Faxi

Årgang

Faxi - 01.02.1989, Side 23

Faxi - 01.02.1989, Side 23
Húsakynnin voru þannig að niðri voru tvær kennslustofur, en loft þar fyrir ofan þar sem kennarinn bjó oft ásamt fleirum, en efst var hana- bjálki. Margir fengu síðan leigt hús- næði í skólanum, meðal annara þeir Lárus Knudsen verslunarmaður úr Keflavík og Þórður Guðmundsson læknir. Þaðvar 1871 aðskólahúsiðvarris- ið og var það byggt , ,af fríviljugum samskotum. Kostaði það 1480 rd., en samskot urðu yfir 1100 rd., en í hyggju var, að næsta ár yrði byrjuð þar barnakennsla." Smíðinni var síðan endanlega lok- ið á öndverðu haustið 1872, en eins og að ofan greinir kostaði húsið mikið fé, og „lagði prestur sjálfur drjúgum fé til fyrirtækisins, því hann var (ónískur) ósínkur, ef hon- um var kappsmál um eitthvað. Kaupmenn í Keflavík gáfu eitthvað, en mestu munaði um það sem bændur lögðu til, það vildi þá svo til, að vel lét í ári, svo flestir bændur gátu eitthvað lagt af mörkum í pen- ingum eða innskrift til kaupmanna og svo unnu þeir kauplaust að veggjarhleðslunni Gerðaskóli var síðan settur í fyrsta sinn 7. okt. 1872, að viðstöddu ntiklu fjölmenni. Við það tækifæri hélt séra Sigurður skörungslega ræðu ,,og skýrði þá meðal annars frá allri tilætlan sinni og fram- kvæmdum." Með þessu var prestur búinn að ná settu marki, þ.e. að koma Gerða- skóla á stofn á undan Flensborgar- skóla og verða þannig hlutskarpari en prófastur. Flensborgarskóli tók til starfa ári síðar. Gerðaskóli er því einn elsti skóli á landinu, af þeim sem starfa enn, að- * eins skólinn á Eyrarbakka og í Reykjavík eru eldri. II. Starfssaga A. Fjármögnun. Fyrir atbeina séra Sigurðar Brynj- ólfssonar Sívertsen þá var ráðist í það að byggja skólahús í Gerðum 1871. Ekki var þó almennur áhugi á þessu framtaki, en samt safnaðist fé til byggingarinnar. Eins og segir í kaflanum um að- draganda að stofnun skólans, kost- aði byggingin 1480 rd., en samskot urðu yfir 1100 rd. Stefnt var að því að hægt væri að byrja kennsluna á næsta ári. Strax næsta vetur er skólinn sett- ur í fyrsta sinn 1872. Voru allt að 20 Reglugjörð fyrir barnaskólann í Gerðum frá 26. sept. 1875. 1- gr. í forstöðunefnd skólans skulu vera 7 útvaldir menn, og þar af skal sóknar- presturinn vera sjálfkjörinn forseti. Þessir skulu allir eiga fund með sér tvisvar-þrisvar sinnum á ári, til þess að ræða um málefni skólans. 2. gr. Kennslutíminn skal fyrst um sinn, — meðan öðruvísi ekki verður viðkomið — vara 6 mánuði: verða settur 1. október og sagt upp 1. apríl. 3. gr. Kennslutíminn skal daglega vera 7 klukkustundir, þó þarf hann ekki að vera lengri en aðeins 6 stundir, þegar dagur er skemmstur nema ef að börn, einhverra atvika vegna, óskuðu að fá 1 stundar tilsögn á kvöldvöku. 4. gr. Kennslubörnunum skal kennarinn skipta í efri og neðri deild eftir því, hversu langt þau eru komin i lærdómi, eða hvort þau eru búin að ganga i skólann 2 eða 3 ár. í efri deildinni verða þau, sem búin eru að læra kristindóm sinn, biblíusögur og bóklestur, skrift, réttritun og dönsku, eiga þau fyrst að hafa upplestur og jafnframt í áðurnefndum lærdómsgreinum, svo skal þeim og kenndur kafli í landafræði og sögu og þau vanin á stýl- færslu. í neðri deildinni verða þau, sem eru að læra barnalærdóm sinn og bók- lestur, og skal þeim á hverjum degi sett mátulega fyrir. Skilningur þeirra verður að greiðast og lestrarlag þeirra að leiðréttast. Þeim skal tvisvar til þrisvar sinnum i viku kennt að draga til stafs. Eftirtekt barnanna verður að vekjast, með því að þau séu spurð út úr einhverjum sögulegum kafla, helst í biblíunni, sem lesin er fyrir. 5. gr. Á morgnana byrji kennslan með því, að eitthvert barnanna sé látið lesa morgunbæn, eða með því að einn morgunsálmur sé sunginn, því að þetta á að hafa áhrif á siðferði og tilfinningu barnanna. 6. gr. Kennarinn skal láta sér vera mjög annt um að innræta börnunum guðsótta og góða siði, láta þau halda þeirri reglu, sem hann setur fyrir, halda þeim til iðni, vera gegnin, hlýðin og auðsveipin, leyfa þeim enga óðsiðu, óstillingu eða kerksni. Láti ekki börnin að orðum hans og umvöndunum, skal það tilkynnt forstöðunefndinni. 7. gr. Skrifbækur og kennslubækur skulu börnin hafa með sér sem tilsjónarmenn þeirra hafa að sjá um, en kennarinn sjái um að börnin ekki skemmi eða útati bækurnar. 8. gr. Börnin virðast ekki mega vera færri en 20. Fyrir hvert barn sem gengur í skólann í 6 mánuði, verður að greiða í kennslukaup 20 krónur og þaðan af minna, sem tíminn er skemmri, kennsludagar og kennslustundir færri og verður kennarinn að gefa forstöðunefndinni skýrslu þar um. 9- gr. í lok hvers mánaðar sé haldið próf og skulu þar viðstaddir ekki færri en 2 úr skólanefndinni. Skulu þá nöfn barnanna sem standa prófið rituð í bók og jafnframt vitnisburður kennarans um framför, gáfur og siðferði. 10. gr. Fyrir kost og kaup hafi kennarinn fyrir hvern mánuð 70 krónur, sem honum greiðist hvern mánuð, eða eftir því sem um semur og gefi hann skýrslu fyrir hverju hann tekur á móti af hverjum. 11. gr. Hann hefur svefnherbergi í skólahúsinu, þessutan hefur hann frítt skipsuppsátur og vergögn. 12. gr. Umsjón skólahússins verður honum falin á hendur. 13. gr. Grasnyt handa skólanum hefur verið leigð af sóknarprestinum um 3 ára tíma. í barnaskólanefndinni að Útskálum 26. sept. 1875. S.B. Sívertsen, Sh. Magnússon, Th. Guðmundsen, Helgi Sigurðsson, Árni Þorvaldsson." SKÓLAR Á SUÐUR- NESJUM böm í skólanum, en til kennslu var fenginn Þorgrímur Þórðarson Guð- mundsen. Ekki vom þó öll kurl komin til grafar í sambandi við skólabygginguna sjálfa. „Hafði nú verið byggt útieldhús og margt tillagt og gert við skólann, svo að kostnaðurinn við bygginguna varð alls 1750 ríkisdalir. Vom enn hafin samskot til skólans og gener- alkonsúll Clausen í Kaupmanna- höfn sendi sem gjöf til hans 50 rd. f peningum og lofaði meiru seinna, ef hann héldist við, og sama göfug- lyndi hafði Agúst Thomsen, kaup- maður látið í ljós. Með öllu þessu lýsir sér samt tregða almennings til að sinna þessu nauðsynlega máli, sem bamaskólinn var, og gengu nokkrir hinna efnuðu frá við að styrkja hann eða skipta sér af.“ Á þjóðhátíðarárinu 1874 var fjöl- mennt á samkomu í sveitinni og ganga þá sumir á undan með góðu fordæmi. Ætla má að fleiri hafi séð nauðsyn þess, að skólinn héldist við, en við stofnun hans. „Eftir messu að Útskálum kl. 4, safnaðist flest sóknarfólkið úti á Skag, allt að þriðja hundraði manns, var þar borðhald, dmkknar skálar, einnig sungin ljóðmæli sem við áttu. Sumir gjörðu þau áheit að skjóta saman bamaskólanum til viðhalds og framfara, og til frekari menntunar efnilegum unglingi, sem þar álitist hæfur. Mátti þó betur takast til, ef eindrægnin og félags- andinn hefði lifað jafn glatt hjá öll- um. Þó til væm menn sem bám heill skólans fyrir bijósti sér, þá ber þar hæst Sigurð B. Sívertsen. í ávarpi til sóknarmanna á þjóðhátíðinni 1874, segir hann: „Nú til þess að ég sjálfur þó frá- verandi sé, taki þátt eða eigi hlut í einhveiju þvílíku, hef ég ásett mér að leggja lítinn skerf: 1. 5 rd. til menntunar og frekari framfara einhveijum efhilegum unglingi, sem með tímanum álitist hæfur að taka á móti. Áskil ég mér á sínum tíma, ef ég lifi, að útvelja hann, en á meðan hugsa ég að þessir peningar verði á vöxtum. 2. Ætla ég mér að gef einhveiju fátæku bami 10 rd. árlegan styrk til forsorgunar eða framfara, en það bam útvel ég sjálfur, og kemur ekk- ert við sveitameðlagi eða að hafa til- lit til þess. 3. Árlegt tillag mitt til bamaskól- ans verði líka 5 rd.“ Sigurður var með þessu að ganga á undan með góðu fordæmi og að FAXI 59

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.