Faxi - 01.09.1989, Qupperneq 3
AFLAFRÉTTIR
Vá fyrír dyrum — Viðkomuhrm
Klak þorskstofnsins við íslands-
strendur hefur brugðist fjórða árið í
röð. Sú er megin niðurstaða þeirra
fiskifræðinga, sem þátt tóku í árleg-
um seiðarannsóknarleiðangri Haf-
rannsóknarstofnunar, sem lauk í
byrjun september.
Fyrr í sumar hafði Hafrannsókn-
arstofnun tilkynnt tillögur sínar um
90 þúsund tonna samdrátt í þorsk-
veiðum á næsta ári, meðal annars
vegna lélegrar viðkomu stofnsins
undanfarin þrjú ár.
Spár gera nú ráð fyrir að þessa árs
þorskafli verði 320-340 þúsund
tonn. Rætist sú spá mun láta nærri
að veiðin verði um 20% meiri en
Hafrannsóknarstofnun mælti með
sem hámarksveiði. Mikill þorskafli
ár eftir ár umfram æskilegt hámark
staðfestir einn af mörgum þver-
brestum í núverandi fiskveiðistjóm-
un. Sínu alvarlegast hyggja þó flest-
n hugsandi menn hið gengdarlausa
smáflskadráp, sem viðgengst í vax-
andi mæli ár frá ári. Þessu til stað-
festingar hafa hörmuleg dæmi um
klæki við botnvörpuveiðar nýverið
verið sýnd í sjónvarpi, sem að vísu
verður að vona að séu hreinar und-
antekningar fárra óprúttinna skip-
stjómarmanna.
Sumarveiðarnar hafa gengið
fremur illa
Nú um miðjan september aflaði
Faxi sér frétta um aflabrögð sum-
arsins á hafnarvogunum hér á Suð-
urnesjum.
Heita má að sameiginleg niður-
staða þeirrar athugunar leiði í ljós
að sumarveiðar hafi almennt gengið
treylega. Kenna menn þar einkum
um gæftaleysi og minnkandi fisk-
§engd á heimamiðum.
Grindavíkurhöfn
Stærri Grindavíkurbátamir hafa
fiestir verið á rækjutrolli úti fyrir
^estfjörðum og Norðurlandi. Þor-
bjarnarbátarnir hafa landað á
Skagaströnd og afli þeirra verið
keyrður til Grindavíkur og unninn
þar.
brír bátar fengu leyfi til síldveiða í
vor en sú tilraun gaf ekki þann ár-
angur sem vænst var.
Humarveiðamar gengu glompótt
bæði vegna aflatregðu og lélegra
13
Mr Pétursson ÞH50 (heimahö/h sinni, Sandgeröi. Skipiðersmfðað (Skipasmíðastðð Marsellíusar Bemharðssonará ísafirði.
Það er 143 tonn að stcerð og er í eigu Njarðar h/f. Skipstjóri er Páll Kristjánsson.
gæfta. Eftir að netaveiðibanni sum-
arsins lauk, um miðjan ágúst, hafa
þrír bátar lagt net og fengið bærileg-
an ufsaafla.
Línuafli hjá Skarfi og Eldeyjar-
Hjalta hefur verið nokkuð góður.
Nýlega lönduðu þeir um 70 tonnum
hvor af góðum þorski eftir viku út-
hald. Hafði annar þeirra verið að
veiðum fyrir austan en hinn fyrir
vestan.
Háberg hefur reynt fyrir sér með
spærlingströll með litlum árangri til
þessa.
Heildarafli í Grindavfk frá 1. júní
til ágústloka var þessi:
Bolfiskur
slitinn humar
sfld
spærlingur
og rækja
2360 tonn
60,9 tonn
870 tonn
50 tonn
36 tonn
Þessu til viðbótar var gáma- og
saltfiskur á land kominn í júní og
júlí 864 tonn.
Sandgerðishöfn
Frá Sandgerði hafa í sumar verið
seldir margir bátar. Þeirra á meðal
em Mummi GK, stór og ágætur ver-
tíðarbátur. Harpa RE, sem er
loðnuskip, og að minnsta kosti eftir-
taldir minni bátar: Fram, Hrefna,
Sóley og Ragnar. Að undanfömu
hefur sölum minni báta fjölgað mik-
ið. Er þar á ferðinni ,,hið versta
mál“, því þannig er að þessir bátar
fara oftar en hitt í úreldingu, en
kvóti þeirra er yfirfærður, einkum
yfir á frystiskip sem fullyrt er að
stundi a.m.k. sum hver smáfiska-
rányrkju af verstu gráðu.
Til nýlundu hefur hins vegar borið
að nýtt stálskip, Þór Pétursson ÞH
50, bættist í flota Sandgerðinga í
byijun spetember. Þór Pétursson er
143 tonna frystiskip, sem stunda
mun rækju og flatfiskveiðar. Skipið
er smíðað í Skipasmíðastöð Mar-
sellíusar Bemharðssonar á ísafirði,
en Njörður hf. í Sandgerði er eig-
andi skipsins og gerir það út.
Á tímabilinu 15. maí til ágústloka
var bátaafli á land kominn í Sand-
gerði 2600 tonn í 1248 löndunum.
Tbgaraafli var 2328 tonn í 17 lönd-
unum. Frosin rækja 138 tonn, grá-
lúða 28 tonn og slitinn humar 41
tonn.
Landshöfn Kefiavík-
Njarðvík
Úr yfirliti um landanir í Keflavík-
Njarðvík, 15. maí til 13. sept., má
meðal annars draga eftirfarandi
fram:
Bátaafli 2099 tonn
trilluafli 202 tonn
togaraafli 494 tonn
Mestan afla netabáta á umræddu
tímabili hefur Happasæll KE 94, 70
tonn, en rétt er að hafa í huga að
netaveiðibann hefur verið megin-
hluta tímabilsins.
Eldeyjar-Hjalti hefur landað um
90 tonnum af línufiski.
Dragnótabátar á skrá em 10 tals-
ins með samtals 1140 tonna heildar-
afla. Stafnes KE 130erlangaflahæst
dragnótabátanna með um 377 tonna
afla. En sem kunnugt er frystir Staf-
nesið að stærstum hluta afla sinn
um borð.
Alls hafa 36 litlir færabátar lagt
afla á land í sumar. Áberandi bestan
afla þessara minni báta hefur Jaspis
KE 227. Hann hefur aflað um 16
tonn á færi og 34 tonn á línu.
Almennt þykir sjómönnum af-
rakstur sumarsins rýr. Kenna þeir
helst um risjóttu tíðarfari og minnk-
andi fiskgengd á heimamiðum.
Einnig er svo víða þannig komið að
kvóti skipa er á þrotum eða þrotinn.
Fiskmarkaður Suðurnesja
tveggja ára
Fiskmarkaður Suðumesja varð
tveggja ára 14. september. Er álit
flestra að hann sem og aðrir slíkir,
hafi sannað ágæti sitt á ýmsan hátt.
Aðrir álíta hins vegar að stundum
hafi markaðsverð otðið hærra en
raunhæft geti talist og eigi það þá
einkum við á liðnu sumri, þegar
hvert markaðsmetið af öðm hefur
verið slegið.
FAXI 191