Faxi - 01.01.1990, Side 17
leiðum: 1 af atvinnulífsbraut, 13 af
1- stigi vélstjórnar (vélaverðir), 7 af
2ja ár brautum (verslunar- og upp-
eldisbrautum), 2 af verknámsbraut
rafiðna og 26 stúdentar.
Nokkuð er um að nemendur út-
skrifist af fleiri en einni braut. Eftir
byggðarlögum er skiptingin þannig:
Gerðahreppur 4, Grindavík 2,
Hafnahreppur 1, Keflavík 29, Mið-
neshreppur 1, Njarðvík 8, Vatns-
•eysustrandarhreppur 4.
Alls hefur Fjölbrautaskóli Suður-
nesja gefið út 1243 prófskírteini af
u.þ.b. 50 námsbrautum en eftir dag-
•nn í dag verða skírteinin orðin
1292.
Avarp skólameistara til
útsknftamðalsins
haustönn 1989
Agaetu fyrrverandi nemendur!
Nú er ykkar langþráða takmarki
náð, að vísu er þetta takmark aðeins
áfangi á lengri leið. Leið sem rétt er
hafin hjá ykkur flestum.
Líta má á skólagöngu sem fjall-
göngu. í byrjun rís fjallið í ógnar-
hæð fyrir framan okkur og við sjá-
um ekki betur en það nái upp í sjálf-
an himininn.
En við eigum engra kosta völ, yfir
fjallið verðum við að komast. Við
veljum okkur leiðir eða brautir til að
ná hinu setta marki. Misánægð er-
nni við með brautirnar. Sumir fara
*nn á aðrar brautir og svo enn aðrar
en allar liggja þær á toppinn. Nokkr-
•r nenna ekki að standa í þessu príli
og snúa við en seinna verður þeim
•jóst að yfir menntafjallið verða þeir
að fara. Ef þeim líkar ekki hin fyrri
braut þá velja þeir sér aðra. Hraði
•jallgöngumannanna er æði mis-
jafn. Sumir hafa ekki nennu til að
ösla áfram en ganga í þess stað fram
og aftur hinn breiða veg. Aðrir eru
úthaldslitlir og fara þetta hægt og
tálega ýmist með þeirri seiglu sem
einkennir hinn týpíska Sumarhúsa
Bjart eða taka spretti, og renna þá
stundum til og falla, en hvíla sig þá
um stund á prílinu, þurrka af sér
svitann og leggja á ráðin um næsta
úfanga. Sumir nota ferðina til að líta
1 kringum sig, skoða umhverfið og
njóta þess að vera ungir á göngu á
•jalli mennta. Þeir fara fram á þá
stapa sem á leið þeirra verða á
stundum bergja þeir á þeim ódáins-
veigum sem þar spretta fram úr vel
duldum lindum og verða þar um
sinn þungir til fjallgöngu. Aðrir fara
1 festi um einstigu eða njóta annars
sem náttúran hefur upp á að bjóða.
Sumt af því verkar að vísu þving-
andi sérstaklega fyrir annað kynið.
Enn aðrir fara hratt yfir, líta ef til vill
hvorki til hægri né vinstri og ná sín-
um tindi á methraða.
Eins og áður kom fram hefur
fiengi ykkar á leiðinni verið ærið
tnisjafnt og þegar þið nálguðust
toppinn þá blöstu við sumum ykkar
hyldýpis gjár og hamraveggir sem
VELDU
BETRl
KOSTINN
NONNI OG BUBBI
HRINGBRAUT 92
SÍMAR 11580-14188
FAXI 17