Faxi - 01.10.1989, Blaðsíða 31
EFTIRLEIT
Eitt haustið fórum við Jón bróð-
ir í eftirleit. Það hefir sennilega
verið um mánaðamótin október-
nóvember.
Meira held ég nú að þetta væri
farið til að þykjast en í von um að
finna fé. Mig minnir að við gengj-
um fyrst upp í Stekkjarskál og síð-
an fram hlíðina.
Riffillinn var með í ferðinni, höf-
um máske vonast eftir að rekast á
tófu. Það var annars merkilegt
með tófurnar. Væri maður vopn-
laus voru þær oft að flækjast ná-
lægt manni, en væri byssan með
létu þær ekki sjá sig. Svo fór eins
í þetta skipti.
Við gengum fram Barðshlíðina í
átt að Kverkhólagili. Jón gekk of-
ar en ég neðar í hlíðinni. Þegar
komið var að gilinu sáum við
lambhrút í klettunum og bar Jón
að, þar sem hrúturinn var undir.
Ég öskraði af öllum kröftum og
bað hann að bíða eftir mér. Þaðan
sem ég var sýndist með öllu ófært
niður klettana og datt mér það eitt
ráð í hug, að skjóta hrútinn þar
sem hann stóð. En Jón var ekki á
þeim hosunum að fara að neins
manns ráðum og mér til ógurlegr-
ar skelfingar sá ég hann fara úr
skónum og byrja að príla niður
klettana.
Ég flýtti mér upp allt hvað af tók
en það var bratt og þæfing, ég
hálfmáttlaus af hræðslu og geysi-
lega móður. Það stóð á endum að
þegar ég komst loks upp var Jón
búinn að klifra niður sýlaða klett-
LJÖÐ
Lífsgœdanna hái hóll
hefir margan bugad,
þó ad hœgur heimastóll
hefdi kannski dugaö.
Þad sem gott er glatast ei
gœfan þetta sannar,
enda vaggar fúid fley
frjálst á öldum hrannar.
Uppi í heiöar helgum lund
haustsins litir loga.
Aldan fœr sér blídan blund
blœktir nótt um voga.
15. okt. 1989
Jón Sœmundsson.
ana góma hrútinn og koma hon-
um upp á brúnina. Mig minnir að
þessi hrútur væri ekki úr Flókadal,
heldur ofan af Höfðaströnd,
hvernig sem því vék nú við. Hann
hafði ekki verið í svelti, var vel á
sig kominn og hlýtur að hafa verið
all þungur.
Enn þann dag í dag er mér
óskiljanlegt hvernig Jóni tókst að
ná skepnunni við þessar aðstæð-
ur. Við vorum ekki gamlir og hann
þrem árum yngri en ég. Þetta er
ekki í eina skiptið sem Jón bróðir
hefir gert hluti sem teljast mega
óframkvæmanlegir.
Karl Sœmundsson
MUNIÐ
ORKU-
REIKNINGANA
Eindagi orkureikninga er
15. hvers mánaðar.
Látið orkureikninginn
hafa forgang
Hitaveita
Suðurnesja
^ VERSLUNIN
FMBÚÐ
Matvörur í góðu úrvali
Ávalltglœnýjar flatkökur
OPNUNARTÍMI
virka daga: 09:00—20:45
um helgar: 10:00—20:45
^ VERSLUNIN
FMBÚÐ