Faxi

Årgang

Faxi - 01.01.1990, Side 13

Faxi - 01.01.1990, Side 13
SKÓLAR Á SUÐUR- NESJUM Kennari þar er sá sami og fyrr eða Atni Th. Pétursson. Þann vetur (1914—’15) voru nemendur 24. Fyrir veturinn 1915—'16 tekur sr. Arni Þorsteinsson prófdómari það fram í skýrslu sinni til fræðslumálastjóra, að kennslan þá um veturinn hafi verið með afbrigðum góð og sjáist Það glöggt á nemendum. Árni tekur það jafnframt fram að honum finnist það mjög miður að hin mikla list söngurinn skuli ekki vera kennd, því auðvelt ætti að vera að koma því við, þar sem organistinn búi rétt hjá skólanum. Einnig segir hann frá því að enginn leikfimikennsla sé vegna skorts á húsnæði og kennara. Varð- andi skólahúsið í Suðurkoti segir Arni að það sé kalt og að þar sé dragsúgur, en aftur á móti sé skólinn vel þrifinn. I skýrslu prófdómara eftir vetur- l’cssi nnrtd cr lckin ci<) HriinnasUnVi- skúki (líklcga círii) 1975). Slor/s/Ö/k skóluns hc/ur hnig<)i<) scr úl itfíkVi inV- '4 tnct) ncmcnJununt lil a<) silja fyrir. l-kki ktinntim vi<) á þcssu sligi aúgrcina lui nöfninn ncmcnJanna, cn nöfn kinna fullorönu cru scm licr scgir: Jón Krisijánsson, I lclga Árnadöttir, Kópur Kiurlunsson, llrcinn Asgrímsson og Audunn Bragi Sveinsson. inn 1918—T9 kemur fram að vegna veikinda (influensu eða spönsku veikinnar) hafi ekki verið leyft að kenna frá 14. nóvember til 11. des- ember. Eftir það fóru nemendur smátt og smátt að tínast í skólann. Þennan vetur voru þessar náms- greinar kenndar eldri börnunum: móðurmál, kristinfræði, reikningur, landafræði, saga, náttúrufræði og sögur. Yngri börnunum voru kennd- ar þrjár fyrst greindu námsgreinarn- ar. í fylgiriti með skólaskýrslunni er þess gefið að eftirtalin áhöld hafi verið til í eigu skólans: 1. Sýningarmyndir biblíunnar, gamla og nýja testamentið. 2. Kronbergs Bibel historiske billeder 17 stk. 3. Árstíðarmyndir 4 stk. 4. Anatomiske vægtavler 4 stk. (maðurinn) 5. Chr. Eriksen billeder fra land og by 60 stk. 6. CC Kristensen kort 10. stk. 7. Öll nauðsynleg landafræði- áhöld 8. P. Dalbergs skólaatlas 9. C.R. Sundströms Naturhistorisk Atlas 10. Æfingar í réttritun 11. S.A. Gíslason, Reikningsbók I og II hefti 12. Jónas Jónsson, Reikningsbók I og II hefti 13. Sam. Eggertsson, Alþýðlegur samanburðarleiðavísir (metrak.) 14. Metrastika. kassi með metra- kerfis áhöldum 15. H. Briens flatarmálsfræði 16. E. Briem reikningsbók 17. M. Hansen reikningsbók 18. Barnasálmabókin 3 stk. 20. Leikföng 10 stk. 21. Bók náttúrunnar 5 stk. Skólahald var svipað næstu ár frá ári til árs. Fjöldi nemenda var á bil- inu 20—30. Kennt var í Suðurkots- skóla. Kennarar voru Árni Th. Pét- ursson (til 1920), Kristmann Run- ólfsson (1920—'21) og Viktoría Guð- mudsdóttir (frá 1921). Veturinn 1924—'25 hóf Viktoria kennslu í dönsku í eldri deild og kenndi hana 1 2 stundir á viku. Veturinn 1925—'26 var aftur farið að kenna í Vatnsleysuskólanum og var kennt þar allt til ársins 1943. Nánari grein verður gerð fyrir skólahaldi þar í næsta kafla. Árið 1934 verður sú breyting á skólahaldinu að farið er að kenna í samkomuhúsinu Kirkjuhvoli, sem var í eigu ungmennafélagsins Þrótt- ar og kvenfélagsins Fjólu, til kennslu fyrir börn á aldrinum 8—10 ára. Nemendur þann vetur voru 50. Ennfremur var ákveðið að fá skip- aðan annan fastan kennara við skól- ann. Var Stefán Hallsson ráðinn. Kennt var á öllum stöðunum þrem- ur næstu ár. Kennsla fór þannig fram að Stefán kenndi í Kirkjuhvoli og á Vatnsleysu til skiptis, sína 2—3 mánuðina á hvorum stað. Þessu fyrirkomulagi var hætt hausið 1938. Þá var ákveðið að kenna yngri börnunum í stofu sem fylgdi íbúð Brunnastaðaskóla og var því hætt að leigja Kirkjuhvol. Nemendur þann vetur voru 43. Haustið 1943 var ákveðið að gera tilraun til aksturs skóalbarna til og frá heimili og skóla. Nánari grein verður gerð fyrir þeim þætti í kafl- anum „Skólaakstur barna". Eftir að farið er að aka börnunum til og frá skóla er aðeins kennt á ein- um stað í Vatnsleysustrandarhreppi. Haustið 1943 voru tveir fastir kenn- arar starfandi við skólann, þeir Vikt- oría og Stefán, og kennt er í Suður- koti. Skólanum var skipt í þrjár deildir, eða 9 og 10 ára deild, 11 og FAXI 13

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.