Faxi

Volume

Faxi - 01.09.1989, Page 16

Faxi - 01.09.1989, Page 16
SKÓLAR A SUÐURNESJUM GRUNNSKÓLINN SANDGERÐI 1938 TIL 1988 50 ára afmæli Síðastliðið haust var Grunnskól- inn í Sandgerði settur í fimmtugasta skipti á núverandi stað. Árið 1938 var skólinn allur kominn undir eitt þak, en áður hafði starfsemin farið fram á fleiri en einum stað. Skólahúsið sem tekið var í notkun 1938, var u.þ.b. 300 m2. Það er enn í fullri notkun. Árið 1960-61 bætt- ist við 468 m2 álma, þannig að þá var húsnæðið í heildina um 800 m2. Nú í haust, á fimmtíu ára afmæli skól- ans, bættist 409 fermetra áfangi við, þannig að nú er heildarkennsluhús- næði um 1200 m2 auk rúmlega 1000 m2 íþróttahúss og sundlaugar. Enn er þó langt í land með að húsnæðið fullnægi þörfúm skólans, en áætlað er að það þurfi að vera u.þ.b. 3000 m2. Á þessu fimmtíu ára tímabili hafa fjórir skólastjórar verið við stjóm skólans, þeir Valdimar Össurarson, sem var skólastjóri 1930 til 1946, Aðalsteinn Tfeitsson 1946 til 1957, Sigurður Ólafsson 1957 til 1985 og Guðjón Þ. Krisljánsson fiá 1985. Árið 1986 var Ásgeir Beinteinsson ráðinn fyrsti yfirkennari við skól- ann. Á undanfömum árum hafa skól- anum borist margar veglegar gjafir. Fermingarsystkini fædd 1948 færðu skólanum að gjöf áritaða mynd af Sigurði heitnum Ólafesyni í tilefni af 25 ára fermingarafmæli sínu. Fermingarsystkini tædd 1953 færðu skólanum veglega bókagjöf til byijunar skólasafns. Fermingarsystkini frá 1958 færðu skólanum 50 þúsimd krónur til kaupa á tölvubúnaði. Á hátíðarsetningu í tilefhi af fimmtíu ára aftnæli skólans gaf Lionsklúbbur Sandgerðis honum þijár tölvur sem em ánægjuleg við- bót við skólastarfið. Þær auðvelda öll störf við stjómun skólans. Verkefnagerð verður auðveldari og aðgengilegri, verkefhin skemmti- legri og tölvur verða spennandi inn- legg í kennsluhætti skólans. Þá barst skólanum vegleg bóka- gjöf, um 700 bindi, auk 50.000 króna frá íbúum Miðneshrepps. Gjöf, sem sýnir ómetanlegan hlý- hug og velvild. Foreldrafélag skólans hefur stutt við bakið á ýmsri starfcemi skólans og fært honum veglegar gjafir. Skólastarf í 50 ár í skólahaldsskýrslu frá árinu 1938 til 1939 kemur fram að í skólanum vom þá alls 66 nemendur í þremur deildum. kennarar vom 3. í dag em skráðir nemendur 250 í fimmtán deildum. Að kennslu starfa nú 20 manns auk 6 annarra starfemanna. Þegar skólastarf hófet hér á núver- andi stað vom fræðslulögin ffá 1907 í gildi, en skólaskylda ffá 7-14 ára aldurs hafði verið lögleidd árið 1936. Luku nemendur þá svo- nefndu fullnaðarprófi. Skólinn sem hóf starfsemi slna 1938 (gamli skóli). 204 FAXI

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.