Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1989, Blaðsíða 15

Faxi - 01.10.1989, Blaðsíða 15
fajkit Útgefandi: Málfundafélagið Faxi, Keflavík. Afgreiðsla: Hafnargötu 79, sími 11114. Blaðstjórn: Helgi Hólm, ritstjóri, Kristján A. Jónsson, aðst.ritstj., Guðfinnur Sigurvinsson, Hilmar Pétursson og Birgir Guðnason. Filmu- og plötugerð: Myndróf. Prentun: Prentstofa G. Benediktssonar. 7. tölublað 49. árgangur VETUR GENGUR I GARÐ Að undanförnu hafa fréttir af erfiðleikum verið háværari en góðar fréttir. Það hefur kveðið við bölsýnistón á flestum sviðum. Því er ekki að neita, að víða er erfitt og margir sjá ekki fram úr sínum vandræðum. Við skulum samt vera minnug þess, að þjóð vor er öflug og við látum ekki bugast við mótlæti, heldur sameinumst um að finna lausn á vand- anum. Vetur konungur er nú genginn í garð. Margir horfa til þess tíma með tilhlökkun þó aðrir kvíði honum. Misjöfn veður og oft válynd gera okkur á stundum erfitt fyrir en hins veg- ar er tign náttúrunnar sjaldan meiri en þegar hvít mjöllin þekur landið. Á þessum árstíma verður fólk meir en endra nær að temja sér aðgát. Veturinn er lengsta árstíðin hér á landi og því er mikilvægt að við tökum honum með já- kvæðu hugarfari. Þegar myrkrið grúfir yfir, þá vill einnig drungi hvíla yfir mannshuganum. Þá skulum við hafa það hugfast, að einmitt um vetrartímann er svo margt hægt að gera sér til hugarléttis. í því sambandi má nefna starf leik- húsa og leikfélaga, tónleika hvers konar, inniíþróttir eru í hámarki svo eitthvað sé nefnt. Svo þegar líða tekur á vetur- inn taka skíðaferðirnar við. Við skulum horfa til vetrarins að þessu sinni með von um skemmtilegan tíma. ÍSLAND, EVRÓPA OG EFNAHAGSBANDALAGIÐ Um þessar mundir ríkir meiri eftirvænting í heiminum en verið hefur um áratuga skeið. Það sem meira er, þessi eftir- vænting er mörkuð von um betri veröld — von um betri sam- skipti milli þjóðanna — samskipti án vopnaskaks. Perestrojkan í austurhluta Evrópu hefur haft mikil áhrif og eru nú miklar líkur á, að þær þjóðir efli samskiptin við aðrar þjóðir á næstu árum. Góður árangur hefur náðst í afvopnunarmálum og vek- ur það vonir um frið í framtíðinni. Evrópubandalagslöndin hafa ákveðið, að árið 1992 verði opnaður svonefndur innri markaður hjá þessum þjóðum. Þar með falla niður allar hömlur sem verið hafa á viðskiptum milli þeirra þjóða. Við íslendingar höfum á síðari árum átt vaxandi viðskipti við EB-löndin, þannig að við eigum mikilla hags- ^ muna að gæta í þessum málum. Það er því ljóst, að við verðum að takast á við nokkur grundvallarsjónarmið á næstu árum. Hver á að vera staða íslands í framtíðinni? Eigum við að tengj- ast EB á einhvern hátt? Getum við staðið til lengdar utan við þessi samtök? Þessar og aðrar spurningar eru áleitnar og hver og einn verður að svara þeim fyrir sjálfan sig. Eitt er víst, það mun ráða miklu um efnahagslíf okkar í náinni framtíð, hvernig til tekst í þessum málum. H.H. Ársskýrsla Málfimdafélagsins Faxa Fimmtugasta starfsári Málfundarfélagsins Faxa, sem hófst 10. oklóber 1988, er nú lokið. Haldnir voru 12 fundir á starfsárinu. Eftirtalin framsöguerindi voru flutt: Vilhjálmur Þórhallsson . . — Sitthvað um umhverfismál. Kristján A. Jónsson..... — Auðlegð lands og þjóðar. Birgir Guðnason ........ — Bifreiðir í upphafi aldar hér á Suðurnesjum. Margeir Jónsson ........ — Hefur íslensk þjóð reíst sér hurðarás um öxl? Ingólfur Falsson........ — Hafnarmál á tímamótum. Benedikt Sigurðsson .... — Erlent fólk á íslandi. Gunnar Sveinsson........ — Ljóð. Karl Steinar Guðnason . . — Kjaramál. Guðfinnur Sigurvinsson . — Löggæsla á Suðurnesjum. Fundarsókn var góð á árinu. Um forföll var varla að ræða, nema félagamir væru fjarverandi úr bænum. TVeir félagar af tólf voru með 100% mætingu, en meðal- tals fundarsókn var 88,9% Einn félagi Huxley Ólafsson hætti á starfsárinu og var hann kjörinn heiðursfélagi. í stað Huxleys bættist Hjálmar Stefánsson, útibússtjóri Samvinnubankans í Keflavík, í hópinn. Síðasti fundur starfsársins var haldinn þann 27. aprfl 1989, og lauk þar með fimmtugasta starfsári Málfunda- félagsins Faxa og eru fundir orðnir 690 að tölu. Faxafélagar munu halda upp á fimmtugsafmæli félags- ins hinn 10. október 1989, en þann dag eru liðin 50 ár frá stofnun þess. spara sér leigubíl airir taka enga áhxttu! Eftireinn -ei aki neinn FAXI 235

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.