Faxi - 01.09.1989, Síða 29
riðils í handbolta og sá þar íslenska
handboltaliðið okkar leggja Pólveija
glæsilega 29:26.
Þegar íslenski þjóðsöngurinn var
leikinn í lokin, sprakk ég næstum af
þjóðarstolti og hélt því í margar vik-
ur á eftir því allir í skólanum voru
alltaf að óska mér til hamingju með
sigurinn.
Það er erfitt fyrir íslending að gera
sér grein fyrir innflytjendavanda-
málinu sem ríkir í Evrópu. I Seine-
St. Denis er mjög mikið af innflytj-
endum. Þeir búa yfirleitt saman í
hverfum og stundum fannst mér ég
vera stödd inn í svörtustu Afríku
eftir fólkinu í kringum mig að
dæma. Menn í síðum skræpóttum
kjólum með alls konar skringileg
höfuðföt.
í bekknum mínum voru 25 krakk-
ar og þar af aðeins 8 Frakkar. í skól-
anum voru krakkar frá Póllandi,
Ítalíu, Portúgal, Marokkó, Alsír,
Túnis, Senegal, Indlandi, Rúss-
landi, Laos og Kambódíu, svo eitt-
hvað sé nefnt. Enda er ég kom í
skólann og stautaði út úr mér að ég
væri íslensk, svaraði fólk bara: ,,Já
komdu blessuð, ég er frá Kongo,“
eða eitthvað álíka.
Eina sem þau veittu athygli var
Eg og Þóra bökudum tvœr súkkuladikökur fyrir jólin.
hvað ég væri frá óþekktu landi.
Flestir höfðu nú samt heyrt um að
forsetinn væri kona, Geysi og að við
hefðum mikið heitt vatn.
AFS er ekki þekkt í Frakklandi og
enginn skildi hvað ég væri eiginlega
að gera þama í skólanum. Ég starði
bara út í loftið eða skrifaði bréf heim
í tímum, og skildi takmarkað. Ég
var í bekk lére A2, sem er tungu-
málabekkur og þess vegna var
franskan alveg æðislega erfið. Við
lærðum allskonar gömul verk eftir
Moliére og fleiri þekkt gömul frönsk
skáld.
Ég ætlaði að taka spænsku fyrir
þriðja mál en það var ekki í boði fyr-
ir byijendur svo ég skellti mér bara
í arabískuna frekar en japönskuna
en þessi tvö tungumál vom bæði í
boði fyrir byijendur auk latínu og
rússnesku.
Arabískan gekk hálf erfiðlega
fyrst því ég skildi ekki einu sinni
þegar kennarinn, M. Geneste,
skýrði út á frönsku, en hann var
mjög þolinmóður við mig og að lok-
um kom þetta allt saman mjög fljótt
og í enda ársins fékk ég langhæstu
einkunn á lokaprófinu og 16 í með-
aleinkunn af 20 mögulegum.
Arabískan er kennd fyrir böm
innflytjenda frá N-Aftíku, sem em
fædd í Frakklandi og hafa þ.a.l.
franskt þjóðemi, svo að þau geti
viðhaldið móðurmáli sínu. í ara-
bískutímunum lærðum við auk
tungumálsins, landafræði og siði í
þessum arabalöndum.
í kringum páska fasta múhameðs-
trúarmenn í heilan mánuð, þ.e.a.s.
þeir borða bara á milli sólseturs og
sólampprásar. Þeir borða eina mál-
tíð við sólsetur sem kallast ,,iftar“
og aðra um tvöleytið og kallast hún
,,sohur“. Á milli þessara tveggja
máltíða lesa þau upp úr Koranin-
um, helgiriti múhameðstrúar-
manna, hlusta á tónlist, hitta vini og
biðja í moskum.
Á þessum tíma, sem kallast
„Ramadan" virða þeir trú sína
meira, drekka hvorki né reykja og
stelpumar mega ekki mála sig.
Krakkamir mæta í skólann þrátt
fyrir allt þetta. (Ég þurfti að mæta á
föstudaginn langa). Mikið bar á
þreytu hjá þeim fyrstu dagana. Þau
töluðu mikið um þetta og ekki fór
fram hjá manni hve fáir borðuðu í
mötuneyti skólans.
í júní fór ég í skólaferðalag til Jór-
daníu. Við vomm 20 manna hópur
og flestir höfðu verið í arabísku eða
vom arabískir í aðra ættina.
Við áttum að leggja af stað frá
Orly-flugvellinum í París kl. 11.45
en komumst ekki í loftið fyrr en um
15.00 því að það kom sprengjuhót-
un á síðustu stundu og það þurfti að
rífa allan farangurinn aftur út úr
flugvélinni og leita í gegnum allt aft-
ur þó það hafi verið gramsað í öllu
hjá okkur og við öll þukluð frá
FAXI 217