Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.02.1989, Qupperneq 36

Faxi - 01.02.1989, Qupperneq 36
Meðferðarstofnanir leysa ekki vandann * Avarp flutt í Keflavíkurkirkju á nýársdag Góðirgestir á Stórstúkuþingi í Kejlavík. Frá vinstri: Einar Gíslason, Tómas Helga- son, Guðsteinn l’engilsson, Vilhjálmur Hjálmarsson, fyrrv. menntamálarádherra og Hilmar Jónsson, œdsti templar. Ágætu Keflvíkingar, aðrir tilheyr- endur. Eg vil þakka þá vinsemd sem séra Olafur Oddur Jónsson sýnir mér og bindindissamtökunum í landinu með því að bjóða mér að ávarpa ykkur hér á þessum stað og þessari stundu. Til að byrja með óska ég ykkur öllum gleðilegs árs. Á þessu ári 1989, verður Keflavíkurbær 40 ára. Á slíkum tíma- mótum er að sjálfsögðu margs að minnast. Gagnstætt Höfnum, Grinda- vík, Garði og raunar fleiri stöðum á Suðumesjum á Keflavík litla forsögu. Samkvæmt elstu manntölum búa hér í Keflavík mjög fáir. Það er ekki fyrr en upp úr 1848 sem staðurinn kemst að einhverju marki á landakortið en þaðárgerðist H.P. Duus verslunareig- andi hér. En segja má að framfarir verði hér fyrst þegar Þórður Thorodd- sen læknir og kona hans Anna Guð- jónsen setjast hér að. Þá er stofnuð stúka, 27. desember 1885 en Góðtemplarareglan var þá eina félagsmálahreyfmgin í landinu. Frá stúkunni kemur aurasjóður sem verðuV vísir að sparisjóði, mynduð eru samtök um verslun og útgerð og Anna byrjar hér tónlistar- og söngtil- sögn. Raunar er það stórt undmnar- efni hvemig aldamótakynslóðin braut fjötra stjómmála, fátæktar og for- dóma á örskotstundu. Einn liður í undirokun þjóðarinnar hafði verið sá að Danir gættu þess vel að hér skorti aldrei vín, þótt mjöl og aðrar nauð- synjar þryti. Þess vegna snem fram- verðir aldamótamanna geiri sínum gegn áfengi, drykkjutísku og áfengis- auðmagni ekki síður en gegn erlendu valdi og erlendri undirokun. Samt reyndist það mörgum góðum dreng erfið þrela-aun að rata hinn gullna meðalveg. Sem dæmi skulum við aðeins taka örlög Sigurðar Júl. Jóhannessonar skálds og mannvinar, fyrsta ritstjóra Æskunnar, bamablaðs Góðtemplara. Eftir tæplega tveggja ára starf við blaðið varð Sigurður að flýja land vegna stóryrða í garð Dana og yfirvofandi meiðyrðasektar. En sókn bindindismanna var á þessum ámm bæði þung og sterk og fóm þar fyrir liði Bjöm Jónsson ritstjóri Isa- foldar, síðar ráðherra, Guðmundur Bjömsson landlæknir, Þórhallur Bjamarson biskup, Skúli Thoroddsen alþingismaður og fleiri og fleiri. Árið 1909 samþykkti Alþingi bann á bmggun og sölu áfengra drykkja með 25:11 atkvæðum (þar af vom 5 kon- ungskjömir) eftir að 3/5 hlutar lands- manna höfðu samþykkt bannið í alls- herjaratkvæðagreiðslu. Bannið kom til framkvæmda 1. janúar 1915 og stóð í tæp tvö ár eða þar til læknar fengu undanþágu 1917 til útgáfu svokallaðs læknavíns. Þyngsta höggið kom frá erlendu ríki 1922 þegar þess var kraf- ist að lög landsins yrðu afnumin til þess að Islendingar gætu selt saltfisk til Spánar. Skilyrðið var kaup íslend- inga á spænsku rauðvíni. En hvemig vom bannárin? Var þetta ekki tímabil smygls, afbrota og óeirða eins og bannámnum er lýst í amerískum myndum t.d. Hinum vammlausu (The untouchables). Látum íslenska samtímamenn tala: Jón Magnússon, þáverandi bæjar- fógeti í Reykjavík sagði í ræðu 1916, , ,að nú væri ekkert þurfamannaheim- ili á sveitarframfæri hér vegna áfengis- nautnar framfærslumanns en áður var hundraðasta þurfamanna á heim- ilum vegna áfengisnautnar allhá. Áð- ur var erfitt að lögskrá á fiskiskipin vegna þess að svo mikill hluti skip- verjanna var dmkkinn. Nú kemur það varla fyrir að ölvaður maður sjáist hér við lögskráningu. Þessi dæmi virðast mér sýna ljóslega, hve feiki- mikill munurinn er. Það er því ljóst að ekki getur komið til mála að aftaka eða lina á flutningsbanninu." Og Jón Sigtryggsson yfirfangavörður í Reykjavfk, sem manna best þekkti til afbrotamála á þessum tíma, skefur ekki utan af umsögn sinni. Hann seg- ir: „Vínbmgg þekktist ekki á þeim ár- um. Árin 1916 og 1917 var enginn ís- lenskur maður settur í fangelsi fyrir glæpi eða gróf afbrot". Það þarf því ekki neina meðal-Jóna í íolsunum, þegar bannámnum er lýst sem tíma smygls og óeirða. Nú á tímum em meðferðarstofnanir taldar leysa allan vanda í áfengis- og vímuefnamálum. En hver er árangurinn af þeim? 25% sjúklinganna fær varanlega bata, hjá 35 verður breyting til batn- aðar en 45% em haldnir króniskri drykkjusýki og eiga enga von. Þessar upplýsingar em frá Guðmundi Jó- hannssyni, einum af stofnendum A.A. á íslandi. Allt tal um kraftaverk í meðferðarmálum er bull eða tilbún- ar tölur og vísa ég þá til ummæla Tóm- asar Helgasonar læknis er hann lét fyrir skemmstu falla og em hér síðar tilfærð. Á síðustu áratugum hafa íslensk stjómvöld varið gífurlegum fjárhæð- um til meðferðarstofnana en samtök og stofnanir sem vinna forvarnir sinna fræðslu og bindindisstarfi meðal æskufólks - em fjárhagslega svelt. En til hvers á að veita fræðslu spyr fólk? Á sama tíma sem alþjóðastofn- anir eins og Alþjóðaheilbrigðisstofn- unin sendir frá sér neyðarköll um vamir gegn vímuefnum hafa íslenskir valdamenn opnað allar flóðgáttir víns- og vímuefna. Hefur þeim ekki verið veitt fræðsla? Jú svo sannarlega hafa þeim verið sendar viðvaranir og fræðsla. En svör þeirra hafa verið á eina lund. 1979, á alþjóðaári bamsins var ráð þeirra lenging á opnunartíma vínveitingahúsa. Og hvað hafa fjöl- miðlamenn kallað næsta ár? Ár bjórs- ins. Þeirra framlag hefur verið fólgið í ómældum dýrðaróði um vín og vímu. Hér koma orðrétt orðaskipti sem ég átti við einn þeirra sem sannlega telur sig krossfara frelsis, Ingva Hrafn, fyrrverandi fréttastjóra Sjónvarpsins. í tilefni af ári bindindis, 1986, fór ég þess á leit við fréttastjóra sjónvarpsins að sá fjölmiöill hefði viðtal við lækn- ana Tómas Helgason, Jóhannes Berg- sveinsson, Guðstein Þengilsson og Ólaf Ólafsson landlækni. Fréttastjóri svaraði um hæl: Nei. Ég spurði: Er þetta framlag sjónvarpsins til árs heil- brigðis og bindindis? Fréttastjóri svaraði: „Við emm alltaf að ræða þessi mál. Á morgun verða menn frá S.Á.Á. hjá okkur." Ég: „Em þeir á fostum samningi hjá ykkur.“ Fréttastjóri: „Nei, nei. Sjónvarpið er opið fyrir alla". Ég:, ,Ég hef orðið var við það. Þegar bindindismenn héldu alþjóðlegt þing í Reykjavík 1984 og fóm í kröfugöngu um götur Reykjavíkur þá neitaði sjón- varpið að taka myndir. Þegar stúku- menn skomðu á bjórerindreka í kapp- ræður í sjónvarpi, þá svaraði útvarps- ráð þeirri málaleitan með skætingi. Þegar við sendum frá okkur ávarp um Ár heilbrigðis og bindindis þá að sjálf- sögðu var það ekki lesið í sjónvarpi. Jafnvel bindindismóti um Verslunar- mannahelgina má helst ekki segja frá eða mynda.“ Fréttastjóri: „Þið emð nú lands- frægir nöldrarar.” Ég: „Má ég segja það mína skoðun að eitt vel heppnað bindindismót sé mun þýðingarmeira fyrir þjóðina en meðferðarstofnanir.” Fréttastjóri: „Þú ert nú einn um þá skoðun." Ég: „En setning um almætti með- ferðarstofnunnar. Á mjög fjölmennum fundi Landsambandsins gegn áfeng- isbölinu nú fyrir skemmstu, svaraði Tómas Helgason spurningu um hvort meðferðarstofnanir hefðu ekki haft áhrif á áfengisneysluna í landinu. Svar Tómasar var, og hann tvítók svarið: „Ég veit það ekki.“ Fréttastjóri: „Hann hefur ekkert vit á þessu blessaöur maðurinn." Ég: „Auðvitað hafa allir rétt á að hafa sínar persónulegar skoðanir, en maður sem gegnir þeirri ábyrgðar- stöðu að vera fréttastjóri áhrifamesta fjölmiðils landsins, getur hvorki né má tala eins og götustrákur." Þegar hér var komið ákváðum við í fullri vinsemd að slíta okkar tali og taka þaö upp síðar við betra tækifæri. Hér speglast viðhorf sjónvarpsins til áfengismála. Það hefur verið á móti raunverulegri fræðslu um áfengismál. Ég vék í upphafi að 40 ára afmæli Kefiavíkurbæjar á þessu ári. í því sambandi vil ég undirstrika þá miklu breytingu sem orðið hefur á þessum bæ, margt til bóta en annað hefur horfið sem eftirsjá er í. Mest er um vert fallegt útlit bæjarins, bæði hús og lóðir einstaklinga og opinberar bygg- ingar og listaverk. Allt ber þetta vott um stórhug og velmegun. En hefur ekki eitthvað horfð? Aldurhniginn Keflvikingur sagði við mig fyrir skemmstu: „Ég þekki ekki Keflavík í dag, hótel, skemmtistaðir, verslanir — hvar er fiskurinn, slorið, útgerðin? Vissulega umhugsunaratriði hve höfuöatvinnuvegur þjóðarinnar á í vök að verjast. Látum það verða loka- orð þessa sundurlausa pistils að þetta ár verði ekki kennt við bjór eða aörar hörmungar af mannavöldum, heldur viturlegar ráðstafanir stjórnvalda á fjármunum og auðlindum okkar. Biðjum þess að yfir okkur verði vakað og verk okkar einkennist af kærleika eða eins og postulinn Páll sagði: „Kærleikurinn doðnar aldrei, þótt spádómurinn hjaðni og tungumálun- um sloti og skynseminni linni." Hilmar Jónsson. 72 FAXI

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.