Faxi - 01.10.1989, Blaðsíða 9
SKÓLAR
A SUÐURNESJUM
Barnafræðsla í Njarðvík á sér merka sögu, einkum
og sér í lagi fyrir þá sök, að tveir af merkustu skóla-
mönnum þjóðarinnar, þeir Jón Þorkelsson (Thor-
killi) og Olafur Gíslason, Skálholtsbiskup, voru
báðir ættaðir úr Njarðvíkum. Þeir höfðu báðir mik-
il áhrif á skólamál í héraðinu eins og kemur fram
hér á eftir. Eftirfarandi frásögn er að mestu unnin
upp úr ritgerð tveggja kennara við Njarðvíkur-
skóla. Guðríður Helgasdóttir og Guðrún Jónsdóttir
unnu þessa ritgerð sem lokaverkefni við Kennara-
háskóla íslands árið 1983 og spannar ritgerðin
sögu barnafræðslunnar fram til ársins 1962. Þær
hafa góðfúslega veitt Faxa heimild til að birta meg-
inefni ritgerðarinnar. Ritgerðin í heild og heimilda-
skrá má finna í Árbók Suðurnesja árið 1983. Þess
utan höfum við nýlega heimsótt skólann og aflað
okkur upplýsinga um skólastarfið í dag og segjum
við frá því í máli og myndum í næstu blöðum.
Heimildaskrá mun fylgja síðari hluta greinarinnar.
1. FORSAGA
Það litla, sem Landnáma segir um
upphaf byggðar á Suðurnesjum er
eftirfarandi:
,,Sleinudr in gamla, frœnkona
Ingólfs, fór lil Islands ok uar meö
Ingólfi inn fyrsla uetr, hann bauö
aö gefa henni Rosmhualanes alll
fyrir ulan Huassahraun, en hon
gaf fyrir heklu flekkótta ok uildi
kaup kalla, henni þótti þat
óhœttara uiö riftingum. Steinunn
haföi átt, bróöir, Skalla-Gríms;
þeira synir uáru Njáll ok Arn-
órr." (!)
Talið er að Steinunn hafi reist sér
bú að Stóra-Hólmi í Leiru og rekið
þar um árabil mikið höfuðból og
verstöð. (3)
ur, Vatnsleysuströnd og Vogar
mynduðu Vatnsleysustrandarhrepp.
Njarðvíkurhreppur var stofnaður
árið 1889, en fram að þeim tíma
hafði hreppurinn tilheyrt Vatns-
leysustrandarhreppi. (8)
eindreginna óska íbúa í Njarðvík-
um. (10)
Njarðvíkur er fyrst getið í rituðum
heimildum árið 1269 og er þá í eigu
kirkjunnar og oft nefnd Kirkju-
Njarðvík. Kirkja mun hafa verið
reist þar um 1100. (11)
Það er talið, að á landnámsöld
hafi Keflavík og Njarðvík verið sel
frá Stóra-Hólmi í Leiru. Hið forna
höfuðból Steinunnar gömlu er nú
komið í eyði, en sel hennar eru aftur
á móti ört vaxandi byggðarlög. (4)
Rosmnvalaneshreppur er lagður
niður árið 1908 og myndaðir tveir
nýir hreppar, Gerðahreppur og
Keflavíkurhreppur. í þeim síðar-
nefnda voru núverandi Keflavíkur-
kaupstaður og Njarðvíkurkaupstað-
ur. (9) Þannig voru Keflavík og
Njarðvík sameiginlegt hreppsfélag
frá árinu 1908 og fram til ársins
1942, en þá er Keflavíkurhreppi
skipt í tvö sveitarfélög, Keflavíkur-
hrepp og Njarðvíkurhrepp, vegna
í Njarðvíkum voru þrjár jarðir
skrásettar árið 1703. Það voru: Ytri-
Njarðvík, Innri-Njarðvík og Narfa-
kot. Hjáleigubýli voru frá þessum
jörðum, er seinna urðu sjálfstæðar
jarðir. Þá var mannfjöldi í Njarðvík-
um 74. (12)
Miklar líkur eru fyrir því, að Stein-
unn landnámskona sem er talin
vera sú fyrsta, sem reisti sér bú á
Suðurnesjum, hafi komið frá Vestur-
löndum. (2)
í bókum um landnám Ingólfs er
getið um að í Rosmhvalaneshreppi
hafi verið Keflavík, Leira, Garður og
Miðnes og allt að Ósabotnum. (5)
Greinilegt er að Njarðvíkur eru
teknar undan Rosmhvalanesi, (6) er
hreppar á svæðinu voru endur-
skipulagðir árið 1596. (7) Njarðvík-
Njarðvíkur hafa verið á öllum öld-
um merk byggð í sögu Suðurnesja. í
fyrsta lagi vegna kirkju og kirkju-
staðar í lnnri-Njarðvík og í öðru lagi
FAXI 229