Faxi - 01.10.1989, Blaðsíða 26
Skúli Magnússon:
Sjóslysaannáll
Keflavíkur
-----------33.
hluti
1974
Þremur mönnum bjargað
undan Keflavík
Laugardaginn 9. nóvember
1974, klukkan 6.45 síðdegis, fékk
lögreglan I Keflavík tilkynningu um,
að sést hefði neyðarblys á lofti
skammt utan og austan við Vatns-
nes. Á þessum tíma voru bátar að
koma til hafnar í Keflavík og Njarð-
vík. Sá áhöfnin á Bergþóri GK 125
neyðarblysið og hélt báturinn þeg-
ar að þeim stað, er blysið sveif yfir.
Kom þá í Ijós, að lítill hraðbátur var
vélarvana austur af Vatnsnesinu. Á
bátnum voru þrír menn og voru þeir
nýlega lagðir af stað frá Keflavík
áleiðis til Reykjavíkur. Dró Bergþór
hraðþátinn til haf nar, en annars varð
mönnunum ekki meint af við dvölina
þarna.
(Suðumcsjatíðindi 15. nóv. 1974:
,,Misnotkun neyðarblysa“.
Skömmu eftir þennan atburð, er að
ofan greinir, var flugeldum stolið úr
báti í slippnum í Keflavík og þeim
skotið á loft.
Árbók SVFÍ 1975, bls. 93-99).
Bruni í v.b. Hafborgu
I hádeginu, á milli kl. 12 og
12.30, miðvikudaginn 9. október
1974, er áhöfnin á Hafborgu GK
99, var að setjast að snæðingi í lúk-
ar bátsins, gaus uþþ mikill eldur í
vélarrúmi. Báturinn var þá staddur
um sjö sjómílur NA af Garðskaga.
Skiþverjar sáu f Ijótt að lítill friður var
til að sþorðrenna steik matsveins-
ins. Reyndu þeir strax að slökkva
eldinn, án árangurs. Skiþstjóri, Þór-
lindur Jóhannsson, tilkynnti
Reykjavíkurradíói þegar um brun-
ann. Um kl. 12.50 var eldurinn orð-
inn svo magnaður, að skipverjar
urðu að fara í gúmmlbát. Var þeim
fljótlega bjargað um borð í v.b.
Skilding, lítinn handfærabát. Tók
Skildingur Hafborgu I tog, en
skömmu siðar kom Freyr KE 98 og
dró Hafborgu inn til Sandgerðis. En
á móti bátunum kom v.b. Sæunn GK
með menn og dælur frá Sandgerði
og var strax hafist handa við að
slökkva eldinn. Til Sandgerðis
komu bátarnir um kl. 14.20 og þar
slökkti slökkvilið eldinn að fullu.
Miklar skemmdir urðu á Haf borgu
og var hún talin ónýt. Húní; ar 36 i
lesta eikarskip, smíðuð í Innri-
Njarðvík 1946. Eigandi var Jóhann
Þórlindsson, í Keflavík.
(Mbl. 10. okt. 1974: „Brennandi
bátur dreginn til Sandgeróis i gær“.
Suóum.tiðindi 11. okt. 1974:
,7Bátsbruni“.
Arbók SVFÍ 1974, bls. 93-99).
Keflvíkingur bjargar
dreng úr Sandgerðishöfn
Um kl. fjögursíðdegis, mánudag-
inn 14. ágúst 1974, hjólaði sex ára
gamall drengur fram af bryggju í
Sandgerði. Bátar voru þá að landa í
höfninni. Ljósfari ÞH 40 lá næst
slysstaðnum. Voru þrír skipverjar á
bátaþilfari og sáu er drengur féll út
af bryggjunni. Stýrimaðurinn,
Ágúst Skarphéðinsson, Faxabraut
34c í Keflavík, steypti sér í sjóinn
og bjargaði drengnum. Hvorugum
varð meint af en drengurinn hafði
sopið mikinn sjó. Þótti björgun
þessi unnin af snarræði. Ágúst var
í afleysingum á Ljósfara.
(Mbl. 14. ágúst 1974: ,,6 ára dreng
bjargað úr Sandgerðishöfn.
Arbók SVFÍ 1975, bls. 93-99).
Komdu og fáðuþér tíu dropa...
...bíllinn fœr nýja olíu (sennilega meira en 10 dropa) og kannski
síu. Þú færð þér á meðan tíu dropa af nýlöguðu kaffi ísetustofunni
okkar og lítur í blöðin en ekki miklu meira, þvíþá er vagninn k/ár.
Strákarnir á smurstöðinni okkar eru nefnilega þekktirfyrirfljóta
og lipra þjónustu, enda allt vanir menn með góðar grœjur...
/lutolite
©
Kawasaki
1
w
YAZAKI
[.'ll.ill
shösi
Aðalstöðin
Smurstöð - Sími 12620
246 FAXI