Faxi - 01.10.1989, Blaðsíða 23
eftir að vonast eitir fólki til útróðra
á þessum stað.
Að lokum vil ég láta þaö álit mitt í
ljós, að landskjálfti haíl hér verið í
verki, með veðri og sjó. Benda til
þess ýmsar vörutegundir, sem ég
heíl fundið lítið skemmdar undir
grundvelli (ned i Grunden). Þvílíkt
gat varla oröiö án mikils hristings og
sérstaklegrar aukahreyfmgar jarð-
vegsins.
har ég er skuldunautur hátignar-
innar, er átti veð og íhlutunarrétt í
húsum á verzlunarstaönum, Bás-
endum, verð ég að biðja yður, hr.
sýslumaöur, að koma hér við tæki-
færi, og framkvæma löglega skoðun
á rústunum og fjártjóninu.
Stafnes 16. marz 1799.
H. Hansen.
Til hr. sýslumanns
og hcradsdámara S. Péturssonur.
Hér eftir var framkvæmd skoðun-
argerdin sjálf á 6 húsum, er áður
höfðu veriö á valdi konungs.
Húsin litu þá svona út:
1. Sölubúðin. Syöri hliöin (=suð-
suðvestur) var alveg farin og flotin
burt, en hálf norðurhliðin opin, þar
sem sjórinn haföi bn>tizt í gegn.
I lleðslan undan vesturendanum
farin, svo þaö, sem af húsinu hangir
uppi, stendur á tveimur stafgólfum
viðeystri endann, ogá litlum undir-
bita í miðjum vesturenda. Og kaup-
maður hefur látið stoðir undir
grindina hér og þar, svo húsið
steyptist ekki á endann. Gólfið hef-
ur sjórinn flutt með sér, en hlaðiö
möl og grjóti í aðsetursstaöinn
(,,Værelse“-austurendann) allt að 2
álnum á hæð.
2. Ibúðarhúsið. Það hefur farið
eins, suöurhliðin burt, sú er að
sjónum sneri, og sömuleiðis hálf
nordurhliðin. Gluggar allir brotnir
og burtu. Herbergi öll hlaðin sandi,
1-2 álnir á dýpt. Undirhleöslan um-
rótuð, en undirvidur og tvö stafgólf
í vesturenda hússins hafa bjargað
því frá gjöreyðing.
3. Lýsisbúðin er algjörlega farin,
svo ekki er þar ein spýta eftir, og
meira að segja hússtæðinu rótað
burt, en í staðinn komin möl og
sjávargrjót. Hús þetta byggði kaup-
maðurinn í fyrra.
4. Lifrabrœðsluhúsið (Bryg-).
Norðurgaflinn er brotinn og öll
austurhliðin. Inni er 114 alin af sandi
og möl. Húsið væri nú hrunið alveg,
ef ekki hefðu verið bomar að því
stoðir eins fljótt og gert var.
5. íslenzki bœrinn. Það voru 5
kofar litlir og byggðir að íslenzkum
sið, úr grjóti og torfi. Hafa þeir
hrunið og spýtur brotnað og skolazt
út, svo nú er þar umhverfis aðeins
ein grjóthrúga.
6. Vöruhúsið mikla. Þar er und-
irstaðan farin undan norðurgafli og
austurhliö, fóttré brotið og sigið um
'6 alin. Helmingurinn af austur-
þekjunni er fokinn, og var þó tvö-
föld. Sperra hefur fariö þar líka.
Grjót og sandur hefur borizt á gólf-
flötinn. I norðurenda húss þessa
ætlar kauðmaðurinn að þilja af litla
sölubúð, til þess að geta haft þar
vörusölu í sumar, sem von er á með
skipinu þangaö á næsta vori.
Þessi fyrrnefndu 6 hús hafði
verzlunar-sölunefndin konunglega
(Realis. Comm.) tekið í umsjón sína
til skuldaöryggis).
Hér að auki voru önnur hús, sem
kaupmadur átti, biluð og hrunin,
eins og hér segir:
7.Fjósið. Mæniásinn er brotinn og
þakið sigið niður að mestu leyti.
Veggimir eru hrundir á köflum og
fullt inni af sandi og möl, svo enginn
gripur verður látinn þar inn.
8 .Vörugeymsluhús lítið. Gjör-
hrunið, bæði þak og veggir. Bæði
hús þessi voru byggð úr grjóti og
torfí.
9.Hlaðan. Byggð með grjótveggj-
um, en timburþaki og göflum. Suð-
urgaflinn er brotinn og þilbitinn.
Líka hefur heyiö mest allt fokið úr
henni.
lO.Skemma (,, Forraads Hus“).
Byggö að sið landsmanna, með þili,
4 stafgólf. Hún hefur sópazt alveg úr
stað.
11 .Garðurinn. Hann er (í hálf-
hring að ofanverðu) kring um húsin
og verzlunarsvæðið. Byggður hefur
verið úr stóru grjóti, en gjörfelldur.
Sér nú vott af honum á 184 föðm-
um.
12.Verzlunarstaðurinn og um-
hverfi húsanna er svo hlaðið sandi,
möl og grjóti, að það verður ekki
lagfært til notkunar, nema með
mjög miklum kostnaði, því hér eru
steinar, svo stórir, að naumast verða
færðir úr stað af 6 mönnum, með
tækjum þeim, sem hér eru til . . .
13.Skip og bátar, sem hann
(kaupm.) hefur notaö til fiskveiða,
og enn sést eitthvað af: a) 10-œring-
ur. Kjölurinn aðeins eftir. b) 6-œr-
ingur. Brotinn allur ofan og innan.
c) 5 manna ferja. Kjölur aðeins eft-
ir. d) 2 mcinna far. Eins - og kjölur-
inn í tveimur hlutum. e) 2 manna
far. Klofið að endilöngu í 2 sérstaka
hluti. f) Norskur bátur lítill (Julle).
Brotinn allur að ofanverðu.
Hversu mjög sjórinn gekk á land
og hve hátt risu flóðöldur má ráða af
því, að sjórinn komst 164 faðma
upp fyrir verzlunarstaðinn, og reka-
drumbur hefur skolazt upp á þakið
á einu verzlunarhúsinu, og liggur
þar enn, 4 áln. ofar grundvelli.
Verzlunarstaðurinn sýnist alveg
óbyggjandi til frambúðar, því
grundvöllurinn virðist vera 1-2 áln-
um lægri en áður.
Hér á eftir sýndi kaupmaður verð-
lista yfir vörur, áhöld, húsbúnaö,
fatnað, báta o.fl., ogyfir kostnaðinn
TENGSL
í HOLTASKÖLA
HOLTASKOLI KEFLAVIK
cz=>
Holtaskóli gaf út nú í haust lítið rit er ber nafnið TENGSL. Af nafni
ritsins má ráða, að tilgangurinn með útgáfu þess sé að skapa áþreifan-
leg tengsl milli þeirra sem skólastarfið varðar. í Tengslum má finna
margar og gagnlegar upplýsingar um nám og starf í skólanum og skal
nú getið um hið helsta sem fram kemur.
í fyrsta lagi er þar að finna grein frá foreldrafélagi skólans, þar sem
foreldrar eru hvattir til dáða. Félagið hefur liðið fyrir almennt áhuga-
leysi foreldra, en nú skal reynt að bæta þar um. Þá er í Tengslum að
finna ágæta útlistun á þeim reglum er gilda um einkunnir í ástundun.
Það er greinilega margt sem hefur áhrif á þá ágætu einkunn og eins
gott að vera vel að sér í því.
í Holtaskóla hafa á undanförnum árum aukist mjög samskipti við
nemendur í öðrum löndum. Hæst ber þar tengsl við franska nemendur
frá borginni Hem, en einnig hefur nú verið stofnað Færeyingafélag og
er nú stefnt að ferð til Færeyja í vor. Þá eru í athugun samskipti við
vinabæinn Trollháttan.
Skólabækur, félagslíf með öflugri klúbbstarfsemi og margt fleira er
síðan hægt að lesa um í Tengslum og er þetta framtak skólans mjög
athyglisvert og eru allir hvattir til þess að ná sér í eintak.
Tryggingafélag bindindismanna
ALTRYGGING
fyrir hús, heimili
og Qölskyldu
HELGIHÓLM
UMBODSSKRIFSTOFA
Halnargotu 79 - 230 Keílavik ,
Simi 92-15660 ‘
FAXI 243