Faxi - 01.09.1989, Qupperneq 28
Ég var að koma heim eftir eins árs
dvðl í Frakklandi og mig langaði að
segja ykkur aðeins frá henni.
Ég var í Frakklandi á vegum
skiptinemasamtakanna AFS eða
American Field Service en þau hafa
starfað sjálfstætt í ein 32 ár hér á
landi.
Ég kunni lítið í frönsku er ég lagði
af stað héðan í ágúst ’88. Haldið var
undirbúningsnámskeið fyrir okkur
þtjá fyrstu dagana, þ.e.a.s. fyrir
þessa 117 krakka frá 24 löndum,
sem komnir voru í sama tilgangi og
ég; að kynnast einhveiju öðru.
Á þessu undirbúningsnámskeiði
lærðum við um siði og venjur
Frakka sem okkur þótti hálf bros-
legar fyrst en urðu svo sjálfsagður
hlutur er leið á dvölina, eins og t.d.
að láta brauðið ekki á diskinn held-
ur við hliðina á honum og margt
fleira.
Eftir þetta námskeið komu fjöl-
skyldur hvers og eins að ná í sinn
skiptinema. Ég var svo heppin að fá
fjölskyldu í Seine-St. Denis-sýslu, í
Villepinte, sem er 30.000 manna
smábær 15 km norður af París og
telst hann til hins svokallaða stór-
Parísarsvæðis.
Fósturfjsölskylda mín var mjög
ólík minni eigin. í henni voru for-
eldramir og svo 2 stelpur, 18 og 21
árs.
Þau voru öll mjög þröngsýn og allt
gekk út á að spara, þó þau væru alls
ekki illa stæð. Ég mátti t.d. ekki
opna tvær mjólkurfemur á sama
tíma eða tvo kexpakka, það átti bara
að opna fyrst eitt, klára það og opna
svo annað. Ég lærði helling á þessu
og núna finnst mér íslendingar
bmðla svo mikið með allt. Allt er
opnað í einu og svo hent hálfétnu.
Þama úti var aldrei neinu hent.
Pabbinn leit á sig sem ruslatunnu,
ef við vildum það ekki, þá át hann
það.
Þetta var kaþólsk fjölskylda. og
mamman var mjög trúuð, þess
vegna fór ég ekki mikið út á kvöld-
in. Þetta vissi ég ekkert um fyrstu
dagana og fór eitt kvöldið út að
borða með nokkrum krökkum úr
FRAKKLAND
OG
JÓRDANÍA
*
A
EINUÁRl
Friðrikka Kr. Stefánsdóttir
segir frá
skólanum og kom heim kl. hálfeitt
um nóttina og allt varð vitlaust.
Seinna komst ég að því að það
væri ekki ráðlegt að vera ein á ferð
eftir kl. 20.00 á kvöldin því þá var
Villepinte-lestastöðin orðin mjög
hættulegur staður vegna allra arab-
anna sem héngu þar og hreinlega
biðu eftir fómarlambi.
Ég fór nú samt oft til Parísar og var
þá bara yfir nótt ef ég fór eitthvað út
með hinum AFS krökkunum á
kvöldin. Við vomm 12 á Parísar-
svæðinu og héldum alltaf fundi
u.þ.b. einu sinni í mánuði, bæði til
að skemmta okkur og svo til að ræða
vandamál ef einhver vom, og um
reynsluna í heild.
Ég var í skóla í Villepinte. Hann
var alveg ferlega subbulegur að inn-
an, krot á öllum veggjum. Sumstað-
ar alveg heilu tilkynningamar um
tónleika.
Kennaramir mættu svona þegar
þeir vom búnir að reykja frammi á
gangi með krökkunum og svo voru
krakkamir sjálfir að tínast inn eitt
og eitt alveg þar til 20 mín. vom
búnar af tímanum en hver kennslu-
stund var 1 klst.
Þetta var samt misjafnt eftir kenn-
umm. Sögukennarinn lét okkur
ekki komast upp með neitt slíkt,
öskraði bara og æpti og barði í borð
og greindi frá fasismanum á Ítalíu
1923-1943. Ég náði nú mest litlu af
því sem hann sagði.
Hann tjúllaðist alveg í fyrsta tím-
anum því ég þúaði hann, en í Frakk-
landi ber manni að þéra alla sína
kennara til að sýna þeim virðingu og
eins til að halda vissri „nemandi-
kennari" fjarlægð.
Þóra vinkona kom til mín um jólin
svo ég fékk enga heimþrá. Hún
hafði verið ,,au-pair“ í I.ondon en
kom yfir til Parísar í 2 vikur svo að
það reddaði alveg þessari heimþrá,
sem ég hafði verið svo viss um að fá.
Það var ofsalega gaman að fá hana
og að tala íslensku fannst mér alveg
meiriháttar.
í febrúarlok fór ég svo með Einna,
Gunna og Sibbu í íþróttahöllina
Bercy á heimsmeistarakeppni B-
216 FAXI