Faxi - 01.01.1990, Side 26
MINNING
Sigurbergur Helgi
Þorleifsson
frá Garði
Fæddur 30. ágúst 1905. Dáinn 23. nóvember 1989.
Það fækkar óðum þeim Garð-
verjum sem settu svip sinn á
byggðarlagið okkar. Sigurbergur
H. Þorleifsson var fæddur að Hofi
í Garði þann 30. ágúst 1905, sonur
hjónanna Júlíönu Hreiðarsdóttur
frá Hátúni í Prestbakkasókn og
Þorleifs Ingibergssonar frá Slétta-
bóli í Prestbakkasókn í Vestur-
Skaftafellssýslu. Júlíana kom í
Garðinn árið 1903 en Þorleifur ár-
ið 1883. Sigurbergur tók mikinn
þátt í félagslífi hér í Garði. Hann
var formaður Ungmennafélagsins
Garðars frá árinu 1932—1952, og
hann tók þátt í leiklist. Sigurberg-
ur var meðhjálpari í Útskálakirkju
í 52 ár og í sóknarnefnd frá árinu
1928 til 1978, þar af formaður
hennar frá 1950, safnaðarfulltrúi
Útskálasafnaðar var hann frá 1972
til 1980. Sigurbergi þótt afar vænt
um Útskálakirkju, kirkjuna sína.
Hann stóð að því að steypa garð
utan um kirkjugarðinn og vann
við það sjálfur. Þessi garður var
mjög vel gerður og stendur enn í
dag óskemmdur. Hann stóð að því
með sóknarnefndinni að stækka
fordyri Útskálskirkju og koma þar
fyrir hreinlætisaðstöðu og vísi að
skrúðhúsi, ásamt geymslu fyrir
graftól, einnig að setja nýtt járn á
þak hennar ásamt fleiru. Sigur-
bergur var bóndi og sjómaður að
Hofi í Garði, réri til fiskjar úr
Lambastaðavör, og áður fyrr vann
hann við vitabyggingar á sumrin
víða um land.
Sigurbergur var hreppstjóri
Gerðahrepps 1943 til 1978, í sátta-
nefnd 1953 til 1978 og í fræðslu-
ráði Gullbringusýslu 1963 til 1978.
Hann var umboðsmaður skatt-
stjóra í Gerðahreppi, í sýslunefnd
1970 til 1978 og prófdómari við
Gerðaskóla 1947 til 1978, hann
var einnig í kjörstjórn og formað-
ur hennar í mörg ár. Sigurbergur
var vitavörður við Garðskagavita
árin 1951 til 1975 og sá jafnframt
um rekstur radíomiðunarstöðvar
á Garðskaga, einnig annaðist
hann gæslu Hólmsbergsvita frá
því hann var tekinn í notkun 1958
til 1978.
Eg undirritaður var með Sigur-
bergi í sóknarnefnd og kjörstjórn í
fjögur ár. Það var vissulega lær-
dómsríkt að kynnast þessum
hæga og rólega manni, sem vann
öll sín verk með sérstæðri fram-
komu og snyrtimennsku. Sigur-
bergur hafði sérlega fallega rit-
hönd sem eftir var tekið. Ég minn-
ist þessa góða manns ávallt með
hlýhug og þakklæti.
Sigurbergur kvæntist í Útskála-
kirkju 13. desember 1930 Ásdísi
Káradóttur, og var haft á orði hve
falleg þau brúðhjón hefðu verið.
Ásdís er dóttir hjónanna Sigrúnar
Árnadóttur og Kára Sigurjónsson-
ar hreppstjóra og alþingismanns
frá Hailbjarnarstöðum á Tjörnesi.
Ásdís og Sigurbergur áttu 2 börn,
Sigrúnu kennara við Langholts-
skóla í Reykjavík og Kára lækni á
Reykjalundi. Við Málfríður vottum
frú Ásdísi, börnum þeirra og
barnabörnum okkar dýpstu sam-
úð.
Sigurbergur var jarðsunginn frá
Útskálakirkju 2. desember 1989
að viðstöddu miklu fjölmenni.
Guð blessi minningu Sigurbergs.
Njáll Benediktsson.
Byggöasafn Suöurnesja
Opið á laugardögum kl. 14-16.
Aörir tímar eftir samkomulagi.
Upplýsingar í símum 13155, 11555 og 11769.
ræða saman um daginn og veginn.
En hvað er það sem hefur breyst,
kann einhver að spyrja? Er ég ekki
að tala um staðbundið vandamál?
Því miður verð ég að segja, að svo
er ekki, og ég er þess fullviss að mik-
ill meirihluti ykkar sem lítur í eigin
barm og grandskoðar þennan hluta
af lífsstíl sínum, eru mér sammála.
Þá er komið að mínu mati á
vandamálinu. Fólk í dag, er yfirleitt
svo önnum kafið við að eyða frítíma
sínum í ekki neitt, að það hefur eng-
an tíma til þess að taka þátt i hinum
mannlegu samskiptum.
Og hvað er það sem veldur? Jú,
ætli okkur öllum gruni það ekki,
þótt við viljum ekki viðurkenna
það, það skyldi þó aldrei vera sjón-
varpið. Þessi miðlunargjafi er orð-
inn einhver mesti tímaþjófur í okkar
samfélagi.
Fólk má ekki orðið missa af neinu,
það er setið yfir sjónvarpinu frá því
fólk er búið að borða kvöldmatinn,
horft á báða fréttatíma sjónvarps-
stöðvanna og svo á allt það efni sem
boðið er uppá, bæði ruglað og af-
ruglað, þar til dagskráin er á enda.
Þá loksins er farið að hugsa til
þess að koma sér i rúmið. Jú, það er
víst vinnudagur eða skóladagur að
morgni.
Er að undra, þótt krakkrnir séu oft
þreytt er þau mæta í skólann og ár-
angur námsins sé stundum slakur,
eða vinnudagurinn erfiður vegna
ónógs svefns?
Því má einnig bæta við hér að ef
dagskráin er ekki nógu góð er bara
sent eftir myndbandsspólum, til að
bjarga kvöldinu, fyrir framan skjá-
inn.
Nú, auðvitað forðast kunningjarn-
ir orðið að koma í heimsókn, til þess
að trufla ekki, og vita sem er að það
er alveg eins gott að sitja heima hjá
sér og horfa á sjónvarpið í sínum
eigin stól, á besta stað.
Skyldi það hafa verið ein af ástæð-
unum fyrir lélegri kirkjusókn flesta
sunnudaga ársins að fólkið sé þá,
um það bil að koma sér á fætur, eftir
langa vöku yfir sjónvarpinu nóttina
áður.
Nú þegar jólahátiðin er um garð
gengin, er ekki úr vegi að staldra að-
eins við og hugleiða hvernig við
eyddum þeim frítima sem við höfð-
um um þessa hátíð og yfirleitt
hvernig við notum frítímann okkar.
Flest okkar notuðu þessa daga til
þess að fagna fæðingu frelsarans.
Einnig til að minnast þeirra sem far-
in eru á undan okkur yfir móðuna
miklu. Og í heimsóknir til vina og
vandamanna.
Sá tími um hátíðarnar, sem við
eyðum á þennan hátt, er yfirleitt
ekki nægur, við komumst sjaldnast
yfir allt það sem við gjarnan vildum
gera.
En það er samt góð tilfinning að
vita að maður gerði sitt besta. Eða
var kannski reyndin önnur? Svari
hver fyrir sig.
26 FAXI