Faxi - 01.01.1990, Page 25
framhald AF BLS. 8
skipta engu þegar vinir eiga í hlut.
Þaö er mjög athyglisvert hversu
Rótarýfélagar að norðan og sunnan
í landinu leggja sig fram um að bæta
samskipti landshlutanna og á milli
þeirra hafa aldrei verið nein skil.
Ekki komi til greina að skipta Rót-
arý umdæminu eftir einhverjum
landamærum, sem misvitrir aðilar
hafi ákveðið fyrir löngu síðan.
Allir vinna saman, sem ein heild
að friði á milli þessara stríðandi fylk-
•nga sem í landinu búa.
Eins og þið sjáið eru það mikil og
góð málefni sem þjónustuklúbbarn-
ir eru að vinna að, bæði hér heima
og erlendis.
Og þótt við séum ekki stórir og
bjrjun
ars
mikið áberandi hérna heima er
margt verk unnið í kyrrþey, og það
fer vel á því að vera ekki að flagga
öllu sem gert er.
Allir starfa þessir klúbbar að því
að hjálpa þeim sem eru hjálparþurfi
í sínu heimahéraði, hver á sinn
máta. En til þess að geta starfað,
þurfa þessir klúbbar að hafa á að
skipa góðum og fórnfúsum félögum
innan sinna raða, sem hafa tíma af-
lögu til þess að gefa öðrum.
I dag er svo komið að það er orðið
erfitt að fá fólk til þess að sinna þess-
um verkefnum og lenda þau því, á
færri og færri höndum innan klúbb-
anna, þótt félögum hafi fjölgað.
En hvað er það sem veldur þesum
tímaskorti fólks. Hér áður fyrr þótti
það bráðnauðsynlegt að taka þátt í
starfi eins eða fleiri félagasamtaka.
Það var sama hvort það voru
stjórnmálafélög, kvenfélög, leikfé-
lög, hjónaklúbbar, björgunarsveitir
eða klúbbastarfsemi, svo eitthvað
sé talið upp.
Þá þótti alveg sjálfsagt að vera fé-
lagi í einu eða fleiri félögum og
sækja fundi og aðra starfsemi þess-
ara félaga.
Það þótti gaman og nauðsynlegt
að blanda geði við fólk, auk ánægj-
unnar sem því fylgdi. Kunningja-
hópurinn stækkaði og þekking á
daglegu lífi annarra hópa í þjóðfé-
laginu jókst.
Fólk fór meira að segja í heim-
sóknir, já tók í spil og naut þess að
Oryggisbók -Trompbók
„Tværí
öruggnm
vexti
SPARISJÓÐURINN
í KEFLAVÍK
Suðurgötu 6, sími 92-15800
Njarðvík, Grundarvegi 23, simi 92-14800
FAXI 25