Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.02.1989, Qupperneq 14

Faxi - 01.02.1989, Qupperneq 14
myndu fá þetta námskeið metið til launaflokkahækkana. Var gerður mjög góður rómur að því máli hans. Ingibjörg Þórhallsdóttir færði kveðj- ur frá forráðamönnum sjúkrahúss- ins. Thldi hún, að árangurinn af námskeiðinu myndi vara um langan tíma, en taldi einnig að nauðsyn bæri til að huga að framhaldsnám- skeiði. Þakkaði hún samstarfið við hópinn sem hún sagði hafa verið mjög áhugasaman. Karl St. Guðnason, formaður MFA, lýsti í stuttu máli starfi MFA, en höfuðverkefni þess er að efla og auka starfsmenntun og stuðla að bættum starfsskilyrðum. Nefhdi hann nokkur námskeið sem í gangi hafa verið að undanfömu, t.d. nám- skeið fyrir fiskvinnslufólk og fyrir aldraða félaga í verkalýðsfélaginu. Karl færði Guðrúnu Ólafsdóttur bestu þakkir fyrir hennar ötula starf við að koma þessu námskeiði á og fyrir að skapa því í raun nýtt form. Að loknum þessum ávörpum voru þátttakendum afhend skírteini og viðurkenningar. Ríkti mikil gleði og ánægja í hópnum að afloknu ströngu en árangursríku nám- skeiði. Þórdís Malmquist, ein af þátttakendunum, flutti ávarp fyrir hönd hópsins, þar sem hún þakkaði leiðbeinendum fyrir góða leiðsögn. Þá var Guðrúnu Ólafsdóttur færður fallegur blómvöndur. Er ekki að efa, að þetta starf á eftir að bera ríkuleg- an ávöxt. Námskeiösefni og leiöbeinendur Efni námskeiösins skiptist í eftirfarandi kafla og voru kennarar sem hér segir: Mannleg samskipfi og samstarf á vinnustað leiöbeinendur: Margrét Gústavsdóftir, Sigtryggur Jónsson, Konráö Ásgrímsson og séra Ólafur Oddur Jónsson. Hjálp í viðlögum leiöbeinandi: Gísli Viöar Haröarson. Vinnuróttur og tryggingar leiöbeinandi: Guörún Olafsdóttir. Brunavarnir leiöbeinendur: Brunavarnir Suöurnesja. Heilsufrœði Leiöbeinendur: Ingibjörg Þórhallsdóttir og Katrín Ósk Þorgeirsdóttir. Nœringarfrœði og meðferð matvœla Leiöbeinandi: Anna Edda Ásgeirsdóttir. Starfsstellingar og vinnuvernd Leiöbeinandi: Magnús Ólafsson. Sýkingavarnir og meðferð efna leiöbeinandi: Ása Atladóttir. EJ&Xl 2. tölubloð 49. árgangur Útgefandi: Málfundafélagið Faxi, Keflavík. Afgreiðsla: Hafnargötu 79, sími 11114. Blaðstjórn: Helgi Hólm, ritstjóri, Kristján A. Jónsson, aðst.ritstj., Guðfinnur Sigurvinsson, Hilmar Pétursson og Birgir Guðnason. Hönnun, setning og umbrot: Leturval sf. Filmu- og plötugerð: Myndróf. Prentun: Prentstofa G. Benediktssonar. GUNNAR SVEINSSON „Sagt hefur það veríð um Suðumesjamenn" Það er ef til vill að sumra áliti, að bera í bakkafullan lœkinn að fara ennþá einu sinni að tala um samein- ingu Keflavíkuv og Njarðvíkur, eða allra Suðurnesjabyggða. En ég er einn afþeim sem tel að svo sé ekki, því aðeins verður eitthvað úr fram- kvœmdum að málinu sé haldið vak- andi ogþað sé í stöðugri umfjöllun. Ein aðal mótbáran gegn sameiningu er sú að með sameiningunni gleypi sá stóri þá smáu, sem sagt að Keflavíkingar ráði öllu, en hinirfalli ígleymsku og verði lítils ráðandi. Við umhugs- un um þetta mál datt mér þetta vísubrot í hug sem hér er ífyrirsögn. Um hvaða Suðurnesjamann varþað sagt, að fast þeir sóttu sjóinn, var það Leirumaður, Keflvík- ingur, Grindvíkingur, maður af Vatnsleysuströnd, úr Sandgerði eða Höfnum, ég hef aldrei heyrt á það minnst. Samnefnari svœðisins er Suðurnes og Suðurnesja- menn og af því erum við stoltir, en við höldum okkar ,,plássa“ skilgreiningu eftir sem áður þegar okkur býð- ursvo við að horfa, en sameiginlega verður það sagt um Suðurnesjamenn. Nú nýlega hafa í blöðum komið upplýsingar um stjórnunarkostnað sveitarfélaganna á Suðurnesjum og eru þœr mjög mismunandi frá 3.800 kr. pr. íbúa íKefla- vík í 17.700 íHöfnum. íKópavogi sem telur 15.000 íbúa eins og Suðurnes er þessi kostnaður 2.900 kr. Með því að reikna sama kostnað fyrir öll Suðurnes og er í Kefla- vík vœri hœgt að spara um 18 milljónir króna árlega. Höfum við efni á að láta slíka fjármuni blása burtu á hverju ári, og viðhalda úreltu skipulagi. 50 FAXI

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.