Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1990, Síða 3

Faxi - 01.01.1990, Síða 3
í Vis Nokkur sýnishorn I spádómsvísna sem tengjast ákveðnum tyllidöpum eða arstíðum. i 1 4 2 2 4 S 8 Pálsmessa (25. janúar): Heiðrfkt er og himinn klár á helga Paulus messu. mun þad boda mjög gott ár; marka' ég þad af þessu. En efþokan Ódins kvon á þeim degi byrgir fénadardauða og fellisvon forsjáll bóndinn syrgir. Febrúarmánuður: Febris ef ei fœrir fjúk frost né hörku neina, kuldi sár þá kemur í búk, kar/menn þetta reyma. Ef þig fysir gefa ad gœtur gátum fyrri þjóða, páskafrostid folna lœtur Februari gróða. Kyndilmessa (2. febrúar): Ef í heidi sólin sést á sjálfri kyndilmessu, vœnta snjóa máttu mest, maður, upp frá þessu. Pétursmessa (22. febrúar): EfPétur í feikn og frosti sœrir, ferna tiu með sér fœrir, vorid víst óvída nœrir, verda saudir ei frjóbœrir. Matthíasarmessa (24. febrúar, 25. febrúar í hlaupári = Hlaupársmessa): Matthías þídir oftast ís, — er þad greint í versum, — annars kœla verdur vís, ef vana bregður þessum. Matthías ef mjúkur er, máttugt frostið þá vorið ver, vindur, hríð og veðrið hart verður fram á sumrið bjart. Jónsmessa (24. júní): Á Jónsmessu ef viðrar vott, við því flestir kviða, þá mun verða þeygi gott að þurrka heyin viða. Þingmaríumessa (2. júlí): Hvelfi af skýjum höstugt regn á helgum Maríudegi, lengi síðan líður megn loft í votum vegi. Nema ef áður vœta var, varla skal upp halda, því dagar og veður dyljast þar, sem dýr vill guð veraldar. Marteinsmessa (11. nóvember): Marteinsmessu merki ég þó myrkvast nóttin langa, ef fer þá koma frost með snjó frá ég það lengi ganga. Þá ef hylur þyknið loft, þiða, en frosið verður oft veðradimmur verður oft vetur frá þeim degi. Sé þá úti sólskin glatt og sýnist fmstum gegni, Marteinn segir það merki hratt meir af fmsti’ en regni. Jól (24. desember): Hátiðjóla hygg þú að, hljóðar svo gamall texti, ársins gróða þýðir það, ef þá er tungl í vexti. En ef máninn er þá skerður önnur fylgir gáta: árið nýja oftast verður í harðasta máta. J.Þ

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.