Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1989, Blaðsíða 22

Faxi - 01.10.1989, Blaðsíða 22
RAUÐSKINNA HIN NÝRRI — SR. JÓN THORARENSEN SUÐURNESJAANNÁLL eftir Sigurð B. Sívertsen prest á Útskálum Skýrslan Árið 1799 h. 9. maí var sýslumað- ur í Gullbr.sýslu, Sigurður Péturs- son. staddur í Básenda verzlunar- stað, með til nefndum undirrituð- um heiðursmönnum, til þess að sktxla og skýra frá skaða þeim, sem verzlunarhúsin, grundvöllurinn og girðingin m.m. hefur orði fyrir, af ofveðrinu alkunna og sævarrótinu hræðilega, nóttina milli 8. og 9. jan- úars.l. Eftir tilmælum kaupmanns- ins var skýrsla hans frá 16. marz lesin, og er hún þannig: Lotningarfull frúsaga. Ærbödig Pro Memoria Vegna ástæðnanna verö ég að bera fram fyrir héraðsdómarann tjónið hræðilega, sem varð í byrjun þessa árs á verzlunarstaðnum Básendum, er ég hafði náðarsamlega í hendur fengið. Út af því er ég nú fjárþrota með óþroskuð böm og óþægilegan aðbúnað. Til að gera héraðsdómar- anum þetta skiljanlegt, tek ég mér leyfi til að segja söguna sanna, eins og hún gerðist. Sést þá hversu ofur- efli sævarins hefur eyðilagt verzlun- arstaðinn og margskonar fjármuni mína og í hvílíkum dauðans vand- ræðum ég var staddur, með mínum nánustu, meðan allt var að eyði- leggjast. bessi hörmulega saga er þá svona: Eftir að við öll (ég, kona, 4 börn og vinnukona) vorum háttuð, varð ég þess var um nóttina (á að gizka kl. 2) hversu veðrið af suðri til vesturs magnaðist, svo iðulega fór að braka í húsunum. l’ar að auki fóru að heyrast skellir, hver eftir annan, eins og veggbrjótur væri að vinnu á hlið hússins og undirstöðu. Af þessu fór ég á fætur, til þess að líta eftir veðrinu og vita, hvað gengi á úti. Þrátt fyrir svart myrkrið lauk ég upp húsdyrum eldhúsmegin, og þá þegar brauzt sjórinn inn á mig, með svo miklu afli og straum, að fyllti herbergin á lítilli stundu. Elúðum við þá ískyndi upp á húsloftið, hálf- nakin upp úr rúmunum, því við ótt- uðumst, að við mundum farast í sjónum niðri, þar sem íbúðin var. Og í myrkrinu þorðum við ekki út úr húsinu, bæöi vegna æðandi brimaldanna og rjúkandi ofviðris; svo vissum við líka, aö allt umhverf- is húsin var hulið sjó. Og megum víst þakka guði, að við gripum þá ekki þaö óyndis ú rræði, því þá hefð- um við öll farizt. l'arna stóðum við nú langan tíma á loftinu í sífelldum dauðans ótta, að veður og sjór mundi þá og þegar mola húsið niður að grundvelli. Ofviörishrinurnar og brimiö lamdi sífellt á húsinu, svo það var nú fariö að brotna, mót- stöðuafl þess rýrnaöi og sjórinn streymdi út og inn. Hér um bil kl. 7 (að við héldum) treystumst viö ekki lengur að geta bjargað lífinu þarna á loftinu. Braut ég því gluggann á noröurhliöinni. l>ar smugum við öll út, eins og við stóðum (hálfnakin). Ég vóð með yngsta barniö á handleggnum, þar sem sjórinn flæddi yíir og skolaði meö sér borðum, plönkum, Ijár- munum og búshlutum. Náðum þó fjósinu með mestu erfiðismunum og lífshættu. Fjósið stendur svolítið hærra og fjær sjónum en íbúðarhús- ið. En tæplega höfðum við dvalið þar fjórðung stundar, þegar mænis- ásinn brast í fjósinu. Viö urðum að fiýjan þaöan aftur, og til hlööunnar. Annar gaflinn var brotinn af henni, en í staöinn var þar kominn hlaði af trjáviöardóti, er við uröum að skríða yfir, með mikilli hættu, til að komast inn. Teikning frá 1772. Dönsku kaupmannshúsin i Hafnarfiröi og nágrenni þeirra. t'arna stóðum við skjálfandi nokkurn tíma, unz veðrið fór með nokkuð af þakinu, en hinn hlutinn blaktaöi fram og aftur, eins og blaö- snepill. Til þess enn að reyna að bjarga líf- inu, gcrðum við síðustu tilraun, yf- irgálum eyðilagða kaupstaðinn, leiddumst öll saman og héldum áleiðis til byggða. Vóðum svo og skriöum írokinu, unz viðeftirmikl- ar þrautir náðuma að næstu hjá- leigu, er nefnist Ijodda (Loðvfks- stofa), rétt hjá Stafnesi. Eátæki bóndinn þar, Jón Björnsson og kona hans, tóku á móti okkur — sem vorum nærri örmagna al' kulda, áreynslu og hugsýki — með mestu alúö og hjartagæzku. Létu og það allt gott í té, er þau gátu. í baöstofu þessa ráövanda manns höfðum við aösetur og aöbúnað í 14 daga. Voru þaralls 19manns, þaraf lObörn.en þó var baðstofan ekki nema 3 staí'- gólf(„Eag“=2 álnir) á lengd, 3K> al- in á vídd og 3 álnir á hæð, af gólíi í mænisás. l'rátt fyrir alúð mannsins og góðvilja vildum við ekki lengur níöast á gestrisni hans. Til þess líka aö rýmka um okkur, fórum við á eyðijörðina Stafnes, ogbjuggum um okkur í baðstofunni íslenzku, sem þar var. Síðan höfum við hal't þar okkar fátæka aðsetur. Eins og hr. sýslumaöurinn mun sjá, eru húsin mín öll á verzlunarstaönum sama sem hrunin að grundvelli, og bær- inn, sem þar var, líka. Eólkiö úr honum bjargaði sér upp á þekjuna, og tókst því þann veg um nóttina að bjarga lífi sínu, tneö guðs hjálp, nema aldraöri konu, sem veðrið lamdi niður, svo hún drukknaði í flóðinu. Eftir aö hvfld og næði l'ærö- ist yfir hagi mína hefí ég varið tím- anum til þess að setja stoðir undir ; það, sem uppi hangir af húsa- skrokkum verzlunarstaðarins, moka úr þeim fjörumölinni og grafa upp dótið mitt úr rústum þessa öm- urlega staðar, svo og að salna saman borðum, trjám og brotum húsa (og húsbúnaðar). Við allt þetta árang- urslitla strit, dag og nótt, er ég og konan oröin svo lasburða, að ég treysti mér tæplega að vinna lengur þetta erfiði. Og erfiðið veröur því árangursminna, þar ekki þarf hér 242 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.