Faxi - 01.10.1989, Blaðsíða 11
SKÓLAR
Á
SUÐUR-
NESJUM
Minnismerki um Jón Þorkelsson, eflir Ríkarö Jónsson.
menni í Njarðvík það árið. (1)
Ekki er getið um barnafræðslu
aftur fyrr en séra Þórarinn Böðvars-
son vísiteraði kirkjuna í Innri-Njarð-
vík árið 1872 og yfirheyrði hann þá
sjö börn. Þennan sama vetur fóru
tvö börn úr Njarðvíkum í barnaskól-
ann á Vatnsleysuströnd, kennari þar
var Oddgeir Guðmundsson, þessi
börn voru: Bjarni Magnússon úr
Höskuldarkoti, Ytri-Njarðvík, fædd-
ur 1. des. 1857 og Steinunn Arin-
bjarnardóttir frá Olafsvöllum, Innri-
Njarðvík, fædd 29. apríl 1861.
Börn þessi munu hafa verið frá
svokölluðum efnaheimilum. Börnin
héldu til hjá frændum eða vinafólki
á nærliggjandi bæjum við skólann.
(2)
Aftur sóttu börn úr Njarðvíkum
þennan sama skóla veturinn 1874
og voru það þau Ari Jónsson úr
Narfakoti, Ólfur Ásbjörnsson Njarð-
vík og Kristín Jónsdóttir Stekkjar-
koti.
Þau börn sem ekki sóttu skólann
á Vatnsleysuströnd á þessum árum
voru yfirheyrð af prófasti.
Á þessum árum var Balsleys lær-
dómsbók eingöngu lærð í sókninni
(3) enda voru lestur og kristinfræði
einu skyldugreinarnar.
Barnaskóli mun hafa verið í Há-
koti í Innri-Njarðvík 1876—77, lík-
legt er að Pétur Pétursson hafi verið
kennari þar. Börnin lærðu lestur og
skrift og helmingur þeirra lærði
biblíusögur. 20 börn voru í þessum
skóla og þar af 4 úr Ytri-Njarðvík. (4)
Um reikningskennslu er ekki get-
ið fyrr en árið 1882. (5)
Þetta sama ár ritaði Stefán Thor-
arensen eftirfarandi um barnaskól-
ann á Vatnsleysuströnd í Isafold:
„Vegna of lítils húsnœdis í þeim
skóla, koslnadar og annarra
annmarka, réöist skólastjórnin i
aö ueita af inneign skólans 60
krónum til styrktar þess, aö sér
skóli yrdi haldinn i Njarduíkum
fyrir börnin þadan. Til vidbótar
þessum styrk, kom talsverdur
ágódi af tombólu er haldin var
þar útfrá. Tókst ad koma á lag-
legum skóla meö liprum og góö-
um kennara er kenndijafn lengi
og sömu fög og i nedri deild Tor-
keliskólans á Vatnsleysuströnd. “
(6)
Það má telja fullvíst að sér Jón
Thorsteinsson hafi kennt í Njarðvík-
um veturinn 1880—’81 og eitthvað
fékkst hann við kennslu allt fram til
ársins 1884. (7)
Á sama tíma er talið að Þórður
Guðmundsson læknir sem búsettur
var í Innri-Njarðvík hafi einnig
kennt börnum og þá í Jóelshúsi. (8)
Víðast hvar um landið voru skóla
gjöld greidd fyrir börn, allt frá kr. 8
til 22 á barn, yfir árið. (9)
I Njarðvíkum greiddu foreldrar
skólagjöld með því að koma með
eldsneyti til upphitunar í skólastof-
una veturinn 1886. Kennari var þá
Guðmundur Ögmundsson og átti
hann skólahúsnæðið sem kennt var
í og var það kallað Skramshús. (10)
Erfitt hefur verið fátækum heimil-
um að kosta börn í skóla á þessum
árum, enda fór mikill hluti barna,
utan helstu þéttbýlisstaðanna, á mis
við skólagöngu. Fjögur hundruð og
sextíu börn munu hafa notið
fræðslu í barnaskólum landsins
skólaárið 1887-88. (11)
Nokkrir skólar störfuðu mjög
óreglulega og féll kennsla niður í
einstökum sveitum vetrarlangt þó
skólahald væri hafið og víða var
skólaganga mjög stutt. (12)
í skýrslu sem séra Árni Þor-
steinsson á Kálfatjörn vottar að sé
rétt stendur að 15 börn hafi stundað
nám í Njarðvíkum veturinn
1887—'88. Skólinn hófst í okt. og
var slitið í mars. Kennslugreinar
voru þá þessar: kverið, biblíusögur,
reikningur, danska, söngfræði,
lestur, skrift og réttritun. (13)
í Innri-Njarðvík er hafist handa
við að byggja skóla árið 1891. (14)
Upphaf þess var að stúka var stofn-
uð í Innri-Njarðvíkum árið 1888 og
hlaut hún nafnið Hófsemd. Seinna
var hún skírð upp og látin heita
Djörfung. Hófsemdarnafnið þótti
hinum strangari templurum ekki
viðeigandi, en þeim léttlyndari lík-
aði það vel. Stúkan gekkst fyrir því
í félagi við hreppinn að reisa hús,
sem yrði hvort tveggja í senn: sam-
komuhús og skóli. I húsi þessu var
einnig geymt bókasafn Lestrafélags
Njarðvíkinga, en það stóð með
miklum blóma á þeim árum. (15)
Skóli þessi var kallaður Akurskóli
og var rifinn árið 1906. (16)
Sama ár og stúkan var stofnuð var
kosið í fyrstu skólanefnd Njarðvík-
inga. Kosnir voru þessir menn: Séra
Árni Þorsteinsson, Ásbjörn Ólafs-
son og Jóhann Kristinn Jónsson.
(17)
I skýrslu um skólahald segir séra
Árni Þorsteinsson svo:
„Nýtt skólahús reist á síöasta
hausti. Fremur af framúrskar-
andi dugnaöi og einlœgni og
sómatilfinningu fyrir þörfá slikri
stofnun, en af því ad fjármagn
vœri fyrir hendi. Mundi skóli
þessienn ekki vera til, efeinstak-
ir menn, sér I lagi hr. Asbjörn
Ólafsson I Njarövtk, hefdi eigi
lánad frá sér fé til byggingarinn-
ar." (18)
Einar Guðmundur Þórðarson var
kennari í Njarðvíkum á þessum
tíma eftirfarandi skólaskýrslu gerði
hann 3. apríl 1891:
„Ein deild, skipt I a, b, c, d og e
eftir fjölda námsgreina:
A 3 nem. kver, bibl. Ifr. nfr.
danska, reikn.
B 1 nem. kver, bibl. Ifr. danska
reikn.
C 6 nem. kver, bibl. reikn.
D 5 nem. kver, reikn.
E 2 nem. reikn. Mjög ýtarleg
skýrsla.
Lestur og skrift höföu öll, en rétt-
ritun 7.
I. okt.—31. mars, 6 mánuöir,
próf I. apríl.
17 börn, 5 hálfan tímann, I aö-
eins 1 mán. vegna veikinda.
30 st. á viku. Notaö viö lestur:
Nýja testamentiö ásamt fleiri
bókum.
Styrkur: Thorkillii 4 börn 80 kr.,
hreppssj. 100, kennslukaup
10/100 ágóöi af tombólu 360
kr." (19)
Finnbogi Guðmundsson, bóndi í
Tjarnarkoti, Innri-Njarðvík, fæddur.
1. mars 1886, gekk í Akurskóla í þrjá
vetur og lýsir hann húsinu á þessa
leið:
„Barnaskólinn stóö ca. 20—30
metra I noröur frá þeim staö,
sem húsiö Akur, nú Akurbraút 7
stendur. Skólahúsnceöiö var lítiö
einnar hœöar timburhús meö
háu risi. Sneri göflum í norövest-
ur og suöaustur. Langd ca. 10
álnir, breidd ca. 5—6 álnir. Lítill
skúr áfastur viö noröausturgafl-
inn. Þakiö járnklœtt, veggirnir
pappalagöir, tveir góöir sex rúöu
gluggar voru á suövesturgaflin-
um. Aöalhúsiö var ein kennslu-
stofa, skúrbygging fyrir kennar-
ann og þaö sem hann þurfti til
skólahalds. Lítill kolaofn var í
einu horni skólastofunnar.
Skólahús þetta var og á þeim
tímum samkomuhús fyrir
hreppsbúa. Þar voru oft haldin
böll I skólastofunni og jafnvel
fleiri samkomur. Þegar böllin
voru haldin var dansaö í 6 til 8
klukkutíma stanslaust og
skemmtu sér allir mjög vel og
nœr allir án þess aö bragöa
áfengi." (20)
Ekki mun Sigurði Þórólfssyni
kennara, hafa líkað skólahúsnæðið
því að í skýrslum sem hann skrifar
árið 1893—1894 stendur:
„Skólahúsiö er ekki sem best
sem kennsluhús handa börnum.
Þaö er mjög tekkfullt og leksamt,
stendur strokan alls staöar inn
um þiljur þess, enda er þaö
óstoppaö milli þilja. Ofn er dá-
góöur I því, en hann getur ekki
hitaö upp skólstofuna nœgilega,
þegar frost eru mikil, því trekkur-
inn er svo mikill. Enda er skóla-
stofan stór, rúmar 20 börn. 8x7
al. 2.304 kúbifet. Engiri áhöld
sem teljandi er. Lélegur uppdrátt-
ur af Islandi og Evrópu og kúlu-
grind. Kennari fœr 200 kr. og
leggur sér allt til." (21)
Njarðvíkingurinn Árni Pálsson
tekur við kennslu á eftir Sigurði
haustið 1894 og kennir hann sam-
fellt í 6 ár. (22) Líklega hefur hann
kennt á heimili sínu í Narfakoti.
Ljóst er af skýrslu Sigurðár að
skólahúsnæðið í Innri-Njarðvík var
mjög bágborið og á safnaðarfundi 7.
okt. aldamótaárið var málefni skól-
ans til umræðu:
„Prestur lýsir þvi yfir, aö enn
vœri ófenginn kennari, en gaf
um leiö til kynna, aö skólinn
vceri eigi í fullnœgjandi standi,
fyrr en vœri búiö aö gjöra viö
hann, er útheimti bæöi hvaö aö-
drátt aö efni snerti og smíöi, tals-
veröan tíma. Hann gat þess einn-
ig, aö húsrúm í Ytrahverfi, 6x6
álnir, hlýlega um búiö, mundi fá-
anlegt án þess aö þaö bakaöi
skólasjóöi neinn kostnaö fremur
en aö undanförnu, svo nokkru
nemi. Ennfremur tilkynnti hann
aö Ágúst Jónsson mundi taka aö
sér kennslu I vetur, efhún mœtti
fara fram I Ytrahverfinu." (23)
FAXI 231