Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.09.1989, Qupperneq 20

Faxi - 01.09.1989, Qupperneq 20
SKÓLAR Á SUÐUR- NESJUM skömmu, þegar vetrarstarflð var rétt að heQast og ræddi við kennara og nemendur. Skólinn var skoðaður undir leiðsögn Guðjóns skólastjóra og Ásgeirs yfirkennara. Það sem hér fer á eftir eru nokkrar glefsur úr þeirri för. Skólahúsnæðið Eins og fyrr hefur venð frá skýrt, þá hófst kennsla í núverandi hús- næði skólans á árinu 1938. Síðan þá hefur margoft verið byggt við skól- ann, nú siðast mjög góð kennslu- álma, sundlaug og mjög gott íþróttahús. Allt húsnæðið er mjög aðlaðandi og ber glöggt vitni um góða umgengni. í viðtölum við nokkra nemendur skólans kom í ljós, að þótt þeir teldu sig eiga jafirt- vel eitthvert hrós skilið fyrir góða umgengni, þá vildu þeir fyrst og fremst þakka hana honum Einari Valgeirssyni húsverði. Einnig er at- hyglivert, hversu góð samræming er milli allra bygginganna sem þó eru byggðar á svo mismunandi tímum. Þá kom fram í frásögn Guðjóns að árlega er sérstökum tíma hjá nem- endum varið í að snyrta og hreinsa til í umhverfi skólans. Þar að auki sér 6. bekkur um að græða upp ákveðin svæði í hreppnum. Við skoðuðum m.a. kennslustofu fyrir heimilisfræði sem Guðjón sagði að væri mjög vinsælt fag. Þar kennir Helga Karlsdóttir og var far- ið að hennar leiðbeiningum, þegar stofan var innréttuð. Þar fá nemend- ur góða leiðsögn í flestum heimilis- störfum, s.s. matseld, þvottum og hreingemingum. Og ekki skemmir það að setjast til borðs og snæða þann mat sem maður hefur sjálfur eldað. Þá eru einnig þjálfaðir al- mennir borðsiðir. Smíðastofa skólans er í bráða- birgðahúsnæði í íþróttahúsinu, þar sem síðar munu koma búnings- og baðklefar. Smíðakennari er Mekkín ísleifsdóttir, en á meðan hún er í leyfi, þá kennir smíðina Haraldur Valbergsson. Það er nú þannig um skólahús- næði, kannski umfram annað hús- næði, að um leið og nýtt hús hefur verið byggt, þá er það fljótlega orðið of lítið. I samræmi við þessa kenn- ingu, þá em þeir Sandgerðingar famir að velta fyrir sér næstu við- byggingu. Hvenær úr henni verður veit enginn, en sem betur fer er skólinn það vel settur, að nægilegt landrými er fyrir hendi. Verður gaman að fylgjast með því hvað ger- ist í þeim málum á næstu ámm. Kennsluhættir Sá sem þetta ritar starfaði við kennslu um nokkurt skeið fyrir tveimur áratugum og telur sig því vera í góðri aðstöðu til að átta sig á þeim breytingum sem orðið hafa á kennsluháttum. Ekki er nokkur vafi á því í mínum huga, að mikil og góð þróun hefur átt sér stað í þeim efnum og er greinilegt að þar er Sandgerðisskóli engin undantekn- ing. Mikil áhersla er í dag lögð á að kenna nemendum sjálfstæð vinnu- brögð og nám hvers nemenda sé við hæfi. Sérkennsla er fyrir hendi bæði fyrir yngri og eldri nemendur og einnig aðstoð við heimanám sé þess óskað. Gamli góði fjölritarinn er horfinn en í staðinn em ljósritun- arvélin og tölvan komin til skjal- anna. Kennarar hafa náð mikilli leikni í notkun ljósritunarvéla og smátt og smátt em þeir að uppgötva hina geysimiklu möguleito tölv- anna. Þá em nemendum víða gef- inn kostur á námi í notkun tölva. Við höfum áður í þessum þáttum minnst að vinnuáætlanir sem kenn- arar hafa vikulega lagt fyrir nem-

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.