Faxi - 01.02.1989, Side 10
ALDARMINNING
Marta Valgerður Jónsdóttir
ættfræðingur
Þegar numið er staðar og litið yfir
liðna tíð, þá verðum við vör, hve
myndir þeirra, sem við höfum átt
samleið með, eru misjafnlega skýrt
mótaðar í vitund okkar.
Þessi staðreynd verður mér áþreif-
anlegur veruleiki þegar ég horfi aft-
ur til bemsku og æskuáranna.
Margar kunningjakonur móður
minnar man ég vel, samstarfsmenn
föður míns, ennfremur man ég
marga af föstum kirkjugestum séra
Jóns Auðuns dómprófasts míns
kæra vinar og fermingarföður. Af
nágrönnum stendur mér skýrt fyrir
hugarsjónum og gnæfir þar öðmm
ofar, það er mynd frú Mörtu Val-
gerðar Jónsdóttur. Mér er ljúft að
minnast hennar. Lífsferil hennar
verður ekki gerð verðug skil í stuttri
grein. En 100 ár vom liðin frá fæð-
ingu hennar 10. janúar s.l.
Átta ára var ég þegar ég sá frú
Mörtu Valgerði fyrst og geðjaðist
mér mjög vel að henni, óvenju höfð-
ingleg og háttvís, hömndsbjört og
fagurhærð.
Frú Marta var um margra hluti ein
af merkustu konum sinnar samtíð-
ar. Skyggnigáfan var henni heilög og
hún lofaði öðmm að njóta þessara
hluta og gegndi því með fullkominni
alúð. Frú Marta fómaði lífi sínu í
þágu kristilegra góðverka. Það var
bjart í kringum hana og fólk skynj-
aði hreinleikann í návist hennar, og
fundu að þar fór góð og göfug kona.
íslenskir ættfræðiunnendur standa
í ógleymanlegri þakkarskuld við frú
Mörtu Valgerði. T.d. merkilegt
ffamleg hennar til útgáfu „rnann-
tals 1816“, það má fullyrða að eng-
inn maður á Suðumesjum gjörði
neitt líkt því sem frú Marta að fræða
um ómetanlegt gildi ættfræðinnar.
Hljóta menn að dást að því hve
miklu hún fékk afkastað með grein-
um í Faxa blað Suðumesjamanna,
og geta má þess að um hjáverkastörf
var að ræða frá húsfreyjustarfi. Frú
Marta Valgerður var sihugsandi og
sístarfandi og þess vegna kom hún
svo miklu til leiðar.
Frú Marta Valgerður Jónsdóttir
var fædd 10. janúar 1889 í Landa-
koti á Vatnsleysuströnd, og ólst þar
upp til 10 ára aldurs, þá foreldrar
hennar fluttu til Kefiavíkur. Maður
Mörtu var Bjöm f. 15. september
1886, d. 5. apríl 1966, Þorgrímsson
fulltrúi hjá P. Stefánsson.
Þau hjón áttu kjördóttur:
Anna Sigríður maður hennar er
Ólafur Pálsson verkfræðingur.
Frú Marta Valgerður andaðist 30.
mars 1969.
Guð blessi minningu hennar
He/gi Vigfússon, bókaútgefandi
Dulrænar sýnir frú Mörtu fylgja hér meö úr
,,Morgunn“ 1919
Húsið sem stóð í björtu
báli.
Ég mun hafa verið 16 ára. Átti
heima í Keflavík. Það var sunnu-
dagskvöld. Hvassveður var af
norðri, frost og dauft tunglskin. Ég
hafði farið út með vinstúlku minni
og var nú á heimleið ein. Ég gekk
undan veðrinu. Allt í einu fann ég
ákaflega mikla bmnalykt koma á
móti mér og mér fannst reykjar-
gusur þyrlast framan í mig. Ég leit
upp og sá þá hús fyrir ofan mig í göt-
unni standa í björtu báli. Ég sá log-
ana brjótast út um gluggana og hylja
húsið, og hitinn og reykjarsvælan
fannst mér lítt þolandi. Engan
mann sá ég þama við björgun. Mér
datt því í hug að þjóta inn og segja
fólkinu frá þessu. Samt gerði ég það
ekki, heldur tók til fótanna og hljóp
heim; þorði þó ekki að fara götuna
fram hjá húsinu, því að mér fannst
sem logamir mundu gleypa mig.
Þegar heim kom, sagði ég mömmu
frá þessu og fékk hana með mér út.
En þá sáum við engan bmna enda
fór ég þá að átta mig á því, að þetta
hefði ekki verið vanalegur bmni,
því að eldurinn kom gagnstætt því
sem vindurinn blés; því hafði ég
ekki íyr tekið eftir.
Ég bjóst við, að þetta mundi vera
fyrirboði þess, að húsið brynni. En
svo hefir ekki orðið því að húsið
stendur óbmnnið enn í dag.
Ég get auðvitað enga hugmynd
gert mér um hvernig á þessari sýn
hefir staðið. En mér hefir komið það
til hugar sem ef til vill er ekkert ann-
að en vitleysa að sýnin kunni að
standa í einhverju sambandi við
það, að í húsinu var alveg óvenju
mikill ófriður milli fólksins.
Næst kemur þá saga sem að því
leyti er allsendis ólík hinum sög-
unum að hún gerist að mestu leyti
við tilraunir og virðist vera sams
konar eðlis eins og þær sannanir
sem leitað er eftir með tilraunum.
Því miður lagði ég engan trúnað á
það sem verið var að segja meðan
það var að koma, enda hafði þá ekki
jafn-glöggt auga og nú fýrir leitinni
eftir sönnunum; þess vegna lét ég
fara forgörðum þau skjöl, sem sönn-
unin hefði átt að byggjast á.
Þegar ég var 14-15 ára, kynntist
ég dönskum pilti. Hann var á segl-
skipi sem flutti vörur til Duusversl-
unar í Keflavík. Ég þekkti hann tals-
vert og við vorum góðir vinir. Svo
hvarf hann mér sjónum og ég vissi
ekkert, hvað af honum hafði orðið,
frétti ekkert til hans, frá því ég var
15 ára og þangað til 18. des. 1917.
En það varð nú á töluvert aðra leið
en fréttir koma venjulega.
Það var morguninn 18. desember.
Ég var í rúminu og las af kappi bók
sem mér þótti sérstaklega skemmti-
leg, og var sokkin niður í lesturinn.
Allt í einu hvarf bókin. Ég gleymdi
hvað ég var að lesa, en íyrir framan
mig sá ég standa mann sem ég
þekkti að var þessi danski piltur.
Andlitið var samt mjög breytt frá því
er ég þekkti hann, og ég fór þegar að
hugsa um það, jafnffamt því sem ég
rifjaði upp hvað mörg ár væru frá
því er við hefðum sést. Hann horfði
á mig mjög alvarlega og ég sá að
hann vildi eitthvað segja. Svo hvarf
hann. Þetta var í albjörtu. Ég vissi
náttúrulega ekki upp né niður í
þessu, bjóst samt helst við að mað-
urinn væri ekki dáinn heldur hefði
ég séð hann eins og hann væri nú.
Aftur sá ég hann 28. desember,
um morgun líka. Ég var þá að byrja
að klæða mig, var ein, eins og í fyrra
skiptið. Ég veit ekki enn hvemig
það hefir verið; ég man að ég var að
bytja að klæða mig; en svo hefi ég
víst dottið út af. Því næst man ég eft-
ir að ég lá út af og að ég sá ljósa vem
standa við rúmið. Mér fannst ég
vera búin að missa allt vald á lík-
amanum; ég fann að þessi vera hafði
valdið og að ég átti að sofna. En ég
var hrædd og setti mig á móti; samt
komst ég í eitthvert draumkennt
ástand og ég heyrði glöggt að veran
sagði: „Svefninn er ekki nógu djúp-
ur“. Eftir það fór ég að sjá margvís-
legar myndir, en það var allt mglings-
legt og ég vissi sjálf, að þetta átti ég
ekki að sjá heldur eitthvað annað
Danski pilturinn
46 FAXI