Faxi - 01.02.1989, Síða 33
Útvarp Suðurnes - Sjónvarp
Fyrir allmörgum árum síðan festu
þeir Magnús Gíslason og Hjálmar
Amason sér nafnið Útvarp Suðumes.
Síðan þá hefur mikið vatn mnnið til
sjávar og óhemjumikið gerst í fjöl-
miðlamálum. Nú fyrir skemmstu var
síðan bætt við nafnið, þannig að nú
heitir félagið Útvarp Suðumes-sjón-
varp. Tilgangurinn er augljós. Hver
veit nema þess verði ekki svo langt að
bíða, að hér á Suðumesjum komi upp
útvarp á svipaðan hátt og við þekkjum
fráöðmm landshlutum, t.d. svæðaút-
varp. Nú hefur um nokkurt skeið far-
ið fram kennsla í íjölmiðlun við Fjöl-
brautaskólann og því er að koma fram
ungt fólk sem mun leita sér að starfs-
vettvangi.
Viðar Oddgeirsson er einn af
myndatökumönnum ríkissjónvarps-
ins. Við þekkjum hann mjög vel hér
syðra, því oft sést hann á ferðinni við
upptöku íþróttaleikja eða fréttaefnis.
Viðar er í hópi hinna einlægu sjón-
varpsáhugamanna og áhuginn hefur
ekki dvínað, eftir að hann fór að starfa
að fullu við sjónvarpið. Þess utan hef-
ur Viðar mjög mikinn áhuga á að forða
frá skemmdum öllu því efni sem til er
á filmu frá undangengnum ámm. Þar
með talið er allt það efni sem til er hjá
ríkissjónvarpinu frá því það tók til
starfa. Það væri mjög slæmt, ef þetta
myndefni glataðist, en ef ekkert verð-
ur að gert, þá er mikil hætta á því.
Þetta efni er af öllum Suðumesjunum
og ættu menn því að sameinast um að
bjarga því.
Norðurlandamót í körfu
- POLAR CUP 1989
Þá styttist í það, að Polar Cup, þ.e.
Norðurlandameistaramót í körfu-
knattleik 1989 fari fram hér á Suður-
nesjum undir sameiginlegri stjóm
ÍBK, UMFN og UMFG. Mótið verður
sett íNjarðvíkþann 25. apríl kl. 20:00
og em allir velkomnir. Þar verður
mótið sett eins og áður sagði og liðin
kynnt. Eitt og annað verður síðan til
skemmtunar. Formaður móttöku-
nefndarer Bogi Þorsteinsson, en hann
hefur allra manna mest stuðlað að
framgangi körfuknattleiks á íslandi.
Það verða lið Noregs og Svíþjóðar
sem leika fyrsta leikinn kl. 18:00 í
Njarðvík þann 26. apríl. Svíþjóð hef-
ur lengst af, ásamt Finnum, átt sterk-
asta lið keppninnar, en hin liðin hafa
veriðaðsíga á, seinni árin. Fyrsti leik-
ur íslenska liðsins veröur sama kvöld
íGrindavík, en kl. 20:30 verður leikið
við Dani. Má þar búast við hörðum og
spennandi leik sem vert er að fylgjast
með. Nýlega er búið að setja upp nýja
áhorfendabekki í íþróttahúsinu í
Grindavík og komast þar 5—600
manns í sæti, en með góðu móti kom-
ast fleiri áhorfendur að.
Mótið er þannig sett upp, að leik-
dagar verða þrír á hverjum stað, þ.e. í
Grindavík, Njarðvík og Keflavík. Síð-
ustu leikimir verða leikur íslands og
Noregs og Svíþjóðar og Finnlands.
Fara þeir leikir fram í Keflavík 29.
apríl kl. 14:00. Að loknum þessum
leikjum fer síðan fram verðlaunaaf-
hending og mótsslit.
DTSYN
UMB0DÍ KEFLAVÍK 0G NÁGRENNI
Við bjóðum sem fyrr upp á vorferðir í
apríl og maí til Costa del Sol á sérlega góðu
verði. Þá er hitinn notalegur og þegar heim
er komið, þá er allt sumarið eftir
hér heima.
Verið velkomin á skrifstofuna til okkar til
skrafs og ráðagerðar um spennandi ferðalög
til allra átta.
HELCl HÖLMl
Hafnargötu 79 — 230 Keflavík — Sími 92-15660