Faxi

Árgangur

Faxi - 01.09.1989, Síða 12

Faxi - 01.09.1989, Síða 12
pungaprófið. Ég taldi einnig að það gæti reynzt mér vel að hafa líka vél- stjóraréttindi svo að ég fór næst á mótomámsskeið og fékk mótorista- réttindi, eins og þá var kallað. Árið 1914 varð ég svo vélstjóri á fyrsta íslenzka landhelgisgæzlu- bátnum, Agústi. Það var annað ár- ið, sem Agúst var við gæzluna. Þetta var 15 tonna pungur og náttúrlega ekki hægt að vinna nein hervirki á honum önnur en reyna að ná núm- erum togaranna og kæra svo, en al- veg tvímælalaust gerði þessi gæzla þó gagn. Löngu seinna var ég svo í landvöm á eigin báti, Jóni Finns- syni I. Þeir vom ágengir brezku togar- amir . . . Það má nú segja. Þeir mega skammast sín Bretamir fyrir rán- yrkjuna hér fyrr og síðar . . . Þeir vom oft á tíðum alveg uppí land- steinum . . . ég man eftir einum sem strandaði hér í Gerðahólman- um með vörpuna úti. . . það gerði nú reyndar einn íslendingur líka, en það er sama, það var ekkert svip- að, hvað Bretamir sóttu meira inn í landhelgina, að minsta kosti á þess- um slóðum héma. Ég man ekki eftir því þessi ár sem ég var viðriðinn gæzlu hér í sunnan- verðum Flóanum, að við þyrftum að kæra íslending. Sjálfsagt hafa þeir skotizt eitthvað innfyrir á nætumar, Jón Finnsson III. en það vom ekkert svipuð brögð að því og með brezku togarana, sem vom hér leynt og ljóst uppí land- steinunum ámm saman . . . nei, þeir gerðu ekki svo mikinn usla í netunum, þeir komu svo seint á vor- in að menn vom almennt búnir að taka upp net . . . en það var línan á vorin og haustin, því að þeir vom hér framá haust. TFöllaróðrar . . . . . . nei, ég var sjálfur aldrei með í þessum tröllróðrum svonefndum. Það var áður en ég byijaði róðra, en ég man vel eftir þeim. Héðan úr Garðinum var þetta nú aðallega stundað af bátum tveggja útgerðar- manna . . . Þeir fengu mikinn fisk úr togurunum. Mér er f fersku minni eitt dæmi um það. Það hafði verið landsynningsrok og togaramir legið allir inn undir Stapa, og svo þegar lygndi, eins og hann gerir oft hér í smástraumsflóð, þá héldu þeir allir strax á miðin til veiða. TVeir for- menn héðan fóm út til þeirra. Um fjögurleytið um daginn vom þeir búnir að sækja annar tvo báta full- fermd, hinn þijá, af spriklandi fiski úr togumnum. Tbgarakarlamir áttu mjög erfitt með það á þessum ámm að inn- byrða vörpuna með miklum fiski í, og þá höfðu þeir það svoleiðis, að FRAMHALD Á BLS. 214 MUNIÐ ORKU- REKNINGANA Eindagi orkureikninga er 15. hvers mánadar. Látið orkureikninginn hafa forgang Hitaveita Suðurnesja Útivistartími barna Samkvæmt lögum um útivistartíma barna á tímabilinu 1. september til 1. maí, er börnum 12 ára og yngri ekki leyfilegt að vera á almannafæri eftir kl. 20 nema í fylgd med fullorðnum. Sömuleiðis er börnum yngri en 15 ára óheimil útivist eftir kl. 22 nema í fylgd með foreldrum eða á heimleið frá viðurkenndri æskulýðsstarfsemi. Barnaverndarnefnd Keflavíkur 200 FAXI

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.