Faxi - 01.10.1989, Blaðsíða 21
Aflinn í október
Samkvæmt fréttum frá
hafnarvogunum hefur afli stórlega
dregist saman miðað við
októberafla í fyrra.
GRINDAVÍK
Októberafli á land kominn í
Grindavík var:
3179 tonn af síld
28 tonn af rækju
1890 tonn af spærlingi
478 tonn af bolfiski
Landanir voru alls 142.
Segja má að eins konar biðstaða
sé nú komin upp í síldveiðunum.
Enn hefur ekki tekist að ná
samningum um síldarsölu til
Sovétríkjanna og sú síld sem
veiðst hefur til þessa er fremur
smá, svo ekki hefur tekist að salta
verulegt magn upp í stórsíldar-
samninga.
Fjöldi síldarskipa kannaði nýlega
á skipulegan hátt hvort síld væri
að finna á svæðinu frá Snæfells-
nesi suður um allt suður fyrir
Skerjadýpi. Leiddi könnun þessi í
ljós að lítið sem ekkert væri um
síld á þessu svæði eða þá að
minnsta kosti ekki í veiðanlegum
torfum.
SANDGERÐI
Bærilegur línuafli hefur verið
hjá minni bátum, en gæftir hafa
verið fremur stopular.
Frá 1. nóv. er helmingur línuafla
undanþeginn kvóta og stærri
línubátar af Suðurnesjum hafa að
undanförnu róið með 90 bjóð
vestur undir Jökul og aflað vel.
Októberafli í Sandgerði var
samtals 1140 tonn, þar af voru 265
tonn togarafiskur úr þrem
löndunum en hinn hlutinn var að
mestum hluta afli smábáta.
Til samanburðar var október-
aflinn í fyrra 883 tonn en sá afli
kom því nær allur af stærri
bátum. Bátum sem ýmist hafa nú
verið seldir burt eða eru frá
veiðum af ýmsum ástæðum eins
og t.d. kvótaskorti.
Aðeins hefur fram að þessu
verið landað 100 tonnum af síld í
Sandgerði.
KEFLAVÍK-NJARÐVÍK
Bátaafli í okt. var 548 tonn á
móti 1046 tonnum í fyrra. Togara-
afli nú var 505 tonn en var 1372
tonn í fyrra. Síldarafli nú er aðeins
57 tonn á móti 160 tonnum í fyrra
og rækjuafli nú var 44 tonn.
I haust hefur verið mikið af
smáýsu í Faxaflóa og Stakksfirði.
Af þeim sökum hefur Hafrann-
sóknarstofnun í tvigang gripið til
þess ráðs að loka flóanum fyrir
linuveiðum innan hugsaðrar línu
frá Holmsbergi í Malarrif.
Skemmdir í
Grindavíkurhöfn
Þverbryggja út frá Svíragarði í
Grindavíkurhöfn gjöreyðilagðist í
óveðri 30. október.
Bryggja þessi var trébryggja að
stofni til, frá árinu 1947.
í hamförunum, sem áttu sér stað
á stórstraumsflóði, nánast þrýstist
bryggjudekkið frá undirstöðunum í
heilu lagi.
Nauðsynlegt er að gera nýja
bryggju þarna hið bráðasta, því
höfnin er því sem næst ónothæf,
þar sem heita má að úthafsaldan
komist nú nær óhindruð inn í
vesturhöfnina.
Atvinnuleysi
er nú vaxandi vandamál hér á
Suðurnesjum og ætti fáa að undra.
Yfirlitið um októberaflann undir-
strikar rækilega þær staðreyndir
sem við blasa og „grátkór Suður-
nesja" var fyrir löngu búinn að
segja fyrir um.
Hrönn AK 11
4,5 tonna plastbátur, eyðilagðist er
eldur varð laus í bátnum við
bryggju í Njarðvík að kvöldi 28.
okt.
Eigandi bátsins, Hreiðar Bjarna-
son, var nýlega kominn úr róðri
og fyrir skömmu farinn frá borði
þegar eldsins varð vart. Var
eldurinn þá þegar mjög
magnaður. Slökkviliöið var fljótt á
staðinn og gekk vel að slökkva
eldinn, en þrátt fyrir það er
báturinn mjög illa farinn og talinn
ónýtur.
Jökulhamrar hf.
er nýtt fyrirtæki sem hóf
síldarfrystingu í húsakynnum
Jökuls við Framnesveg í Keflavík í
byrjun nóvember. Eigandi Jökul-
hamra hf. er Einar S. Leifsson og
fjölskylda hans.
Ætlun eigendanna er að áfram-
hald verði á fiskvinnslu þeirra
þarna í elsta frystihúsi á Suður-
nesjum og til að renna stoðum
undir þau áform er nú verið að
huga að bátakaupum.
í veðurofsanum
sem geisaði hér tvo siðustu daga
októbermánaðar sukku tvær
trillur við bryggjuna í Höfnum.
Annar báturinn Njörður GK 71,
6 tonna trébátur er ónýtur eftir
óhappið. Hinn báturinn, Elsa NS
108, sem er 8 tonna plastbátur, er
ekki mikið laskaður.
Heildarneyslan
skiptir sköpum
Að gefnu tilefni vill
Áfengisvarnaráð vekja athygli á
vafasömum fréttaflutningi ýmissa
fjölmiðla um þá gífurlegu
aukningu áfengisneyslu sem orðið
hefur í landinu frá 1. mars í vor.
Aðalatriði málsins er að
sjálfsögðu að heildarneysla hreins
vínanda hefur aukist meira síðustu
mánuðina en dæmi eru til
hérlendis undanfarna áratugi.
Tjónið, sem áfengi veldur, ræðst af
heildarneyslu en ekki því í hvers
komar formi það er drukkið.
Neysla áfengis minnkaði milli
áranna 1987 og 1988. Sterk
efnahagsleg rök hníga að því
að haldið hefði áfram að draga úr
henni á árinu 1989 ef sala bjórs
hefði ekki komið til. Þá er og rétt
að hafa í huga að fyrstu tveir
mánuðir þessa árs voru
„bjórlausir".
Full ástæða er til að varað sé
við því heilsutjóni og þeirri
verðmætasóun sem líklegast er að
sigli í kjölfar aukinnar
áfengisneyslu.
Grindavikurhöfn aö morgni þriöjudagsins — Ijósm. hpé.
Byggðasafn Suðurnesja
Opið á laugardögum kl. 14-16.
Aðrir tímar eftir samkomulagi.
Upplýsingar í símum 13155, 11555 og 11769.
FAXI 241