Faxi - 01.02.1989, Side 16
*
FERMINGAR
SUÐURNESJUM
VORIÐ 1989
Merki vorsins og gróandans eru
tekin aö segja til sín á okkar kæra
landi. Aö þessu sinni eru merki
vorsins afar þráð, eftir hið óvenju
langa kulda og snjóa tímabil nú síð-
ari hluta vetrar. Eitt hinna árvissu
og kærkomnu vormerkja eru ferm-
ingamar, sem að vanda koma í kjöl-
far hins vetrarlanga fermingarundir-
búnings hjá sóknarpresti.
Grunnurinn að fermingarheitinu
var þó lagður, sem kunnugt er, þeg-
ar foreldramir færðu böm sín til
skímar og fólu þau drottni með fyr-
irhejti um að ala þau upp í guðsótta
og góðum siðum.
Það er óumdeilt þakkarefni að ís-
lenskt æskufólk hefur almennt not-
ið þeirra bestu ytri vaxtar og
þroskaskilyrða sem bjóðast. En
góður og gegn sannleikur er, að
maðurinn lifir ekki af brauði einu
saman. Með það í huga kann það
vissulega að vera þarft íhugunar-
efni, hvort við uppalendumir höf-
um með háttsemi okkar verið böm-
unum sú sanna fyrirmynd, sem við
hefðum þurft og átt að vera.
Fermingin er heilög blessuð
stund, orkugjafi til allra góðra
verka. Nú sem jafnan mun guð líta
í náð sinni til biðjandi fermingar-
bama og ástvina þeirra.
Sælt er að eiga fyrirheitið um var-
anleika þeirra stunda, sem helgaðar
em af anda guðs. Já, dýrmætt er
jafnan að finna sig umvafinn kær-
leika, ef til vill þó sjaldan eða aldrei
fremur en þegar staðið er á mótum
bemsku og æsku. Æsku og ungl-
ingsárin em þau ár sem mestu
skipta um framtíðarheill og gæfu.
Helgist þau í styrkri handleiðslu,
bæn og trú, er mikil hamingja í
vændum.
En fermingardagurinn er einnig
með einstökum hætti heimilis og
fjölskylduhátíð. Þann þátt skulum
við ekki vanmeta. Hin ytri umgjörö
fermingarveislunnar og gjafanna
kann að vera umvöndunarefni á
stundum. En ræktun fjölskyldu og
vinatengsla, með þeim hætti sem
hér hefur tíðkast í fermingarboðum
er mjög góðra gjalda verð og þá
kannski fremur nú en fyrr. Astæöur
þess em margar m.a. þverrandi
persónuleg tengsl, sem komið hafa í
kjölfar „lífsgæöabyltingar eftir-
stríðsáranna."
Faxi sendir fermingarbömunum á
Suðumesjum vorið 1989 og ástvina
þeirra innilegar heilla og hamingju-
óskir. K.A.J.