Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1989, Síða 12

Faxi - 01.02.1989, Síða 12
Greinarhöfundur við kennslu í Gerðaskóla. Nám fyrir stjórnendur í skólum í vetur stendur yfir í KHÍ stjóm- endanám fyrir skólastjómendur. Námið stunda 20 skólastjórar og yfirkennarar sem valdir vom úr hópi rúmlega 40 umsækjenda. Ur gmnnskóla koma nítján og einn úr framhaldsskóla, auk þess stund- ar einn fræóslustjóri námið. Þar sem þetta er í fyrsta skipti sem slíkt nám fer ffam hérlendis er ekki úr vegi að segja dálítið frá aðdraganda og markmiðum þess. Langt er síðan skólastjórar gerðu sér grein fyrir að brýn þörf væri á sérhæfðu námi fyrir skólastjóm- endur. Skólastjómendum er ætlað veigamikið hlutverk í skólunum, ekki aðeins á sviði stjómunar, held- ur einnig á sviði uppeldis- og kennslufræða og enda þótt síðast- töldu atriðin skipi stóran sess í al- mennu kennaranámi þá er stjóm- unarþátturinn þar algerlega fyrir borð borinn. Á ámnum 1978—81 starfaði nefnd á vegum KHÍ sem átti að gera tillög- ur til Menntamálaráðuneytisins um ffamhaldsnám í stjómunarfræðum við skólann. Nefndin skilaði af sér velunnum tillögum, en það dugði ekki til að fá grænt ljós frá fjármála- yfirvöldum. I apríl 1986 skipaði þá- verandi menntamálaráðherra Sverrir Hermannsson aðra nefnd til að fjalla um málið. Sú skilaði áliti í nóvember sama ár og féllst ráðu- neytið á þá tillögu. Tillagan gerði ráð fyrir námi sem svaraði til 15 námseininga, en skv. einingakerfi Kennaraháskólans er ein námsein- ing ígildi einnar viku vinnu. Gert var ráð fyrir að námið yrði samhliða fastri vinnu, þannig að það dreifðist á eins og hálfs árs tímabil. Jafn- framt gæti það orðið hluti fram- haldsnáms er leiddi til M.A. eða M.Ed. gráðu. Dr. Börkur Hansen var ráðinn til forstöðu fyrir þessu námi og hóf hann þegar undirbúning með að- stoð Steinunnar Helgu Lárusdóttur og Ólafs Proppé. Vegna takmarkaðs mannafla og fjárskerts voru settar reglur til grundvallar við inntöku og val á umsækjendum sem eru í stuttu máli þær, að allir skólastjórar, ytir- kennarar og skólameistarar með a.m.k. þriggja ára starfsreynslu ættu rétt á að sækja um þátttöku. Fjöldi þátttakenda yrði takmarkað- ur við 20 og við val á þátttakendum yrði miðað við formlega menntun, ritstörf, starfsreynslu, endur- menntun op orlof. Meginmarkmið þessa náms er að stuðla að bættum stjómunarhátt- um í skólum og árangursríkara skólastarfi með því að veita skóla- stjómendum fræðilega innsýn í eðli og uppbyggingu skólastofnana. Námið er skipulagt í þremur nám- skeiðum sem em 5 einingar hvert. Hvert námskeið er sambland af hefðbundinni kennslu og fjar- kennslu. Byrjað er á tveggja vikna fyrirlestrahaldi, umræðum og verk- efnavinnu og að því loknu hefst fjar- kennslan með þremur fjarkennslu- verkefnum auk aðalritgerðar. Fyrsta námskeiðið fór fram í októ- ber sl. og fjallaði um skólann sem stofnun. Fjallað var um stjómsýslu sem fræðigrein almennt en auðvitað sérstök áhersla lögð á skólann sem þjónustustofnun. Markmið og skil- virkni, nýbreytni og þróunarstarf, vísindalegar stjómunaraðferðir, vald og ferli við ákvörðunartöku. Annað námskeiðið var í febrúar sl. og fjallaði um hegðun og sam- skipti í skólum og kom í beinu fram- haldi af því sem á undan var gengið. Fjallað var um þætti s.s. stjómun og fagmennsku, hvatningu, áhuga og forystu svo dæmi séu tekin. í briðia oe síðasta áfaneanum. sem verður í júní, verður fjallaö um mat og úttekt á skólastarfi og breyt- ingar í skólum sem stofnun. Áhersla veröur lögð á að tengja hug- tök og kenningar við innra starf skól- anna og rannsaka og meta raun- vemleg fyrirbrigði í eigin skólum. Undirritaður er einn þeirra heppnu sem gefinn var kostur á að sækja þetta nám. Óneitanlega er þetta strembið með fullri vinnu og daglegu amstri fjölskyldumanns, en vel erfiðisins vinM. Það sakar heldur ekki að hópurinn er sam- stilltur og skemmtilegur. Margir þaulreyndir skólamenn sem eiga auðvelt með að finna fræðum og kennisetningum stað í daglegu amstri skólanna. Við hinir yngri (!) í hópnum njótum góðs af því. Kennaramir, þeir Börkur Hansen, Ólafur Jóhannsson og Steinunn i Helga Lárusdóttir, hafa haft um það mörg orð að við sem brautryðjendur í fyrsta skólastjómendanáminu séum ekki öfundsverð, því augu kennara og skólastjóra hvíli á okk- ur. Ég get hins vegar ekki varist því að öfunda alla hina sem eiga þetta allt saman eftir. Eiríkur Hermcmnsson, skólastj. Gerdaskóla. 48 FAXI

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.