Faxi - 01.10.1989, Blaðsíða 24
Við bjóðum
upp á mikið
vöruúrval
HAGKAUP
FITJUM
SÍMI 13655
Bókabúð Keflavíkur
við að ryðja rústirnar og bera dótið
saman, fram á þennan dag, þó ekki
sé enn hægt að segja um allan
kostnaðinn. Einnig um skaðann, er
kaupmaöur mun bíöa í sumar út af
þessu . . .
KAUPMAÐURINN SÍÐASTI
Á BÁSENDUM
Hinrik Hansen kaupmaður mun
fæddur ytra 1747—1748, en dó hér
1802. Thlið er, að hér á landi væri
hann fyrst verzlunarmaður í Hólm-
inum (Reykjavik). Sennilega komið
sem búðarsveinn 1764, 16 ára. Hef-
ur síðan kynnzt stúlku þeirri, er
varð kona hans, Sigríði yngri, dótt-
ur Sigurðar Erlendssonar í Götu-
húsum. Sigurður Erlendsson var
merkur bóndi og riðinn við opinber
störf. Meðhjálpari er hann í dóm-
kirkjunni 1792, og skipaður sama
ár (með Guðmundir Jónssyni for-
stjóra við tóvélamar) til að mæla og
lýsa landi jarðarinnar Reykjavíkur
og landeign (lóð) kaupstaðarins,
ásamt blettum og húsum hvers bú-
anda þar.
Hansen kaupmaður og Sigríður
áttu 9 böm, og komust til aldurs að
minnsta kosti 3 synir þeirra:
1. Han Símon Hansen, verzlunar-
stjóri (f. 1778). Tók að sér verslun
og skuldaskil eftir föður sinn. Átti
Maríu Einarsdóttur smiðs Hannes-
sonar af Eyrarbakka. — Þau skildu.
2. Símon Hansen (f. 1782, d.
1847). Var fyrr (1812-1816) verzl-
unarstjóri í Reykjavík hjá Bjama
riddara Sfvertsen, er síðar kaup-
maður sjálfur. Byggði hann þá -
fyrir nálægt 100 ámm - sem íbúð-
arhús sitt, litla húsið, er enn stend-
ur skammt austur frá kórgafli dóm-
kirkjunnar. Hann átti Kristínu Stef-
ánsdóttur frá Káranesi í Kjós. —
Eina dóttur þeirra, Sigríði Kristínu,
átti Hannes kaupmaður, sonur
Steingríms biskups; en ein dóttir
þeirra, Soffía Kristjana, varð kona
Áma Thorsteinsson landfógeta og
móðir Hannesar bankastjóra Thor-
steinsson og þeirra systkina (S.æfir
IV, 147).
3. Pétur Hansen beykir (f. 1785),
átti systur konu Hans S. Hansen,
Vilborgu Elísabet Einarsdóttur, og
böm. (Safn V. 2, 76).
Úr sveinsstöðunni hefur Hinrik
Hansen kaupmaður unnið sig
áfram með dugnaði. Hann er orðinn
kaupmaður í Grindavík 1786 (27.
marz). En að Básendum kemur
hann sem kaupmaður með nýári
1788, og er þar til aldarloka flest
sumrin og suma vetuma að minnsta
kosti.
Frá nýári 1788 verður hann eig-
andi, með 5 öðmm, að verzluninni
á Básendum og Vopnafirði til sam-
ans. Átti 1/6 hver. Síðar losaði H.
Hansen sig við hlutann í Vopna-
fjarðarverzluninni, og náði í orði
kveðnu eignarráðum einn á Bás-
endaverzluninni.
Hinrik kaupmaður er ekki sízt
minnisverður fyrir þá skuld, aö
hann átti íbúðarhús á Básendum,
haföi þar vetursetur, dó hér og lét
eftir sig afkomendur með íslenzkri
konu. Hann er þvf einn hinn allra
fyrsti útlendi kaupmaður, sem -
eftir einokun - verður innlendur og
samlagar sig þjóðinni. En þetta er
fágætt um útlenda kaupmenn; þeir
hafa oftast — eða ekkjur og börn
þeirra — fram á vora daga fleytt
rjómann yfir pollinn af verzlun
sinni við íslendinga.
H. Hansen var orðinn fjáður vel,
en missti á einni nóttu meginhluta
eigna sinna: hús og búshluti, báta,
vöm og matvæli, fatnað og bækur.
Og ekki sést annað en að allt þetta
hafi verið óvátryggt. Eftir hefur
kaupmaður þó að sjálfsögðu átt eitt-
hvað fyrir seldar gjaldeyrisvörur
ytra, sennilega innifalið í vömfarmi
þeim, er hann þá hefur verið búinn
að panta til sín á næsta vori.
Búfénaður er ekki nefndur í bréf-
unum og ekki í skýrslu kaupmanns
eða skoðunarmanna. Fjósið og
hlaðan bendir þó á, að þar hafi veriö
1 eða 2 kýr. Er því tvennt til: að grip-
ir hafi bjargazt, eða þeir hafi ekki
verið til, og heyið, sem nefnt er, hafi
verið ætlað ferðamönnum.
Af skýrslunni sést það, að kaup-
maðurinn var í !4 mánuð eftir fióöið
með fólkið sitt í Loddu, þó ekki
væru kaupmannleg húsakynni þar í
litlu baðstofukytrunni. Þaðan flutti
hann að Stafnesi, í aðra baðstofu-
holu þar, sem þá var í eyði (senni-
lega vegna eyðilagðra haga og sand-
foks á túnið). Var hann svo á Staf-
nesi, og skrifar sig þar í hálft annað
ár, til haustsins 1800. Mun hann þá
hafa flutt til Keflavíkur, og verið bú-
inn að byggja sér íbúðarhús þar. En
aldrei sigldi hann eftir flóðið. Þrátt
fyrir þetta mikla áfelli hélt H. H.
kaupmaður áfram verzlun sinni til
dauðadags. Þegar um vorið gerði
hann við búðarræfilinn á Básend-
um og fékk þangað vömskip bæði
sumurin 1799 og 1800.
Ekki er nú kunnugt, hvenær síð-
ustu hús voru rifin niður á Básend-
um. Fyrir haustið 18(X) hefur það
ekki verið, og máske ekki fyrr en
1802 eða síðar. Þó er líklegt, að
kaupmaðurinn hafi fiutt mikinn og
gagnlegan húsavið, allt er missast
mátti, þaðan til Keflavíkur, í hús sitt
(og sölubúð) þar. En með lokum 18.
aldar, árið 1800, má telja lokið staö-
fastri verzlun á Básendum. Þó má
vel vera, að H.H., eða aðrir kaup-
menn síðar á 19. öldinni, hafi sent
þangað skip til að taka fisk og af-
henda þungar vörur, eins og á Þórs-
höfn hefur lengi verið gert.
FRAMHALD í NÆSTA BLAÐI
244 FAXI