Faxi - 01.10.1989, Blaðsíða 5
Sími 14930 - Hafnargötu 79
„Þótt nokkrir karlmenn hafi bæst
í hópinn, þá eru það fyrst og fremst
konurnar sem eru nýjar. Margar
þeirra voru í kvennakórnum sem
hér starfaði með miklum ágætum.
Þar fyrir utan eru konur sem hafa
áhuga á söng og hafa gripið þetta
tækifæri. Ég vil geta þess hér, að
enn geta fleiri bæst við, því eftir að
aðventutónleikunum lýkur, þá för-
um við að æfa önnur lög."
Við spurðum Ólaf, hvort kórfélag-
ar væru eingöngu úr Keflavík,
hann var nú ekki alveg klár á því.
Hann kvaðst aftur á móti hafa
áhuga á samstarfi við aðra kóra á
Suðurnesjum. Hann sá fyrir sér
þann möguleika, að allir kórarnir
kæmu saman á fárra ára fresti til
tónleikahalds. Þetta finnst okkur
gott mál og leggjum til, að kórarnir
skoði þetta ofan í kjölinn.
Eftir að við höfðum myndað kór-
félagana í bak og fyrir, þá fengum
við söngstjórann til að spjalla við
okkur. Við spurðum fyrst um ætt-
erni hans, því óneitanlega hljómaði
nafn hans kunnuglega í eyrum. Jú,
hann reyndist vera sonarsonur
læknisins og tónskáldsins Sigvalda
Kaldalóns frá Grindavík. Hann
kvaðst vera 47 ára tónlistarkennari,
lauk námi fyrir ellefu árum síðan,
en er reyndar aftur kominn í nám í
dag. Við spyrjum hvers vegna hann
væri kominn til Keflavíkur til að
þjálfa kór og sagðist hann þá ein-
faldlega hafa verið beðinn um að
koma og hefði hann slegið til. Og
hvernig líst honum svo á?
„Mér líst Ijómandi vel á þetta
starf. Fólkið er námfúst og tekur æf-
ingarnar alvarlega. Það er rétt sem
kom fram hjá Ólafi, að sumir hafa
þekkingu á söng og aðrir leika á
hljóðfæri, það hjálpar. Annars þurfa
þeir sem æfa kórsöng bæði að geta
sungið og hlustað. Þú verður að
hlusta á söng hinna og þú verður að
gefa eftir af þínum styrk til þess að
samhljómar fáist. Þetta er ekki hægt
nema þú hlustir á þá sem syngja
með þér, þetta er mikið hópstarf."
Við spyrjum þá félaga, hvaða stíll
verði á vorkonsert karlakórsins.
Þeir litu þá sposkir hvor á annan og
svarið var: „Blandað efni úr ýmsum
áttum."
Við spjölluðum síðan í lokin lítil-
lega við stjórn kórsins, en í henni
eru nú eftirtaldir félagar: Formaður
Axel Pétursson, varaformaður Ólaf-
ur Erlingsson. Aðrir í stjórn eru
Þórður Guðmundsson, Páll Ólafs-
son, Þórður Ingimarsson og Sverrir
Guðmundsson. Söngurinn var nú
aftur farinn að hljóma af fullum
krafti og við Elli drógum okkur í hlé
svo lítið bar á. Við höfðum gaman af
að sjá þennan kraft hjá kórnum og
hlökkum til að mæta á tónleikum
vetrarins. Kannski ættir þú, lesandi
góður, að drífa þig líka!
H.H.
FAXI 225