Faxi

Árgangur

Faxi - 01.09.1989, Síða 9

Faxi - 01.09.1989, Síða 9
Jóhannes á Gauksstöðum rifjar upp sitthvað frá liðinni ævi Cftirfarandi grein birtist í Sjómannadagsblaðinu 1972, en þá var blaðið 35 ára. Við hjá Faxa teljum að margir rnuni hafa gaman af að lesa þessa frásögn og því birtum við hana hér. Jóhannes Jónsson var fæddur að Gauksstöðum í Garði 4. apríl 1888. Þar ólst hann upp með systkinum sínum og fóstur- systkinum og þar átti hann alla tíð heima. Foreldrar hans voru Guðrún Hannesdóttir frá Prestshúsum og Jón Finnsson frá Sólheimum, bæði ættuð úr Mýrdal, og mun því Jóhannes hafa átt mikið frændalið bæði í Rangárvalla- og Skaftafellssýslu. Þau Helga og Jóhannes giftust árið 1912 og voru því búin að vera gift í rúmlega hálfa öld þegar Helga lést. Þeim varð 14 barna auðið en tvö dóu ung. Afkomendur þeirra eru í dag hátt á annað hundrað. Helga Þorsteinsdóttir var fædd í Melbæ í Leiru 22. júlí 1892 og ólst hún þar upp. Poreldrar hennar voru Kristín Porláksdóttir, ættuð úr Kjósinni, og Þorsteinn Gíslason, ættaður úr Borgarfirði, kominn frá séra Snorra frá Húsafelli. í Melbæ ólst Helga upp en síðar fluttist fjölskylda hennar að Meiðastöðum í Garði. Hér hef ég alla ævi mína dvalið Garöur heitir strandlengjan frá Rafnkelsstaðabergi og út að Garð- skagatánni og byggðin upp af henni. Fiskur hefur oftast gengið grunnt á þessum slóðum og því hefur verið útræði í Garðinum svo lengi sem sögur herma. Það hafa þó um allar aldir sem sögur og annálar ná til verið áraskipti að fiskigengd á mið- um Garðmanna og eins gaf hann sig misjafnlega vel til á færi, sem lengi var helzta veiðarfærið, þó að nóg virtist af honum. Þegar við þessi misjöfnu aflabrögð bættist að stór- bændur ellegar kirkjan og síðar sel- stöðukaupmenn hirtu afraksturinn af útræðinu, þá er það svo sem við er að búast, að á ýmsu hefur gengið fyrir þessum útræðisstað sem öðr- um við ísland. Ekki verður hér rakin saga Garð- veija, enda er þeirra hlutur ekki svo mjög afleitur í sagnagerðinni miðað við ýmis önnur sjávarpláss, því að þeir hafa látið setja saman bók um byggðarlag sitt. Nú eru um 700 manns búsettir í Garðinum og Garðvetjar fram- leiddu síðastliðið ár útflutnings- verðmæti fyrir um 300 milljónir kr. Það var algeng þumalfingursað- ferð við að áætla afköst að reikna með fimmta hveijum íbúa fullvinn- andi og kemur þá 2ja millj. kr. fram- leiðsluverðmæti til útflutnings á hvem slíkan í Garðinum. Á það er vitaskuld að líta, að þar sem Garð- verjar kaupa mikið af fiski til verk- unar af bátum í öðmm plássum eiga fleiri hlut að þessu mikla útflutn- ingsverðmæti staðarins. En fyrir sama kemur. Garðveijar standa fyr- ir sínum hlut í þjóðarbúinu. Árið 1970, og síðastliðið ár var eitthvað svipað, voru fryst, söltuð og hert samtals 10.900 tonn af fiski uppúr sjó og var þá Garðurinn eins og reyndar jafnan, með hæstu fisk- verkunarplássum á landinu, til dæmis hærri en bæði Sandgerði og Hafnarfjörður. Gaukstaðir em ævagamalt útræð- isbýli í Inn-Garðinum, en Inn-Garð- ur kallast frá Rafnkelsstaðaberginu og út að Gerðum. Á Gaukstöðum hefur alið allan sinn aldur, 84 ára, útvegsbóndinn Jóhannes Jónsson. Hann var kvæntur Helgu Þorsteins- dóttur (Meiðastöðum) og áttu þau hjón 14 böm og lifa nú 11 þeirra og staðfestust synimir í Garðinum og Keflavík við sjósókn og útgerð svo sem faðir þeirra, en dætumar gift- ust nema ein í fjarlæga staði. Þau hjón, Helga og Jóhannes, hýstu bæ sinn vel og gerðarlega og allur var þeirra búskapur bæði til sjós og lands með hinum mesta myndarbrag. Gaukstaðaheimilið naut álits og virðingar í heimaslóð- unum og allra þeirra sem til þess þekktu. Helga er látin fyrir tveimur ámm en Jóhannes er enn ofar foldu, hress í anda þrátt fyrir sinn háa aldur og langa og stranga vinnu- dag, en fætumir tóku að láta sig, þegar þeir höfðu pjakkað þessa ver- öld í meira en átta tugi ára og er það nú hið eina sem angrar gamla manninn. Kjarkurinn er þó síður en svo þrotinn, það á aldeilis ekki að leggja áramar uppí bátinn fyrr en allt um þrýtur, hann ætlar að taka upp baráttuna við fótameinið af fúllum krafti. Frá Jóhannesi er sagt í bókinni: Undir Garðskagavita einnig hefur nokkð verið ritað um framgöngu hans, þegar Jón forseti fórst 1928. Það er vandséð hveija Sjómanna- dagsblaðið ætti fremur að ræða við á Sjómannadaginn en slíka öld- unga, sem hafa nú ,,dregið nökkv- ann í naust,“ eftir æfilangan bam- ing og síðan farsæla landtöku. Jó- hannes rifjar nú upp hér á eftir sitt- hvað frá liðinni ævi. ... Ég er fæddur og uppalinn hér á Gaukstöðum og hér hef ég alla ævi mína dvalið, aldrei farið af hóln- um - nema til róðra. Hér á Gauk- stöðum bjó einnig faðir minn, Jón Finnsson, en Finnur afi minn bjó hér úti í Gerðahverfinu. Hann var ættaður austan úr sýslum, Skafta- fells eins og margir Garðveijar. Hann náði sér hér í prestsdóttur frá Útskálum og staðfestist síðan hér. Móðir mín Guðrún Hannesdóttir var frá Prestshúsum hér í Út-Garð- FAXI 197

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.