Faxi - 01.10.1989, Blaðsíða 28
_ BJÖRGUN
Mariane Danielsen
af strandstað við Grindavík föstudaginn 7. apríl 1989
Danska vöruflutningaskipið Mari-
ane Danielsen 2700 brúttólestir að
stærð strandaði við innsiglinguna í
Grindavík, á útleið, að kvöldi 20.
jan. 1989.
Aðdragandi strandsins var í stuttu
máli sá að eftir að hafnsögumaður
hafði gefið fyrirmæli um stefnu og
yfirgefið skipið var því beygt hart á
bakborða og siglt í strand. Áhöfnin
bjargaðist. Við sjdpróf kom fram að
skipstjórinn hafi verið drukkinn og
því fór sem fór.
Lyngholt hf.
kaupir Mariane
Eftir strandið lét tryggingafélag
skipsins hollenska sérfræðinga
meta aðstæður og töldu þeir að
kostnaður við að fjarlægja flakið
yrði um 140 milljónir. Á þeirri for-
Strandiö.
sendu var eigendum greitt út 160
millj., en fyrir strandið var skipið
metið á 90 millj. Síðan var það af-
hent öðru tryggingafélagi sem átti
að sjá um að eyða því (einskonar
mengunareyðing).
Tilboð um að fjarlægja skipið fyrir
allt að 20 millj. bárust umboðsaðila
hér frá ýmsum fyrirtækjum, s.s.
Björgun hf., Hagvirki hf. o.fl.
Lyngholt hf., lítið byggingarfyrir-
tæki í Vogum, fylgdist með gangi
mála og þegar leið á fóru tilboð
lækkandi. Þ. 28. febr. gerði fyrirtæk-
ið kauptilboð í skipið, 1.000,- DK =
7.000,- ísl. kr. og þ. 4. mars var kaup-
samningur undirritaður. Þetta var
eina tilboðið sem barst um kaup á
skipinu. Lyngholtsmenn sáu fram á
að hægt yrði að ná því út, án hjálpar
stórvirkra vinnuvéla, með því að
nýta eingöngu flot skipsins.
248 FAXI