Faxi - 01.10.1989, Blaðsíða 27
Sjómaður drukknar
í Njarðvíkurhöfn
Hinn 27. mars 1974, drukknaði
Sigtryggur Sigtryggsson mat-
sveinn, á v.b. Ársæli frá Keflavík.
Féll Sigtryggur á milli báts og
bryggju í Njarðvík. Hann var fjörtíu
og sex ára gamall, kvæntur og lét
eftir sig tvær dætur.
(Árbók SVFÍ 1974, bls. 100-102.
Þar sem prentarar fóru í verkfall 25.
mars, þetta ár, birtust engar fréttir
um slysið i dagblöðum. Prentarar
voru þá sex vikur í verkfalli).
V.b. Hafrún ferst
Um kl fjögur, aðfaranótt miðviku-
dagsins 11. des. 1974, fór fimmtán
lesta vélbátur, Hafrún BA-10, í róður
frá Keflavík. Veður var gott, vindur
hægur af suðaustri. Báturinn gerði
tilkynningaskyldu aðvart um brott-
för frá Keflavík.
Hafrún hélt á vertíðarmiðin í Mið-
nessjó og hugðist leggja línu sína,
að ætlað var. Fram að hádegi mið-
vikudagsins var austan og suðaust-
an kaldi á þessum slóðum, en þá
snerist vindur til suðurs og suð-
vesturs. Hvessti mikið og gerði
dimm él. Síðar um daginn gerði
blindhríð. Þegar Hafrún gegndi ekki
kalli tilkynningaskyldu um hádegið,
var auglýst eftir bátnum I útvarpinu.
Einnig voru skip á þessum slóðum
kölluð upp og beðin að svipast um
eftir bátnum. Síðdegis hófst skipu-
leg leit á sjó og við land. Varðskip
stjórnaði leitinni. Björgunarsveitir
leituðu á fjörum frá Höfnum að
Garðskaga, og þaðan inn til Kefla-
víkur. Skammt utan við Litla-Hólm í
Leiru, fannst lóðarbelgur, merktur
Hafrúnu BA-10. í kjölfar þess leit-
uðu margir bátar mjög vandlega
undan Hólmsbergi á miðvikudags-
kvöld, við Ijós frá varðskipi.
Eftir að belgurinn fannst, var leit
skipulögð að nýju, og hófst hún
strax kl. átt á fimmtudagsmorgun.
V/b Ægir GK lenti í hrakningum 1944. (Sjá frásögn í jólabladi Faxa 1985).
Magnús B. Karlsson tók myndina, líklega 1941, í slippnum í Keflavík. Keflavík
h.f. var eigandi Ægis.
Flugvélar hættu leit, en fjörur voru
gengnar áfram.
Vélbáturinn Hafrún var smlðaður
í Stykkishólmi 1974 og því nýr.
Hann var fimmtán lestir, eins og áð-
ur segir. Eigandi hans var Sævar
Jónsson. Sævar fórst með bátnum.
Hann var 33 ára, kvæntur, átti tvö
börn. Auk hans drukknaöi Birgir
Hjelm, 43 ára, kvæntur maður, sem
átti fjögur börn. Mennirnir voru
báðir búsettir I Keflavík.
(Mbl. 13. des. 1974: „Fullvíst er
talið að Hafrún hafi farist með 2
mönnum".
Vísir 13. des. 1974: ,,Fundugúm-
bát og brak á floti“.
Tíminn 13. des. 1974: ,,Hafrún
talin aP‘.
Suðumesjatfðindi 13. des. 1974:
,;Hafrúnar BA-10 saknað“.
Arbók SVFÍ 1974, bls. 100-102).
FRAMHALD í NÆSTA BLAÐI
Komu þá tuttugu og fimm bátar til
leitar. Þyrlan TF-GNÁ leitaði með
ströndinni. Önnur flugvél leitaði
dýpra NV og N af Garðskaga. Um
leið var gengið á fjörur.
Fram eftir degi voru leitarskilyrði
góð. Skömmu fyrir hádegi, tilkynnti
Þorkell Árnason GK frá Garði, að
hann hefði fundið lítið uppblásinn
gúmmíbát um sex sjóm. V af Sand-
gerði. Bátar tilkynntu einnig um
mikinn reka á svipuðum slóðum.
TF-GNÁ fann mikinn reka NNV af
Sandgerði. Síðar sama dag fannst
bauja, fimm sjóm. V af Sandgerði.
Hún var merkt BA-10. Gúmmlbátur-
inn var sendur til athugunar hjá
SVFÍ I Fteykajvík. Þar var staöfest
að hann væri af Hafrúnu. Báturinn
var aldrei sjósettur af mannavöld-
um. Hann var talsvert skemmdur og
götóttur er hann fannst.
Upp úr hádegi, fimmtudaginn 12.
des., syrti í lofti og veður versnaöi.
Um tvöleytið tíndust bátar til hafnar.
ORION
MYNDBANDSTÆKI
VERÐ FRÁ 36.900
Hólmgarður 2, 230 Keflavík, Sími 15005
Holtsgata 26, 260 Njaróvík, Sími 12002
BÍLAKRINGLAN
GRÓFIN 7og8
--- KEFLAVÍK -
RAFLAGNIR-EFNISSALA
ÞVOTTAVÉLAVIÐG ERÐIR
Söluumboð fyrir
Candy þvottavélar og ísskápa
RAFVERKSTÆÐI IB
SÍMI 92-15136
Ingólfur Bárðarson — Heima 15136
FAXI 247