Faxi - 01.01.1990, Page 15
dikt Benediktsson við starfi hans og
gegndi því í eitt ár. Rúnar Þorvalds-
son tók við af honum og var hann
einnig skólastjóri í eitt ár. í fundar-
gerðum skólanefndarinnar, frá
þessum tíma, kemur fátt annað
fram en að gera þurfi miklar endur-
baetur á skólanum, þar sem hann
vaeri orðinn mjög lélegur, héldi
hvorki orðið vatni né vindi, dúkar
lélegir, salerni vaegast sagt mjög lé-
*eg og það sem mestum vandraeð-
um ylli væri það að drykkjarvatn
væri orðið mjög mengað. Það gekk
erfiðlega að fá þessi atriði lagfærð
og sérstaklega hverjir ættu að láta
framkvæma þessar endurbætur,
hreppsnefndin eða skólanefndin.
Samkomulag náðist þó milli aðilja
um að eðlilegast væri að láta skóla-
nefndina um málið. Einnig mun fjár-
skortur hafa tafið framgang málsins.
Arið 1970 var rætt um að koma
nemendum unglingadeildar fyrir í
Gagnfræðaskóla Keflavíkur. Ástæð-
urnar fyrir því voru þær, að menn
töldu að nemendur væru ekki nægi-
lega margir til þess að hægt væri að
hafa þá í tveimur bekkjardeildum.
Skólanefndin taldi það einnig hæp-
>ð að einn eða tveir kennarar væru
Viö vígslu Stóru-Vogaskóla 1979 flutti Stefán Hallsson ávarp. Hefur hann efalaust haft
margs aó minnasl frá kennslustörfum sinum á „Ströndinni". Stefán kom ad Brunna-
stadaskóla 1934. Þegar skólaakstur var upp tekinn áriö 1942, þá varö hann fyrsti bíl-
stjórinn.
SKÓLAR
Á
SUÐUR-
NESJUM
það vel að sér að þeir gætu kennt
allar þær námsgreinar sem kenna
ætti í unglingadeildum. Ákveðið
var að leita álits foreldra á þessu
máli. í Ijós kom að þeir voru mjög
andvígir þessari ráðagerð. Töldu
þeir að það væri bæði skaðlegt fyrir
hreppinn og fyrir andlegt og félags-
legt atgerfi nemenda. Því var horfið
frá þessu, en þó var hugmyndinni
haldið á lofti næstu ár og náði há-
marki árið 1972. Þá hafði mennta-
málaráðuneytið samið skýrslu um
framtíðarskipan skólamála á Suður-
nesjum. Þar kom fram það álit að
flytja ætti öll skólabörn eldri en 10
ára til nærliggjandi byggðarlaga.
Þessu var illa tekið af foreldrum og
skólanefndinni. Rökin gegn þessu
voru m.a. þau að þetta væri mjög
læmt fyrir hreppinn þar sem ekki
væri fýsilegt fyrir ungt fólk að setj-
ast að í hreppnum ef engin skóli
væri í honum og einnig það að fé-
lagsstarf í skólanum byggðist að
mestu á eldri nemendum. Flestir
voru því sammála að þetta væri
neyðarúrræði enda fór svo að ekk-
ert varð úr þessu.
FRAMHALD í NÆSTA BLAÐI
Pú ^œ^gnast
Happaþrennctn okkar er vinsœlt
og skemmtilegt happdrœtti.
Miðinn kostar ekki mikið, en
getur gefið mikið í aðra hönd.
Sölustaöir í Keflavík:
Aðalstöðin
Básinn
Brautarnesti
Verslunin Hornið
Nonni og Bubbi
Ný-ung
M'Ll^ON
HAPPDRÆTTI HÁSKÖLA ÍSLANDS. UMBOÐSMAÐUR: HELGI HÖLM
FAXI 15