamennt- að fólk fær ekki vinnu við sitt hæfi. Þá er nauðsynlegt að í land- inu séu nógu mörg atvinnutæki- færi. Það geta ekki allir unnið við að vera einhverjir fræðingar eða læknar. Við ættum helst ekki að flytja út annan fisk en þann sem við komumst ekki yfir að vinna sjálf. Hér þarf því að gera stórátak í vömþróun og markaðsleit fyrir fullunnin fisk. Fiskmarkaðir Ég spurði Martein um álit hans á fiskmörkuðunum sem nú em teknir til starfa. Hann kvað þá ágæta, að mörgu leyti. Það hefði að vísu valdið vandræðum í fyrstu, hversu óskynsamlega margir nýir kaupendur þrýstu verðinu upp. Síðar kom í ljós, að menn vom að kaupa fisk á allt of háu verði og það gat engan veginn borið sig. Annars vildi hann sjá allan fisk upp úr sjó fara til sölu á mörkuðunum. Víða úti á landi væri nú fiskur sendur beint úr landi, en fiskvinnslufólkið situr atvinnulaust heima. Það á að láta okkar eigin atvinnu sitja í algjöru fyrirrúmi. Framtiðin Við spyrjum Martein að lokum, hvort hann telji að fiskvinnslan eigi framtíð fyrir sér. Jú, það á hún ömgglega. Fyrirtækin munu sameinast í stærri einingar sem hagnkvæmara er að reka. Það verður farið að fullvinna afla meir hér heima og með markvissri vömþróun náum við fótfestu á nýjum mörkuðum. Þetta er okkar stærsta auðlind og við þurfum að skapa ný atvinnutækifæri í fram- tíðinni. Og að lokum, Marteinn. Ætlar þú að vera í þessu starfi alla ævi? Hann vildi lítið gefa út á það, taldi þó kominn tími til að fara að hægja á og horfa til annarra átta, fara á flakk og skoða heiminn aðeins betur. HH. 44 FAXI

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.