Faxi - 01.09.1989, Blaðsíða 15
Til samanburðar má geta þess,
að septemberveðrið mikla 1936,
var aðeins hálfdrættingur á við
Þetta ofsaveöur. í verstu hryðjunum
1936, mældust í Reykjavík, 65
hnútar. Sextíu og fjórir hnútar eru
tólf vindstig. í septemberveðrinu
fórst franska rannsóknarskipið
Pourqui Pas?
Veðrið 1973 olli tug- ef ekki
hundruð milljóna króna tjóni, eink-
umásuður-, vestur-og norðurlandi.
Óveðursdagana var stórstreymt og
því meiri hætta á ferðum. Sjómenn
voru þvi víðast við báta sína. í Kefla-
víkurhöfn rak upp v.b. Snorra KE
131. Hann var gamall átján lesta eik-
arbátur. Hann náðist fljótlega út og
skemmdist lítið.
í Sandgerði lágu þá átján bátar
sem brotnuðu meira og minna. Að-
eins sex þeirra sluppu frá veruleg-
um skemmdum. Steinunn gamla KE
69, á þar í höfninni, og sökk. Er hún
náðist upp, var hún talin ónýt.
Er veðrið skall á, var vindátt í
Sandgerði suðaustlæg en lítið
skjól. Töldu þásjómenn þar, að þet-
ur væri kominn garðurinn í suður-
höfninni, sem til umræðu hafði ver-
ið i tíu til fimmtán ár. En gerö garðs-
ins, hófst rúmu ári eftir að óveður
þetta geysaði.
Steinunn gamla KE 69, var 87
lestir, smíðuð úr eik i Svíþjóð 1946.
Eigendur hennar þá voru Ólafur E.
Einarsson o.fl. í Keflavík. Báturinn
gekk um árabil frá Keflavík, en sið-
ustu árin frá Sandgerði. Var hann þá
í eigu Miðness h.f. Steinunn gamla
var skrásett i Keflavík og er þess
vegna getið hér í annálnum.
(Mbl. 25. sept. 1973: „Vindhraðinn
( 108 hnúta“.
Mbl. 25. sept. 1973: ,/Ibgmilljón
króna tjón en engir mannskaðar“.
Mbl. 25. sept. 1973: Bát sleit upp (
Keflavík*4.
Tíminn 25. sept. 1973: „Veðrið óg-
urlegt“).
Óttast um v/b Stakk
Um tvö leytið, aðfaranótt 17.
nóvember 1973, fór v.b. Stakkur KE
í róður frá Keflavík, án þess að til-
kynna það. Er leið á morguninn
gerði noröaustan strekking, sem
jókst er leið á daginn. Héldu þá
flestir Keflavíkurbátar til heima-
hafnar, en Stakkur, sem var ellefu
lesta bátur, var ókominn. Reynt var
að kalla bátinn uppi í talstöð, en það
bar ekki árangur. Um sjö leytið um
kvöldið náðist loks samband við
Stakk. Sagði skipstjóri, að bilun
hefði orðið í stýrisbúnaði, og kvaðst
Stcinunn gamla var hyggd íSviþjöd 1947 og var 87 tonn. lvssi mynd erlíklega tekin
um 1960 og sýnir hdtinn med síldarnotina um bort) á leid á Sudurlandsmit) frá
Keykjavtk.
Steinunn gamla KE 69. Myndin sýnir glögglega hinar miklu breytingar sem un)u
á hátnum þegar sett var á hann nýtt stýrishús og hvalbakur í Dráttarhraut
Keflavíkur árið 1963.
Stakkur Kli 86. 11 tonna súdbyrðingur.
hann ætla að liggja yfir línunni til
morguns. Gaf skipstjóri því næst
uppstaðarákvörðun. Þarsem veður
var ekki gott, en sjór talsverður, var
óttast um bátinn um nóttina, er í
hönd fór. Er ekkert heyrðist frá
bátnum um nóttina var hann kallað-
ur upp með veðurfregnum kl. 4.30
um loftskeytastöðina í Reykjavik.
En ekkert heyrðist frá Stakk.
Klukkan átta að morgni 18.
nóvember, var hafin skipulögð leit
að bátnum. Leitarflokkar gengu
fjörur og tíu bátar leituðu á sjó. Auk
þess leitaði flugvél úr lofti. Auglýst
var eftir bátnum i hádegisútvarpinu
sama dag og ét hann þá heyra frá
sér. Fannst báturinn síðan og dró
Hamravík KE 75, línu hans, en
Stakkur hélt inn til Keflavikur.
(Sudum.tfÓindi 23. nóv. 1973:
,,Báts saknað“).
FRAMHALD Í NÆSTA BLAÐI
BÓKASAFN NJARDVÍKUR
Grunnskólanum - Sími 11015
Skóla- og almenningssafn
Almenn útlán:
1. sept. — 31. maí
mánudaga kl. 16- -20
þriðjudaga kl. 15- -19
miðvikudaga kl. 15- -19
fimmtudaga kl. 19- -22
laugardaga kl. 13- -15
1. júní — 31. ágúst
mánudaga kl. 16- -20
þriðjudaga kl. 15- -19
fimmtudaga kl. 19- -22
FAXI 203