Faxi

Volume

Faxi - 01.01.1990, Page 14

Faxi - 01.01.1990, Page 14
 $ SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. SKÓLAR Á SUÐUR- NESJUM 12 ára deild og 13 ára deild. í skóla- skýrslum fyrir þetta ár er þess getið að fermingarbörn, sem gengu til sr. Garðars Þorsteinssonar prófasts í Hafnarfirði, hafi notið sundkennslu þar á sama tímabili. Árið 1944 verða enn þáttaskil í sögu skólahalds í Vatnsleysustrand- arhreppi. Það ár er tekinn í notkun nýr og glæsilegur skóli á Brunna- stöðum. í kaflanum „Byggingarsaga Brunnastaðaskóla" verður gerð grein fyrir tildrögum hans og bygg- ingu. Skólasetning það haust gat ekki orðið fyrr en 9. desember vegna þess að framkvæmdum við skóla- bygginguna var ekki lokið fyrr. Nemendur voru þá 34 og kennarar tveir þeir sömu og árin á undan. Pess skal þó getið að skólastjórinn byrjaði að kenna fullnaðarprófs- nemendum 4 vikum fyrir skólasetn- ingu. Hér fer á eftir kafli úr ræðu Árna Kl. Hallgrímssonar, skólanefndar- formanns, við vígslu hússins. „Eins og öllum er kunnugt hefir kennslufyrirkomulagið hér ekki verið í lagi, sem æskilegt hefði verið, og sem stafar mestmegnis af legu sveitarinnar. Síðastliðið kennslutímabil voru börnin flutt að skólanum í bíl, og þar með gerð tilraun til að yfirstíga þá braut, sem staðið hefir hingað til fyrir þvi, að hægt væri að koma öllum börnum sveitarinnar á sama stað, en húsrúm leyfði ekki að hægt væri að kenna yngri 3 árgöngunum nema hálfan dag- inn. Nú hefir á hinn myndarleg- ast hátt verið úr þessu bætt, með þessu glæsilega nýja húsi, er við erum hér samankomin í til skólasetningar... Skólahúsið er ekki nærri fullbúið vantar t.d. ofna í alla norðurhlið hússins og er það mjög bagalegt, en vonast er eftir að hægt verði að bæta úr því um eða eftir nýárið." Síðar í ræðunni kom fram að ým- islegt fleira vantaði, svo sem stóla, borð og fleira. Greinilegt er þó, að hér hefur verið um byltingu að ræða í skólamálum hreppsins, enda voru flestir hreppsbúar mættir við þessi merku tímamót. Næstu ár eru hvert öðru lík hvað varðar skólahald að undanskildu því að með fræðslulögunum 1946 er skólaskylda lengt um eitt ár. Haust- ið 1946 er því byrjað að kenna 7 ára börnum í Brunnastaðaskóla. Það er rétt að geta þess að Jón Hermann Kristjánsson er ráðinn kennari árið 1945. Jón kennir við skólann til vorsins 1949, en þá tók hann sér þriggja ára frí frá kennslustörfum. Hann kemur síðan aftur haustið 1952 og tekur þá við skólastjóra- stöðunni af Viktoríu Guðmunds- dóttur. Jón er skólastjóri til vorsins 1962, að undanskildum vetrinum 1960—1961 er hann fór í orlof. Jón kemur aftur til starfa við skólann á Brunnastöðum haustið 1970. Eins og fyrr segir var skólahald hefðbundið þessi ár og virðist fátt óvænt koma upp á, þó er þess getið í skólaskýrslu fyrir veturinn 1948—1949 að skólahaid hafi tafist verulega vegna illviðra og snjóþyngsia. Þá kom innfúensa öðru hvoru upp með þeim afleiðingum að loka þurfti skólanum í stuttan tíma. Árið 1952 var sú nýjung tekin upp að kennsluvikan var stytt úr sex dögum í fimm daga og að sögn Jóns H. Kristjánssonar skólastjóra var þeirri breytingu tekið vel af heima- mönnum. Fram til 1960 gekk allt sinn vana- gang að því undanskildu að í upp- hafi skólaárs 1951 og 1954 var ekki hægt að hefja skólastarf á tilsettum tíma vegna viðgerða á skólahúsinu. Eins og fyrr er getið fór Jón H. Kristjánsson í orlof veturinn 1960—1961 og þá var ráðinn Gunn- laugur Sveinsson til skólastjóra- starfa. Þá höfðu þegar átt sér stað nokkrar umræður um það hvort ekki væri tímabært að setja á stofn framhaldsdeild miðskóla. Nýráðn- um skólastjóra og Pétri Jónssyni oddvita var falið að kanna það mál. Sökum þess að engir annmarkar fundust á því máli var fræðslumála- stjóra tilkynnt að ákveðið hefði ver- ið að 1. bekkur miðskóla yrði starf- ræktur þar næsta skólaár. Árið eftir var svo 2. bekkur mið- skóla starfræktur, en þó þannig að báðum bekkjunum var kennt sam- eiginlega. Árið 1962 sagði Jón stöðu sinni lausri og var þá Ellert Sigur- björnsson ráðinn skólastjóri. Þetta sama ár var skólinn lengdur úr 7 mánuðum í 8 mánuði. Ellert var síð- an skólastjóri til vorsins 1967. í skólaskýrslu fyrir veturinn 1964—1965 er þess fyrst getið að nemendur hafi farið í skólaferðalag að vori. Farið var til Krísuvíkur, Hveragerðis og um Grafning. Slík ferðalög hafa verið árlegur viðburður síðan, nema hvað síðustu ár hefur verið farið í þriggja daga ferðir. Árið 1967 var Þórir S. Guðbergs- son ráðinn skólastjóri. Þá um haust- ið var að tilstuðlan sr. Braga Frið- rikssonar, sóknarprests og stunda- kennara við skólann, tekin upp sú nýbreytni að setja skólann í Kálfa- tjarnarkirkju og hefur það verið hefð siðan. Þegar Þórir hætti sem skólastjóri, vorið 1970, tók Bene- 14 FAXI

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.